Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fímmtudegi 2. nóv. - mið- vikudags 8. nóv. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Eitthvað sem tengist vatni; sigling, sund eða sjávardýr gætu gefið auknar tekjur. Hafirðu fengið einhverja hugdettu sem tengist þessu, þá hikaðu ekki við að koma því á framfæri. Eignir þínar eru verðmeiri en þú heldur. Góða skapið þitt er smit- andi. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Þú munt hafa lag á að selja öðrum nær því hvað sem er þessa vikuna. Vegna þess hve sjálfsálitið er á háum skala og trúin á sjálfan þig er sterk, getur þú gert nær hvað sem er. Það geislar af þér kraftur og jákvæðni. Haltu nú í þetta "baráttu" ástand sem lengst. Hrúturinn (21. mars - 19. apr.) Heilmikið leynimakk er í kringum þig. Þú finnur fyrir því en veist ekki alveg hvemig hægt er að komast til botns í vit- leysunni. Gefðu þér góðan tíma til að hlusta á þá sem við þig tala, geymdu með þér það sem ekki passar inní sögumar og pússlaðu því síðan saman. Nautið (20. apr. - 20. maí) Innsæið þitt getur verið svo næmt stund- um að þú slærð út alla spádóma. Það er bara verst hvað þú trúir lítið á þínar innri tilfinningar og skilaboð sem þú færð. Taktu vel eftir þriðjudeginum 7. nóv. Sá dagur ætti að verða þér sérstakur. Þá er tungl í þínu merki. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Nóvember mánuður lofar góðu fyrir fólk í þessu merki. Það virðast ný markmið á stefnuskrá þinni og ekki nóg með að þú farir á fullt t að gera upp hluti sem dreg- ist hefur að klára, þú gerir mikið meira en það sem til er ætlast af þér. Vertu áfram þinn eigin "herra". Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Peningar og vinna, vinna og peningar þetta er mottó vikunnar. Nýjar hugmynd- ir gera kröfur um fjárútlát og þar vantar grænt ljós. Stundum er eins og Krabbinn sé gjörsneiddur því sem heitir siðferðis- legt mat, þegar stórkostlegar hugmyndir ná tökum á honum. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Þú hefur það rétt getið, að hagsýnisfólk er ekki alveg sammála hugarburði þínum. Þú ert þó fastheldinn á allt sem er þitt og þínar hugmyndir og það breytir þér eng- inn svo glatt. Þér er alveg óhætt að slep- pa fram af þér beislinu og láta ýmislegt vaða. Hver er verri þótt 'ann vökni? Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Rétt skal vera rétt er ríkjandi hjá einstak- lingum í þessu merki og ef einhver held- ur fram einhverju öðru er réttlætiskennd Meyjunnar ögrað og verður sá hinn sami ekki í náðinni lengur. Nýjar hugmyndir og breytingar heilla þig ekki um þessar mundir. Vaninn er vænn. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Einhver í fískamerkinu gefur þér góðar hugmyndir um hvernig best sé að veita og þiggja þjónustu. Breytingar eru óhjá- kvæmilegar, þær kalla á skjóta og nýja skipulagningu og nauðsynlegt er að hafa öryggið í fyrirrúmi. Mundu eftir gull- regninu.... Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Það er alfarið í þínum verkahring að koma á sáttum og gera allt gott á ný. Þú átt nokkra sök á deilum sem eru í gangi vegna þess hversu skapbráð(ur) þú ert. Þú segir stundum orð sem særa og þér fínnst að allir eigi rétt á því að blása út, svo er það bara búið mál. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Heilsa og heilnæmt líferni á hug bog- manns um þessar mundir. Þér tekst líka sérstaklega vel að snúa þessu óhófsfólki inn á betri veg og hefur einstakt lag á að sameina fólk á gleðistundum í að huga að alvöru lífsins og hvemig hægt sé að gera gott ennþá betra. Boðberi ljóssins. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Spurðu Hrútinn um það sem þig vantar að vita. Hann veit svarið en það er ekki þar með sagt að þú verðir ánægð(ur) með það svar. Því getur þú ekki breytt og þarft að sætta þig við orðinn hlut. Óvissan er slæm en ósættanleg tíðindi eru ennþá verri. Gerðu gott úr þessu. Brostu f minn- ingunni Kraftakeppni Vitans '95 Undanfarnar tvær vikur hefur verið haldin kraftakeppni í félagsmiðstöðinni Vitanum. Ótrúleg átök og góð stemming einkenndi þessa keppni sem endaði með því að Magnús Ver, sterkasti maður í heimi, afhenti sigurvegurum mótsins glæsileg verðlaun auk þess að sýna hin- ar ótrúlegustu aflraunir. Um 30 unglingar tóku þátt í undankeppni og komust 6 strákar og 5 stelpur í úrslit. Greinamar sem keppt var í reyndu ekki eingöngu á krafta keppenda heldur þurftu keppendur einnig að sýna þrautseigju og góða tækni. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið vinsæl meðal unglinganna og var þétt setinn bekkurinn öll keppniskvöldin þrjú. Eftir harða og spennandi keppni stóð Guðrún Jóna Jónsdóttir uppi sem sigurvegari í kvennaflokki og Svavar Sigursteinsson sem sigurvegari í karla- flokki. Hlutu þau glæsileg verðlaun frá ýmsum hafnfirskum fyrirtækjum auk nafnbótarinnar "kraftajötnar" Vitans 1995. 1. sæti ka.fl. Svavar Sigursteinsson 2. " " Gunnar Páll Pálsson 3. " " Róbert Fr. Jóhannsson 1. sæti kv.fl. Guðrún Jóna Jónsdóttir 2. " " Hafdís Hinriksdóttir 3. " " Dagbjört Helgadóttir A myndinni eru verðlaunahafar ásamt Magnúsi Ver. Æringi - meinlegur og miskunn- arlaus - skrifar: Hringferð Hafnarfjörður! Góður maður skrifar um íþróttir og heilsu í Fjarðarpóstinn en vegna þess hversu Æringi lítur öll mál ótuktarlegum hæðniaugum þá verður að segjast eins og er að heldur þykir mér Bjössi skjóta sig í fótinn í síðasta blaði. Undir þessum virðulega titli skrifar hann um þá heilsusamlegu tómstundaiðju manna að kútveltast með alvæpni um heiðar, lautir, hóla og dali. En gjörðir þeirra eru ekki jafn heilsu- samlegar fyrir alla hlutaðeigandi: Yfðan skytturnar skrönglast um móann í skotgleði heilsubótar. En rjúpurnar verða eftir veiðikjóann værar en heilsuljótar. Nú eru uppi hugmyndir um sameiginlegt leiðakerfi fyrir almenningsvagna á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta er sagt geta skilað þjóð- arbúinu milli 700 og 800 milljónum. En hversu fómfúsir verða farþegamir ef þessi staða kemur upp: Lengist leiðasvörður þá langleit gerast fésin. Ef hringferð Hafnarfjörður hefst á Kjalarnesi! Fræðslufundur um ofbeldi haldinn í Vfðistaðaskóla Foreldrafélag Víðistaða- skóla og Engidalsskóla efna til fræðslufundar um ofbeldi þann 7. nóvember n.k. kl. 20:00 í íþróttasal Víðistaða- skóla. Framsöguerindi flytur Guð- jón Olafsson, sérkennslufulltrúi, en hann starfar á fræðsiuskrif- stofu Reykjanesumdæmis. Auk hans kynnir Einar I Magnússon, sálfræðingur, á félagsmálastofn- un Hafnarfjarðar í stuttu máli það starf sem þar ýer fram. Fundarstjóri verður Ami Guð- mundsson æskulýðs- og tóm- stundafulltrúi bæjarins. Að loknum framsöguerindum verð- ur efnt til umræðna um málefn- ið. "Ofbeldi er alvarlegt" í hvaða mynd sem það birtist. Böm á öllum skólastigum geta orðið þolendur og gerendur. A þessum fundi foreldrafélaganna verður fjallað um mögulegar orsakir ofbeldis og hvemig það brýst fram og leitað eftir leiðum til að vinna á því. Foreldrar og aðrir sem vilja leggja þessu máli lið em hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum. Fundurinn er styrktur af Sparisjóði Hafnarfjarðar, Versl- uninni Miðvangi og Sjóvá-AI- mennum og vilja foreldrafélög- in þakka þessum fyrirtækjum fyrir veitta aðstoð. Lóð vantar í Hafnarfirði og það engan smá- ræðisblett; 24 ferkílómetra, takk fyrir! Og til hvers? Rækta kjúklinga, vesgú! Hvað um ál- ver? Sláum tvær flugur í einu höggi: Eg vil ógnar flugu slá í eina sæng með járnaprjáli. Svo klekist út af kærri þrá kjúklingar úr hreinu áli. En einn gæti orðið hængur á ef þetta yrði raunin því ætlunin er að selja dritið úr fiður- fénaðinum: En galli er á gjöfum Njarðar og gaman víst að kárni. Hætt er við að verði harðar hægðirnar úr járni! GAFLARjyiKUNNAR Laddi í uppáhaldi Fæðingardagur? 13. 04. 1949 Fjölskylduhagir? þrjár dætur Bifreið? Fiat Uno Starf? Jámsmiður Fyrri störf? Hönnun og smíðar Helsti veikleiki? Of greiðvikin Helsti kostur? Vandvirkur Eftirlætismatur? Hamborgara- hryggur á Jólum Versti matur? Skata og hákarl Eftirlætistónlist? Öll falleg tónlist Eftirlætisíþróttamaður? Jón Páll heitinn A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Engum Eftirlætissjónvarpsefni? Fræðslu- efni ýmiskonar Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Væmnir framhaldsþættir Besta bók sem þú hefur lesið? Sjálfsæfisaga Joga Hvaða bók ertu að lesa núna? Bók um björgun mannkynsins Uppáhalds leikari? Laddi Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Jurasic Park Hvað gerir þú í frístundum? Efni loforð Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Heiðmörk Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika, rökhugsun Hvað metur þú síst í fari annarra? Sýndarmennsku Hvern vildir þú helst hitta? Sai Baba Hvað vildir þú helst í afmælisgjöf? Ekkert sérstakt Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Fá mér betri bíl Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Efla bæjar- lífið. Leita að stað fyrir fjölskyldugarð Hafnfirð- inga Ef þú værir ekki manneskja, hvað værir þú þá? A lífi utan þessa heims Uppáhalds Hafnar- fjarðarbrandarinn þinn? Þeir eru margir góðir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.