Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Síða 1
Viðræður bæjaryfirvalda og SÍF um hótelturninn Ákvörðun á næstu dögum hvort SÍF flytur í bæinn Róbert Agnarsson_ aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF segir að ákvörðun um hvort SIF flvtji skrifstofur sínar til Hafnar- fjarðar, og þá í hótelturninn á Miðbænum, verði tekin á næstu dögum. Bæjaryfirvöld hafa staðið í samningaviðræðum við SÍF um málið undanfarnar vik- Mikið um inn- brot f bifreiðar Mikið hefur verið um inn- brot í bíla í Hafnarfirði og Garðabæ á síðustu vikum. Lætur nærri að á síðustu tveimur vikum séu þessi inn- brot orðin 20 talsins. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði er hægt að tala um faraldur í þessu sambandi. Það eru einkum útvörp og hljómflutningstæki sem þjófam- ir eru á höttunum eftir en að sögn rannsóknarlögreglunnar er talið að um tvö gengi sé að ræða sem standi fyrir þessum innbrot- um. Ekkert eitt svæði í bænum sker sig úr hvað fjölda tilvika varðar og lögreglan vill minna fólk á að ganga tryggilega frá bílum sínum að kvöldi og helst að leggja þeitn þannig að heyrist ef rúður í þeim eru brotnar að næturlagi. ur og munu þær viðræður vera langt komnar. “Við höfum enn áhuga á því að flytja skrifstofur okkar til Hafnar- fjarðar enda teljum við að bærinn sé einn vænlegasti kosturinn af þeim sem í boði eru fyrir skrif- stofur okkar,” segir Róbert. “Þar spilar inni í að með flutningi til Hafnarfjarðar verða skrifstofur okkar við sjávarsíðuna sem er í takt við okkar starfsemi.” Róbert vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið en segir að ákvörðun um málið af eða á af hendi SÍF muni liggja fyrir á allra næstu dögum. Sem kunnugt er af fréttum Fjarðarpóstsins er flutningur SÍF til Hafnarfjarðar angi af “Miðbæj- armálinu” en fram kom í máli Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra fyrir nokkrum vikum að það væri algert skilyrði fyrir yfirtöku bæj- arins á hótelturninum að SIF myndi flytja skrifstofur sínar þangað. Tónleikar í Hafnar- borg sjá bls. 2 Umgengi í bæjar- félaginu -sjá bls. 3 Miðbær og Mið- bær hf -sjá bls. 4 Starfsemi íFrf kirkju -sjá bls. 5 NY TISKUVORUVERSLUN OPNAR í DAG í MIÐBÆ VERSLUNARMIÐSTÖÐ "OPNUNARTILBOÐ" ÓTRÚLEGT VERÐ Á NÝJUM VÖRUM • VERIÐ VELKOMIN \

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.