Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Side 1

Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Side 1
Samkomulag náðist við ríkisvaldið um skatttekjur af stækkun álversins Samkomulag sem tryggir áfram hagsmuni bæjarins 70 ára afmæli skáta -sjá bls. 5 -segir Tryggvi Harðarson formaður álviðræðunefndar Samkomulag hefur tekist í viðræðum álviðræðunefndar bæjarins og samninganefndar ríkisins um skatttekjur Hafnar- fjarðar af stækkun álversins í Straumsvík. Samkomulagið verður kynnt á fundi bæjarráðs í dag en Tryggvi Harðarson for- maður álviðræðunefndar segir að samkomulagið tryggi áfram hagsmuni bæjarins. Eins og kunnugt er af frétt í síð- asta Fjarðarpósti hugðist ríkisvald- ið skerða hlut Hafnarfjarðar frá því sem hamyer í núverandi samkomu- lagi um ÍSAL. Samkvæmt núver- andi samkomulagi fær Hafnar- fjörður fast framlag upp á 250.000 dollara á ári auk 18% af öðrum skatttekjum ríkisins. A síðasta ári komu þannig tæplega 50 milljónir kr. í hlut Hafnarfjarðar. "Samninganefndimar komust að ákveðinni niðurstöðu í þessu máli en hún er með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og ríkisstjórnar," segir Tryggvi. "Eg tel að niðurstaðan sem náðist sé ásættanleg fyrir Hafnar- fjörð. ISAL hefur fengið mikinn af- slátt af greiðslum í gegnum tíðina en svo mun ekki verða í framtíðinni." Stækkun álversins verður fram- kvæmd í áföngum en reiknað er með að framleiðslugetan aukist um 60% í 1. áfanga en verði komin í nær 200.000 tonn í lokin eða nálægt tvö- földun á núverandi framleiðslu. Tryggvi vildi ekki gefa upp neinar tölulegar upplýsingar um samkomu- lagið fyrr en búið væri að kynna það í bæjarráði en samkvæmt áætlunum um stækkun álversins er ljóst að um töluverðar tekjur getu verið að ræða fyrir Hafnarfjörð. Kjúklingabúið fær vilyrði fyrir 400 ha. Iðð Eins og við greindum frá í síð- asta Fjarðarpósti hefur borist til bæjaryfirvalda ósk frá Gallía- Icebird um 24 ferkílómetra lóð undir risakjúklingabú. Á síðasta fundi bæjarráðs var aftur fjallað um máiið og í framhaldi af því ákveðið að taka frá fyrir Gallía- Icebird 400 ha. lóð ofan skipu- lags svæðis við Reykjanesbraut að uppfylltum öllunt skilyrðum laga og reglugerða. Á bæjarráðsfundinunt kom frarn að eftir könnun á möguleikum í landi Hafnarfjarðar til að staðsetja verkefnið er ljóst að þeir eru ekki fyrir hendi enda eru 24 ferkíló- metrar engin smáspilda. Hvað varðar svæðið sem vilyrði var gefið fyrir er áskilið að um- hveifis- og skipulagsnefnd sam- þykki erindið og að samkomulag náist um gjaldtöku vegna verkefn- isins en umrætt svæði er að veru- legum hlut í eigu einkaaðila. Hin árlega kraftakeppni Vitans var haldin á dögunum en keppnin í ár var mjög jöfn og spennandi. Magnús Ver en úrslitakvöldið sjálft var s.l. mánudag. Á myndinni má var til staðar og leiðbeindi keppendumv _ . sjá tvær stúlkur í kunnuglegri stellingu á kraftakeppnum -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Líf og lög Ómars Smára -sjá bls. 6 Magnús Jón f viðtali -sjá bls. 10 VETRARDAGAR í MIÐBÆ VETRARTISKAN KYNNT FOSTUDAG Fimleikafélagið BJÖRK sýnir laugardag MIÐBÆR - HAFNARFIRÐI - VERSLUNARMIÐSTÖÐIN ÞÍN

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.