Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 38. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 2. nóvember Upplag 6.000 eintök Dreift frítt í Hafnarfirði 5-650-666 Samkomulag náðist við ríkisvaldið um skatttekjur af stækkun álversins Samkomulag sem tryggir áfram hagsmuni bæjarins -segir Tryggvi Harðarson formaður álviðræðunefndar Samkomulag hefur tekist í viðræðum álviðræðunefndar bæjarins og samninganefndar ríkisins um skatttekjur Hafnar- fjarðar af stækkun álversins í Straumsvík. Samkomulagið verður kynnt á fundi bæjarráðs í dag en Tryggvi Harðarson for- maður álviðræðunefndar segir að samkomulagið tryggi áfram hagsmuni bæjarins. Eins og kunnugt er af frétt í síð- asta Fjarðarpósti hugðist ríkisvald- ið skerða hlut Hafnarfjarðar frá því sem hanner í núverandi samkomu- lagi um ÍSAL. Samkvæmt núver- andi samkomulagi fær Hafnar- fjörður fast framlag upp á 250.000 dollara á ári auk 18% af öðrum skatttekjum ríkisins. A síðasta ári komu þannig tæplega 50 milljónir kr. í hlut Hafnarfjarðar. "Samninganefndirnar komust að ákveðinni niðurstóðu í þessu máli en hún er með fyrirvara um samþykki bæjarráðs _og ríkisstjórnar," segir Tryggvi. "Ég tel að niðurstaðan sem náðistsé ásættanleg fyrir Hafnar- fjórð. ISAL hefur fengið mikinn af- slátt af greiðslum í gegnum tíðina en svo mun ekki verða í framtíðinni." Stækkun álversins verður fram- kvæmd í áföngum en reiknað er með að framleiðslugetan aukist um 60% í 1. áfanga en verði komin í nær 200.000 tonn í lokin eða nálægt tvö- földun á núverandi framleiðslu. Tryggvi vildi ekki gefa upp neinar tölulegar upplýsingar um samkomu- lagið fyrr en búið væri að kynna það í bæjarráði en samkvæmt áætlunum um stækkun álversins er ljóst að um töluverðar tekjur getu verið að ræða fyrir Hafnarfjörð. ¦#¦ "% ¦ ¦ i *¦¦ Kjuklmgabuu fær vilyrði fyrir 400 ha. lóð Eins og viö greindum frá í síð- asta Fjarðarpósti hefur borist til bæjaryfirvalda ósk frá Gallía- Icebird um 24 ferkílómetra lóð undir risakjúklingabú. Á síðasta fundi bæjarráðs var aftur fjallað um málið og í framhaldi af því ákveðið að taka frá fyrir Gallía- Icebird 400 ha. lóð ofan skipu- lags svæðis við Reykjanesbraut að uppfylltum iillum skilyrðum laga og reglugerða. Á bæjarráðsfundinum kom fram að eftir könnun á möpleikum í landi Hafnarfjarðar til að staðsetja verkefnið er Ijóst að þeir eru ekki fyrir hendi enda eru 24 ferkfló- metrar engin smáspilda. Hvað varðar svæðið sem vilyrði var gefíð fyrir er áskilið að um- hverfis- og skipulagsnefnd sam- þykki erindið og að samkomulag náist um gjaldtöku vegna verkefn- isins en umrætt svæði er að veru- legum hlut í eigu einkaaðila. Vöðvabúnt íVitanum Hin árlega kraftakeppni Vitans var haldin á dögunum en úrslitakvóldið sjálft var s.l. mánudag. Á myndinni má sjá tvær stúlkur í kunnuglegri stellingu á kraftakeppnum en keppnin í ár var mjóg jöfn og spennandi. Magnús Ver var til staðar og leiðbeindi keppendum. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Líf og lög Ómars Smára •sjá bls. 6 Magnús Jóní viðtali VETRARDAGAR I MIÐBÆ m* VETRARTISKAN KYNNT FOSTUDAG . . FlMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK SÝNIR LAUGARDAG ' XJL MIÐBÆR - HAFNARFIRÐI - VERSLUNARMIÐSTOÐIN ÞIN

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.