Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPOSTURINN 5 Harðar deilur um Miðbæjarsamkomulagið á bæjarstjórnarfundi "Ágóðinn af sameiningu al- menningssamgangna er betri nýt- ing tækja, hagræðing, betri nýting á mannskap, sparnaður við yfir- stjórn og fleira," segir Pétur. "Og þá væri einnig hægt að tala um höfuðborgarsvæðið sem eitt þjón- ustusvæði. Eins og staðan er nú má hinsvegar ganga mun lengra í að samræma leiðakerfi AV og SVR en mikill tvíverknaður er í kerfunum núna." Pétur ræddi einnig um samskipt- in við ríkisvaldið en þar hefði ver- ið gefið vilyrði fyrir stuðningi við rekstur AV Þrátt fyrir margítrekað- ar beiðnir hefði hinsegar ekkert fengist af þessum stuðningi. Skiptistöð við Kringl- una t Ásamt Pétri Fenger flutti Lilja Ólafsdóttir forstjóri SVR erindi um almenningssamgöngur en síð- an svöruðu þau fyrirspurnum ráð- stefnugesta. Meðal þeirra sem lagði fram fyrirspurn var Ingvar Viktorsson bæjarstjóri í Hafnar- firði. Hann vildi vita um áform þess efnis að setja upp skiptistöð fyrir AV í Kringlunni þannig að vagnar fyrirtækisins þyrftu ekki að aka alla leið niður á Lækjartorg. I svari Lilju kom m.a. fram að gert er ráð fyrir skiptibiðstöð við Kringluna sem ætti að geta leyst þetta mál í framtíðinni. Pétur Fenger svaraði aftur á móti að honum þætti mjög miður að ekki væri gert ráð fyrir skipti- stöð í Kringlunni en auk þess væri tímabært að koma upp skiptistöð við Ártúnsholtið. Það gæfi auga- leið að slíkar stöðvar væru mjög til hagsbóta fyrir AV því nær helm- ingur af leiðum vagna til og frá bæjarfélögunum fyrir sunnan Reykjavík væri nú innan borgar- markanna. Tap vegna bæjarábyrgða 200 milljónir kr. frá 1991 Bæjarsjóður situr uppi með skellinn, segir Lúðvík Geirsson Harðar deilur urðu um Miðbæj- arsamkomulagið á bæjarstjórnar- fundi s.l. þriðjudag. Ingvar Vikt- orsson bæjarstjóri hóf umræðuna með því að greina frá þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið, kaupsamingar vegna hótelturns og bílakjallara, sala á tveimur hæðum í turninum til SÍF og kaup bæjar- sjóðs á einni hæð sem SIF átti í gamla Morgunblaðshúsinu í Aðal- stræti. Töluvert var rætt um hvort bæjarfélög eigi yfirhöfuð að veita bæjarábyrgðir en fram kom í mali Magnúsar Gunnarssonar að tap bæjarsjóðs vegna bæjarábyrgða frá árinu 1991 nemur um 200 milljónum kr. Eins og fram hefur komið í frétt- um er kaupverð á hótelturni 169 milljónir kr. og verð bílakjallarans 83 milljónir kr. eða samtals 252 milljón- ir kr. I samkomulagi sem fylgir þess- um kaupum eru ákvæði m.a. þess efnis að bærinn leggur fram 24 millj- ónir kr. til að ljúka byggingu turnsins þannig að húsið fái fokheidisvottorð og hægt verði að leggja fasteigna- gjöld á það fyrir árið 1996, Miðbær hf. geri upp við undirverktaka sína og leggi fram tryggingarvíxil á móti vangoldnum virðisaukaskatti. I máli sínu las Ingvar Viktorsson greinargerð frá Steingrími Eiríkssyni lögmanni sem Miðbæjarnefndin réð til sín í samningagerðina. Kemur m.a. fram í henni að bæjarsjóður reiðir ekki fram neinar beinar greiðslur vegna framangreinds að undanskildum 24 milljónum kr. til að klára turninn og að það hafi ekki verið vænlegur kostur í stöðunni að láta Miðbæ hf. fara í gjaldþrot þar sem langur tími gæti liðið þar til nýir eigendur kæmu til sögunnar. Hátt í 400 milljónir kr. Lúðvík Geirsson tók næstur til máls og kom m.a. fram í máli hans að aðstoð bæjaryfirvalda við Miðbæ hf. frá því að bygging hússins hófst næmi hátt í 400 milljónir kr. Hann setti fram samanburðardæmi við Reykjavík og sagði að ef borgin hefði lagt fram jafnmikið fé í eina byggingu væri það um 2,5 milljarðar króna. Þá gagnrýndi Lúðvík að hann hefði ekki fengið að taka þátt í störf- um Miðbæjarnefndar í þessu máli þótt hann hefði verið tilnefndur í hana. Embættismenn bæjarins hefðu heldur ekki fengið að koma að mál- inu og rökum þeirra sópað af borðinu ef þau samrýmdust ekki skoðunum meirihlutans í bæjarstjórn. "Eg hafna þessum vinnubrögðum og þeirri leynd sem hvílt hefur yfir málinu og sætti mig ekki við það sem hér hefur verið sett fram á borðið," segir Lúðvík. 200 milljónir í súginn í máli Magnúsar Gunnarssonar kom m.a. fram að frá árinu 1991 hef- ur hreint tap bæjarsjóðs vegna bæjará- byrgða numið um 200 milljónum kr. Hann tók sem dæmi Skerseyri þar sem tapið nam 29 milljónum kr., Byggðaverk þar sem tapið nam 40-50 milljónum kr., Miðbæ hf. þar sem tap- ið nemur tugum milljón kr., og Hag- virki-Klett þar sem tapið næmi 50 milijónum kr. Magnús segir það hina mestu furðu að bæjarfélagið skuli hafa leyft félagi með 1 milljón kr. í hlutafé að ráðast í framkvæmdir upp á um 800 milljónir kr. Þá telur hann einkennilegt að bæj- arfulltrúar skuli ekki hafa fengið að- gang að ársreikingum Miðbæjar hf. Tryggvi Harðarson segir að hann Fagna lausn fagni þeirri lausn sem nú er fengin í málefhum Miðbæjar hf. Það hafi legið fyrir frá upphafi að bæjaryfir- völd vildu leggja nokkuð á sig til að byggjas upp nýjan miðbæ í Hafnar- firði. Hann gagnrýndi harðlega þá sem telja að Alþýðuflokksmenn hefði gengið erinda einhverra manna í þessu máli en ekki haft hagsmuní bæjarsjóðs að leiðarljósi. Slíkum fullyrðum vísaði hann til föðurhúsa og taldi þær bera vott um pólitískt of- stæki. I máli Tryggva kom einnig fram að það tap sem bæjarsjóður hefði borið af Miðbæ hf. væri smámunir samanborið við hagnaðinn í framtíð- inni, það er koma SÍF með 40-50 ný störf til bæjarins, þegar væru yfir 100 manns í vinnu í húsinu og gjöld sem bæjarsjóður fengi í framtíðinni eins og fasteignagjöld. Fleiri tóku til máls og stóð fundur- inn langt fram eftir kvöldi en síðan var málið samþykkt með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minni- hlutans. lipurð og ¦¦HHHHHHMB oryggi Þitt er valið Bifreiðaskoðun íslands hf. Nú líka í Garðabæ við Garðatorg. Pantanasími 567 2811

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.