Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Stjórn og formenn Nemendafélags Flensborgarskóla 1975-76: í fremstu röð eru Sólveig Axelsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Ómar Smári Ármansson, Hulda Hauksdóttir og Ingvar Viktorsson. í miðröð eru Sigurður Aðalsteinsson, Jón Sigurðsson, Ólafur Björnsson, Ivar Pétursson, Jón Auðunn Jónsson, Guðmundur Rúnar Árna- son og Lúðvík Geirsson. í öftustu röð eru Árni Albertsson, Jón B. Guðmundsson og Þráinn Hauksson. Okkur var haldið að vinnu hálfan dag- inn og við tókum þátt í skipulögðum leikjum, sundlaugagerð, heyskap, kofabyggingum eða göngutúrum þess fyrir utan. Fyrir vinnuframlagið, sem gat verið margvíslegt, allt frá því að rífa gömlu gróðurhúsin eftir að þau hættu að þjóna tilgangi sínum til þess , að snyrta umhverfið og gróðursetja, fengum við greitt miðað við afköst. Krökkunum var skipt í hópa og var einn af okkur verkstjóri yfir hverjum hóp. Hann skráði jafnframt hjá sér af- köstin, hvemig hver og einn hélt sig að vinnu, áhuga hans á starfinu o.s.frv. Þetta var þroskandi tími og þeir aðilar, sem að vinnuskólanum stóðu eiga mikið hrós skilið fyrir þetta framlag. Það mætti vel huga að því að taka upp hliðstætt verklag aftur í einni eða annarri mynd." Kastað úr tíma "Mér er sagt að ég haft verið tiltölu- lega stilltur nemandi framan af hjá frú Sigurlaugu, kennara í Öldutúnsskóla, en í 11 ára bekk kastaði fyrst tólfunum. Þá leið varla sá dagur að mér var ekki kastað út úr tíma. Ekki var viðjœnnar- ann að sakast í þeim efnum. Ástæðan var aðallega sú að ég og hann áttum einfaldlega ekki skap saman," segir Ómar. "Eg held að Hauki skólastjóra hafi alls ekki litist á blikuna á tímabili og talið einsýnt að ekki yrði um frekara nám hjá mér að ræða, enda víst ekki af merkilegri fjölskyldu kominn. Ég segi þetta einungis með hliðsjón af því að mig minnir að þá hafi verið rað- að í bekki eftir annarri forskrift en nú gerist. Haukur fylgdist hins vegar vel með öllum nemendum sínum og var ekki á því að gefast svo auðveldlega upp. Næsta vetur lét hann bekkinn í hendur ungri kennslukonu, sem þá var að byrja störf, Sigrúnu Gísladóttur, nú- verandi skólastjóra Flataskóla og bæj- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Hún sagði mér síðar að láðst hefði að gera henni grein fyrir því í upphaft hvers konar bekk hún var eig- inlega að fá í hendumar. Ef það hefði verið gert, hefði hún sennilega ekki tekið verkið að sér. Hvað um það. Um áramótin hafði henni tekist að gjör- breyta bekknum til hins betra. Þegar við útskrifuðumst úr tólf ára þekk var ég t.d. með ágætiseinkunn. Ég tel að áhugi og elja Sigrúnar hafi haft mikil áhrif á hversu vel rættist úr sumum þessarra annars böldnu nemenda. Á yngri árum óskaði ég mér hvorki mikilla auðæva né ríkidæmis, einungis þess eins að fá að halda góðri heilsu og fá tækifæri til að lifa tiltölulega ham- ingjusömu lífi. Ég tel að sú ósk mín hafi ræst, en hana ber að skoða í því ljósi að ungur drengur í minni stöðu gat þá varla gert sér vonir um mikla möguleika í líftnu. Ég tel þó að hver sá sem trúir á mátt sinn og megin, fær tækifæri til að þroska hæfileika sína í réttu umhverfi og nýtur velvilja og sanngimis geti verið flestir vegir færir. Það er á ábyrgð þeirra eldri að sjá til þess að unga fólkið fái þetta tækifæri. Annars er hætta á að illa kunni að fara eins og of mörg dæmi því miður sanna." Lífsreynsla Ómar segir að það séu fá störfm þar sem hægt er að fræðast meira um lífið en í lögreglunni. Lögreglumenn kynn- ast öllu því versta, sem getur gerst hjá samborgurum þeirra, en þeir eiga þess einnig kost á að taka þátt í gleði þeirra þegar svo ber undir. Þeir geta á einum tíma orðið þátttakendur í eymd fólks og á öðrum þurft að greiða fyrir um- ferð fyrirmanna. Lögreglumenn verða jöfnum höndum að geta verið fastir fyrir og ákveðnir, en jafnframt eftir- gefanlegir og liprir sáttasemjarar í erf- iðum málum. Þeir þurfa að geta tekið jafnt við viðurkenningu og gagnrýni af sömu hófværðinni og það jafnvel þó gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast. Urlausnarefnin eru mörg og flókin. Þau geta snert ólíkt fólk í misjöfnu ásigkomulagi við mjög fjölbreytilegar aðstæður. Þess vegna er þetta ekki alltaf þakklátt starf, en það er í senn bæði krefjandi og gefandi. Lögreglu- menn verða með tímanum ákaflega skilningsríkir og eiga oft auðvelt að setja hlutina í rétt samhengi. Þessi reynsla þeirra er ekki alltaf metin að verðleikum. Félagsmálastofnun "Samskipti fulltrúa félagsmálaráðs hafa verið með ágætum. Öll erum við að vinna á málefnum, sem að öllu jöfnu eru hafin yfir stjómmálalegan ágreining," segir Ómar. "Auk þess að gæta hagsmuna bæjarins er starf okkar ekki síður fólgið í að gæta hagsmuna skjólstæðinganna, sem margir hverjir eiga við mikla erfiðleika að stríða. Mörg erfið og flókin mál koma til úr- lausnar hjá ráðinu, en hitinn og þung- inn mæðir fyrst og fremst á starfsfólki Félagsmálastofnunar. Álag á starfs- fólkið hefur aukist jafnt og þétt undan- farin ár og það hefur sjaldan verið meira en einmitt síðustu vikumar. Það sem af er árinu hefur framfærslan ver- ið innan fjárhagsáætlunar, ólíkt því sem gerst hefur t.d. hjá Reykjavíkur- borg, en félagsmálastofnunin þar hefur þegar óskað eftir á annað hundrað milljóna króna aukafjárveitingu til þeirra mála miðað við upphaflega áætlun. Sýnt er að þrír síðustu mánuð- ir ársins geta orðið okkar fólki mjög erfíðir og því ekki ólíklegt að skoða þurfi þessa hluti nánar. Fulltrúar fé- lagsmálaráðs eða starfsfólk Félags- málastofnunar ræður þó ekki eitt ferð- inni í þessum efnum heldur miklu fremur kröfur, réttur og þörf skjól- stæðinga stofnunarinnar á hverjum tíma. Á þessu tímabili eiga auk mín þau Hjördís Guðbjartsdóttir (S), Þórdís Mosesdóttir (A), Sigurður Þorleifsson (D) og Guðmundur Rúnar Ámason (G), sæti sem aðalmenn í félagsmála- ráði." Ómar segir að nú sé kominn tími til að endurskoða starfsfyrirkomulag og aðstöðu Félagsmálastofunar Hafnar- fjarðar. I dag leigir stofnuninn óhent- uga efri hæð af Sparisjóðnum við Strandgötu. Ástæða er til að skoða hvort starfseminni er betur komið fyr- ir annars staðar og við aðrar aðstæður. Þá þarf að endurskoða skipuiag stofn- unarinnar með tilliti til hugmynda að væntanlegum stjórnsýslubreytingum og hugsanlegum breytingum sem verða við það er Hafnaifjörður verður reynslusveitarfélag. Huga þarf að því hvort hægt er að tengja betur saman aðra þætti félagslega íbúðarkerfisins og huga að auknu samstarfi og sam- ræmingu við nágrannasveitarfélögin, bæði hvað varðar fjölskyldumál, at- vinnumál, framfærslumál og aðra fé- lagstengda þætti. Framhaldið hlítur síðan að markast af niðurstöðunni, áhuga og óskum starfsmanna Félags- málastofnunar, pólítískum vilja og því fjármagni, sem til ráðstöfunar verður til þeirra hluta á næstu árum." Samstarfið í bæjarstjórn "Samstarf bæjarfulltrúa Alþýðu- flokks við sjálfstæðismennina Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þor- valdsson og varamenn þeirra var að margra dómi ekki álitlegasti kosturinn í þeirri stöðu, sem kom upp í stjóm- málunum hér í Hafnarfirði þegar odd- vitar fyrri meirihluti þoldi ekki lengur álagið og gáfust upp á að stjóma bæj- armálunum," segir Ómar um bæjar- málapólitíkina. "Mörgum fannst í upp- haft að slfkt samstarf gæti verið vafa undirorpið, en eftir því sem tímar líða hef ég sannfærst enn betur um að þetta var besti kosturinn. Bæði Jóhann og Ellert hafa unnið af heilindum í þessu samstarfi, þeir eru áhugasamir, hafa skilning á nauðsyn þess að finna lausnir á vanda bæjarsjóðs og á öðrum þeim málum sem fyrir liggja. Þeir og varamenn þeirra em vinnusamir og hafa þá skynsemi til að bera, sem suma flokksfélaga þeirra virðist því miður skorta. Reynt hefur verið að ata þá fé- laga auri í fjölmiðlum og manna á millum, en flest af því er sett fram í öðrum tilgangi en gefa rétta mynd af þeim, þeirra gerðum eða gangi mála hverju sinni. Því miður hef ég heyrt fólk segja skoðun sína á einstaklingum án þess að þekkja nokkuð til þeirra. Þegar af- staða er byggð á svo hæpnum forsend- um má leiða að því líkur hversu slík umræða getur í rauninni verið ómark- tæk. Um málefnin gildir öðm máli. Mörgum gæti fundist þessi afstaða sér- kennileg hjá manni, sem tekur þátt í stjómmálastarfi hér í Hafnarfirði eins og þróunin hefur verið, en þetta er mín afstaða og henni fær enginn breytt - ekki einu sinni andstæðingamir þó þeir hafi vissulega gefið tilefni til þess." Stjórnmálin almennt "Ég hef engin afskipti haft af landsmálastjómmálunum. Mitt starf í þeim efnum hefur eingöngu verið heigað málefnum bæjarfélagsins. Því miður hefur umræða um stjómmál hér í Hafnarfirði á undaförnum miss- erum verið neikvæð um of. Meginá- stæðan er kannski sú að það er eðli stjórnmála að velta upp ólíkum skoð- unum, kalla fram ólík viðhorf, láta að sér kveða og reyna að sannfæra al- menning um hið "sanna" í hverju máli. Þar sem a.m.k. tvær hliðar eru á hverju máli kallar slíkt jafnan á ágreining og orðahnippingar sam- hliða ítarlegri fjölmiðlaumfjöllun. Þá nota stjórnmálamenn og ólík meðul. Sem betur fer eru margir þeirra vand- ir að virðingu sinni, eru sanngjarnir, tala fyrir málefnum og reyna að láta gott af sér leiða. Aðrir eru því miður um of uppteknir af persónulegu skít- kasti og reyna ýmis bolabrögð í við- leytni sinni til að sannfæra fólk um ágæti síns máls. Hafa ber í huga að það er engin mælikvarði á ágæti eða rættmæti fullyrðinga hversu mikið eða hversu oft þeim er komið á fram- færi í fjölmiðlum. Þær geta verið jafn ósannar eftir sem áður. Ef menn hefðu haft áhuga á og skynsemi til að skoða mörg málanna betur áður en þeim var kastað í fjölmiðla hefði sjaldnast verið nokkuð tilefni til há- vaða eða láta, enda hefur komið í ljós að flest stóru orðin áttu ekki við rök að styðjast þegar betur var að gáð. Hver var þá tilgangurinn? Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði byggir enn að meginefni til á grunni hins gamla, þ.e. nálægðinni við fólk- ið. Þess vegna er hann ennþá stærsti stjórnmálaflokkurinn í bænum, en því verður ekki neitað að hann átti erfitt uppdráttar fyrir síðustu sveitastjórn- arkosningar. Höfuðandstæðingur hans var ekki einungis fulltrúar and- stæðra flokka heldur og vel smurðar áróðursvélar þeirra. Fjölmargir bæjar- búar létu þó ekki blekkjast og aðrir hefðu betur reynt að sjá í gegnum vef- inn. Þá hefði heilt ár varla farið fyrir jafn lítið og raunin varð á. Fólk á einungis að telja sig bundið af sannfæringu sinni í sérhverju máli. Fólk á að vera frjálst að hafa skoðan- ir og því á að vera leyfilegt að skipta um skoðun ef því bíður svo við að horfa. Ég virði fólk getur lagt sjálf- stætt mat á hlutina, án fordóma eða hræðslu við álit annarra. Þetta er yfir- leitt fólkið sem lætur ekki umfjöllun í einstökum fjölmiðlum rugla sig í rím- inu, enda hún ekki alltaf sett fram í sem heiðarlegustum tilgangi. Sá sem kann að tjá sig um málefni líðandi stundar á kurteisan og sanngjarnan hátt er jafnan maður að meiri í mínum augum," segir Ómar. "Bæjarbúar eiga að geta haft að- gang að bæjarfulltrúum sínum og geta tjáð þeim aðstöðu sína óháð kosn- ingatímamótum. Þeir hinir sömu verða sfðan að hafa skynsemi til að leggja hlutlægt mat á einstök mál, jafnvel óháð vilja og ákvörðunum einstakra stjórnmálaflokka. Einungis með áhuga og vitund íbúanna er hægt að skapa þeim það samfélag sem þeir sjálfir vilja. Og bæjarfulltrúar mega ekki gleyma því að þeir eru ekki síst valdir til að svo megi verða". Ómar ásamt Póli Þorleifssyni húsverði Knútsson. Flensborg. Með þeim á myndinni eru Sigurður Karlsson og Hilmar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.