Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Blaðsíða 1
Viöræður bæjaryfirvalda og SIF um hótelturninn Ákvörðun á næstu dögum hvort SÍF flytur í bæinn Tónleikar í Haf nar- borg sjá bls. 2 Róbert Agnarsson aðstoðar- framkvæmdastjóri SIF segir að ákvörðun um hvort SÍF flytji skrifstofur sínar til Hafnar- fjarðar, og þá í hótelturninn á Miðbænum, verði tekin á næstu dögum. Bæjaryfirvöld hafa staðið í samningaviðræðum við SÍF um málið undanfarnar vik- Mikið um inn- brotí ur og munu þær viðræður vera langt komnar. "Við höfum enn áhuga á því að flytja skrifstofur okkar til Hafnar- fjarðar enda teljum við að bærinn sé einn vænlegasti kosturinn af þeim sem í boði eru fyrir skrif- stofur okkar," segir Róbert. "Þar spilar inni í að með flutningi til Hafnarfjarðar verða skrifstofur okkar við sjávarsíðuna sem er í takt við okkar starfsemi." Róbert vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið en segir að ákvórðun um málið af eða á af hendi SÍF muni liggja fyrir á allra næstu dögum. Sem kunnugt er af fréttum Fjarðarpóstsins er flutningur SÍF til Hafnarfjarðar angi af "Miðbæj- armálinu" en fram kom í máli Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra fyrir nokkrum vikum að það væri algert skilyrði fyrir yfirtöku bæj- arins á hótelturninum að SIF myndi flytja skrifstofur sínar þangað. Mikið hefur verið um inn- brot í bíla í Hafnarfirði og Garðabæ á síðustu vikum. Lætur nærri að á síðustu tveimur vikum séu þessi inn- brot orðin 20 talsins. Að sögn rannsóknarlógreglunnar í Hafnarfirði er hægt að tala um faraldur í þessu sambandi. Það eru einkum útvörp og hljómflutningstæki sem þjófarn- ir eru á hóttunum eftir en að sögn rannsóknarlógreglunnar er talið að um tvö gengi sé að ræða sem standi fyrir þessum innbrot- um. Ekkert eitt svæði í bænum sker sig úr hvað fjölda tilvika varðar og lögreglan vill minna fólk á að ganga tryggilega frá bflum sínum að kvóldi og helst að leggja þeim þannig að heyrist ef rúður í þeim eru brotnar að næturlagi. Iþróttaskóli barnanna í vetur verður starfræktur íþróttaskóli fyrir börn í Kaplakrika. Markmiðið er að bjóða börnum upp á markvisst og fjölbreytt hreyfinám og uppeldislega vand- aða dagskrá. Á myndinni sérst Kristinn Guðlaugsson íþróttakennari ásamt ungum nemendum skólans. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 7 Miðbær og Mið- bær hf -sjá bls. 4 ÍSKUVÖRUVERSLUN OPNAR í DAG í MIÐBÆ VE RSL U N ARM I ÐSTÖÐ "OPNUNARTILBOÐ" ÓTRÚLEGT VERÐ Á NÝJUM VÖRUM • VERIÐ VELKOMIN

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.