Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 7
FJARDARPOSTURINN 7 tir og heilsa Imsjon Bjorn Peturson Rjúpnaveiðitímabilið hafið Rjúpnavertíðin byrjar 15. októ- ber og stendur til 22. desember. Veiðin í ár hefur farið rólega af stað, en þó heyrast sögur af einum og einum sem lent hafa í góðri veiði. Algengt er að menn skreppi stutt fyrstu dagana, og fara Hafn- firðingar þá mikið út í Hafnar- fjarðarhraun, á Miðnesheiðina, i Krísuvík eða á Bláfjallasvæðið. Á þessum svæðum er oft reytingur af fugli en veiðin þar hefur þó verið frekar dræm það sem af er tímabil- inu. Fjarðarpósturinn tók einn af mestu veiðimönnum hafnfirðinga, Guð- mund Pétursson, tali og báðum hann að segja okkur frá veiðunum. Að hans mati er fátt skemmtilegra en að ganga í góðu veðri heilan dag koma svo heim þægilega þreyttur og endur- nærður og jafnvel með einhvern afia sem er meira svona punkturinn yfir i- ið. Guðmundur segir að enginn geti gengið að rjúpunni vísri, maður hefur það stundum á tilfinningunni að hún sé dyntóttasti fugl í heimi. Oft hefur hann lent í góðri veiði og allt er krökkt af fugli en daginn eftir er allt farið svo þriðja daginn er nóg af fugli aftur, þrátt að veður og önnur skilyrði hafi ekki breyst. Honum finnst mjög gaman að reyna að átta sig á hvað stjórnar þessari hegðun og hvar fugl- inn er að finna, eftir veðrabreyting- um, ef snjóar eða snjó tekur upp og þess háttar. Guðmundur segir að sjálfsagt séu margar kenningar uppi um þessi atriði, en engin algild regla. Fyrst veiddi Guðmundur hundlaus og þótti mjög gaman, en þegar hann ákvað a3 fá sér hund opnaðist honum nýr heimur í sambandi við veiðarnar. Labrador hundurinn Rommel með stokkönd. Guðmundur Pétursson rjúpnaskytta með vænan feng. Hann fékk sér fyrst Labrador retriver sem hann kallar Rommel. Mikill tími fer í þjálfun á hundi en það er mjög skemmtilegt verkefni sem skil- ar sér margfalt til baka, segir Guð- mundur. Labradorar eru "sækjarar" og eru þjálfaðir aðalega í að sækja bráð. Þeir nýtast best við gæsa og andaveiðar og sækja þá bráð bæði á landi og í vatni. Rommel nýttist hon- um einnig mjög vel í að finna rjúpur og sá hann á hundinum ef hann fékk veður af þeim. Ekki var óalgengt að Rommel "teymdi" Guðmund nokkur hundruð metra að rjúpu. Fyrir rúmu ári fékk Guð- mundur sér svokallaðan "standandi fuglahund" Krapa af tegundinni German shorthaired pointer sem á að hlaupa mun stærra svæði og finni hann fugl á hann að "frjósa" og bíða eftir skyttunni og svo sækja fuglinn ef hann næst. Eftir mikla þjálfun og fyrstu dagana í rjúpnaveiðinni lofar Krapi mjög góðu. Nú orðið finnst Guðmundi 50-70% af skemmtuninni við veiðarnar vera að vinna með hundunum, og hann mundi verða miklu latari við að hreyfa sig og veiða væri hann hundlaus. Að lokum segir Guðmundur að stefnan sé að vera duglegur að ganga til rjúpna, nú í vetur og fara nokkra lengri túra, þá norður eða austur á land og ná í rjúpur í jólamat- inn. Styrktarmót Keilis Nú í sumar sigraði sveit golf- klúbbsins Keilis í sveitakeppni Golfsambands íslands og vann sér þar með rétt til þátttóku í Evrópu- keppni félagsliða í golfi. Evrópu- keppnin verður haldin í Vila- moura í Portugal dagana 23 -26 nóvember næstkomandi. Vegna þátttöku Keilismanna á mótinu hafa þeir staðið fyrir mótum til styrktar feriðinni og hefur þátt- taka í þeim verið mjög góð. Fjög- ur mót hafa þegar verið haldin, og um næstu helgi verður það fimmta og síðasta. Glæsileg verðlaun eru fyrir hvert mót, en aðalvinningarnir, utanlands- ferðir hljóta þeir sem hafa bestan ár- angur á þremur mótum af fimm, ¦¦¦¦lllllllllillllllllllll Jóhann Sigurbergsson, Baldvin Jóhannsson og Guðlaugur Gíslason að gera sig klára á 14. teig. bæði með og án forgjafar. Áður höf- um við sagt frá úrslitum í tveimur fyrstu mótunum. Urslit í þriðja styrktarmóti Keilis, sem haldið var laugardaginn 14. októbereru eftirfar- a^di: An forgjafar: Ásgeir Guðbjartsson GK 69 EinarLong GR 70 Gunnsteinn Jónsson GK 71 Með forgjöf: Sverrir Magnússon GK 61 Rúnar Guðmundsson GR 61 Lucinda Grímsdóttir GK 61 Laugardaginn 21. nóvember var fjórða mótið í mótaröðinni haldið. Alls kepptu 116 kylfingar og urðu úr- slit mótsins sem hér segir: Án forgjafar: Guðlaugur Georgs. GSE 71 Birgir Hafþórsson GL 71 Sigurður Albertsson GS 72 Með forgjöf: Gísli Gíslason GR 61 Örn Sveinsson GK 64 Bragi Jónsson GR 64 Þorsteinn Pétursson GK 64 Björgvin Sigurbergsson, íslandsmeistari í golfi, reynir sig við hóimann. Hólmagolf Undanfarna laugardaga hafa verið haldin styrktarmót hjá golf- klúbbnum Keili. Pá daga sem mótin hafa verið haldin hefur einnig verið boðið upp á svo kall- að Hólmagolf. Hólmagolf er nándarkeppni þar sem slegið er af 16. teig á hólmann í andartjörninni í gamla sædýrasafn- inu. Leikurinn er til styrktar sveit Keilis sem fer í Evrópukeppni fé- lagsliða í Portúgal í nóvember. Hólmagolf fer þannig fram að kepp- endur borga 100 krónur fyrir hvert högg. Stöðvist boltinn á hólmanum fær kylfingurinn einn bolta í viðbót, ókeypis. því næst er mæld nálægð boltans við pinna og sá sem kemst næst pinnanum á hverjum mótsdegi hlytur 40 % af innkomu þess dags. Mikil og góð þátttaka hefur verið í Hólmagolfinu og hafa að meðaltali um 200 kylfingar tekið þátt hvern mótsdag.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.