Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Eyddum nóttinni við leit að einhverri rjúpnaskyttu -rætt við Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúa Magnús Jón Árnason í bæjarstjórastólnum en því embætti gengdi hann um eins árs skeiö. Það urðu miklar sviptingar í lífí Magnúsar Jóns Árnasonar síðustu misserin. Hann vann kosningasig- ur, var ráðinn bæjarstjóri, meiri- hlutinn sprakk í höndunum á hon- um og nú er hann aftur orðinn kennari og einn liclsti talsmaður minnihluta í bæjarstjórn. Og allt þetta á 14 mánuðum. Við hittum Magnús á kaffihúsi Súfistans þar sem Birgir Finnbogason bar okkur eðalkaffi og með því. „Eg hef alltaf verið frekar feim- inn,“ sagði Magnús þegar við spurð- um af hverju hann hefði alltaf verið áberandi og uppivöðslusamur í sín- um kunningjahóp. „Það þýðir kanns- ki að maður verður að ganga skrefinu lengra. Svo var ég dálítið í vöm því ég er t.d. frá fráskildu heimili og það var ekki ýkja algengt þá, og þó að við liðum aldrei skort vissi ég auðvitað að mamma þurfti að vinna hörðum höndum við að framfleyta okkur. Síðan hafði það auðvitað áhrif að ég fluttist í bæinn 15 ára gamall og kom þá inn í mjög samstíga og sam- hentan hóp og auðvitað þurfti maður að gera sig gildandi með því að vera kannski meiri „gæi“ eins og sagt var þá, en hinir. Magnús er sonur þeirra Áma Magnússonar, sem var Akureyringur, og Ingu Halldóru Jónsdóttur, eða Ingu Dóru eins og Hafnfirðingar þekkja hana, en hún er innfæddur gaflari. Þau Inga og Ámi bjuggu fyrir norðan, en Magnús Jón var hjá afa sínum, Jóni Andréssyni, á hverju sumri þannig að hann var alltaf dálít- ill Hafnfirðingur í sér. Þau skildu síð- an 1962, og þá fluttist Inga Dóra hingað suður með Magnús, Rebekku, Kolbein og Ragnar. Magnús er giftur Jóhönnu Axels- dóttur og á tvo uppeldissyni og á svo sjálfur eina dóttur. Á leið á völlinn Við þurftum að láta viðtalið ganga snöfurmannlega því Magnús var á leiðinni á völlinn þar sem FH og Haukar áttu að spila, en þeir bræður Magnús og Kolli létu það vera sín fyrstu verk er fjölskyldan flutti hing- að suður, að ganga í Hauka og skát- ana. Það var auðskiljanlegt með Haukana, því það var einungis af hagkvæmnis-og spamaðarástæðum því Haukar notuðu sömu búninga og Þór en ég er orðinn harður stuðnings- maður Hauka.“ Um þessar mundir er skátastarf í Hafnarfirði 70 ára og í því tilefni er kannski rétt að rifja upp að Magnús Jón var mjög virkur í skátastarfi á því tímabili sem margir álíta gullaldara- skeið skátanna í bænum. En á sama tíma var hann róttækur, safnaði hári og stundaði skemmtanalífið. Eru skátar ekkert heilagri en aðrir ung- lingar og þótti þetta ekkert púkalegt? „Það er rétt að ég staifaði með geysisterkum kjama þar sem vom t.d. Óli Emils, Svenni Maggn, Krist- inn Alberts, Ási Fúsa, Elli Sveins, Gústi Knúts og ótal fleiri og með okkur starfaði Rúnar Bryn sem stofn- aði þessa dróttskátasveit. Nei, við vorum sko alls ekki heilagri en aðrir og varðandi hvort þetta var púkó eða ekki, þá hefur sjálfsagt einhverjum fundist þetta eitthvað ömurlegt en við gættum vel að því að blanda aldrei skátalífinu við skemmtanir eða ann- að. Vissulega dmkkum við brennivín og allt það - en aldrei í tengslum við skátastarfið. Og mér er t.d. sérstaklega minnis- stætt þegar við þessi hópur sem ég taldi upp, vorum komnir í Hjálpar- sveitina, að eitt laugardagskvöld vor- um við í Glaumbæ og nýbúnir að panta nokkrar fíöskur af Liebfraumilch á borðið þegar þjón- inn kom til okkar og sagði að eftir okkur væri spurt í símanum. Erindið var útkall. Nú við litum hver á annann, stóð- um upp og vínið var allt gefið á næsta borð. Þetta fannst okkur bara sjálfsagt og svo eyddum við nóttinni í að leita að einhverri andskotans rjúpnaskyttu. En þessi tími er í mínum augum alveg feykna skemmtilegur tími og mjög þroskandi fyrir okkur öll. Við stóðum í svo miklu. Við gáfum út blöð, við hjálpuðum til með starf yngri skáta, það var skipulagsvinna, við unnum við viðhald skátaheimilis- ins og auk þess var mikið fundarstúss þannig að ég held að við höfum öll sem vorum svona virk á þessum árum, lært mjög mikið.“ En á tímabili varstu kallaður Maggi bítill og þóttir verulega hærð- ur - sennilega einn fyrstur hafn- ftrskra ungmenna. Þetta snerist allt um veðmál? „Jú, málið var að Páll heitinn Kr. tónlistarkennari, hafði farið á Edin- borgarhátíðina og þegar hann kom til baka og var að segja okkur krökkun- um í Flensborg frá ferðinni, sagði hann m.a. frá þessum síðhærðu bítl- um frá Liverpool - og það varð úr að við veðjuðum m.a. ég og Bjami heit- inn Jóh. og Helgi Þórðar, um það hver þyrði að safna hári í eitt ár. Það veðmál vann ég. Og þetta þýddi m.a. að ég missti af minni eigin útskrift sem gagnfræð- ingur frá Flensborg, því Ólafur Þ. Kristjánsson, boðaði mig á sinn fund og sagði að ég þyrfti að láta klippa mig til að koma á útskriftina." Kennaranám Eftir gagnfræðapróf vann Magnús við almenna verkamannavinnu en hóf síðan nám við Kennaraskóla Is- lands - af því að hann vissi ekki al- veg hvað hann vildi síðan gera.? „Eg sótti nú upphaflega um í Iðn- skólann en Sigurgeir skólastjóri sagði mér þá að ég þyrfti að taka sér- stakt námskeið í íslensku og ég móðgaðist svo mikið að ég fór beint og sótti um í KI og fékk inngöngu með það sama. Eg ætlaði aldrei að verða kennari en ég hef ílenst í þessu starfu þrátt fyrir afspymu léleg kjör kennara. Þetta hefur reynst mér mjög gefandi starf sem tekur víða á mann- legum samskiptum, en þess má þó geta að ég kenni aðallega íslensku." En þó svo að Norðurbæjarbömin þekki Magnús best af kennslu þá hef- ur pólitískt starf borið hróður hans hæst síðusu ár. Hvemig hófust þau afskipti? „Það var nú snemma. Jón heitinn Vilhjálmsson, sem var skólabróðir minn í Flensborg, dró mig með sér í Félag ungra jafnaðarmanna, en þar var hann formaður og ég varð snem- ma gerður að varaformanni þar. Þar starfaði ég í nokkur ár en síðan í kringum þetta fræga 1968 ártal gerð- ist ég aðeins róttækari og hafði þá sagt skilið við kratana. Vissulega skipaði Vietnam stríðið og stúdenta- uppreisnimar þar sess - en þó ég hafi stundum verið kallaður kommúnisti, þá var ég það aldrei." Nú, en hvað er þá kommúnisti og hver var munurinn á þér og þeim? „Kommúnisti er sá sem trúir á al- gjöra sameignarstefnu, en ég hef alltaf trúað á að við eigum að ákveða lýðræðislega hvað samfélagið eigi að annast og láta síðan markaðinn um restina. Það sem hefur verið raunin hér á landi er þessi pilsfaldakapital- ismi eða það sem Vilhjálmur land- læknir kallaði sósíalisma andskotans - þar sem alltaf er verið að rétta einkafyrirtækjum skattpeninga og fyrirgreiðslu. Þannig er gróðinn einkanýttur en tapið dæmist á samfé- lagið. Nú það æxlaðist þannig að á með- an Ægir Sigurgeirsson var bæjarfull- trúi okkar Alþýðubandalagsmanna var ég dreginn inn í starfið og tók þá sæti í æskulýðsráði m.a. með Guð- mundi Áma Stefánssyni og Ellert Borgari Þorvaldssyni og fleirum. Þannig hófust nú mín pólitísku af- skipti." Samstarf Kratar hafa nokkuð legið þér á hálsi fyrir að hafa ekki gengið til samstarfs við þá eftir síðustu kosn- ingar en þá er sagt að þú hafir gert bæjarstjórastólinn að skilyrði og það hafi kratar ekki getað sætt sig við? „Við skulum hafa það alveg á hreinu að Alþýðuflokkurinn tapaði síðustu kosningum en Alþýðu- bandalagið bætti við sig og mitt hlutverk er engann veginn að hlúa að sjálfsímynd kratanna - mitt hlut- verk er að leiða Alþýðubandalagið í Hafnarfirði. Við vissum að það yrðu erfið ár framundan og við töldum að ef við ætluðum að ná árangri í þeim mál- um sem við blöstu, yrðum við að eiga bæjarstjórann." Ertu með öðrum orðum að segja að það hafi verið þrampað yfir Al- þýðubandalagið í samstarfinu 1986 - 1990? „Nei, í mörgum málum varð glæsilegur árangur og ég held að við höfum öll starfað af heilindum í þeim meirihluta. En þá var starfandi mjög vinsæll og áberandi bæjar- stjóri og kannski þess vegna þakk- aði Alþýðuflokkurinn sér allt það sem áunnist hafði og vann nokkurn kosningasigur í kjölfar þess.“ En ykkar samstarf, hvernig var það? „Mér gékk mjög vel að vinna með Guðmundi Áma, hann hefur þann eiginleika að grípa hugmyndir á lofti og framkvæma mjög hratt á meðan ég kannski reyndi að stíga á bremsuna. En við gátum talað alveg hreint út um alla hluti og okkur gekk vel að vinna saman.“ Palladómar I lokin Magnús, palladómar um nýverandi og fyrrverandi samstarfs- aðila. T.d. Guðmund Árna, fyrstan? „Eins og ég hef sagt, þá hef ég starfað með Guðmundi Áma Stef- ánssyni í meirihluta og það gekk vel. Eg hef setið í minnihluta á með- an hann réð meirihlutanum og þá sýndi hann stundum óbilgirni. Áð öðru leyti vil ég ekki fjalla um hann enda tekur hann ekki þátt í bæj- arpólitík í dag.“ Magnús Gunnarsson, náinn sam- starfsmaður þinn síðustu mánuði? „Magnús Gunnarsson var rétt- kjörinn forystumaður Sjálfstæðis- flokksins í prófkjöri. Hann hefur ætíð í okkar samstarfi sýnt heilindi. Það er kannski hans mesta ólán inn- an flokks, að hafa sigrað í þessu prófkjöri." Jóhann Gunnar Bergþórsson, en þið eldið gjarna grátt silfur á bæjar- stjómarfundum? “Jóhann hefur ódrepandi dugnað og elju en hættir til að dæma alla þá sem ekki eru alveg sammála honum, sem andstæðinga Hann á eftir að læra að sveitarfélag er ekki það sama og fyrirtæki og að Hafnar- fjörður er ekki nýtt hlutafélag „Hag- fjörður". En það kemur. Það má líka benda á að Jóhann þoldi aldrei að verða í öðru sæti í prófkjörinu og að þessi meirihluti sem nú situr, er sá sem hann ætlaði alltaf að mynda." Ellert Borgar Þorvaldsson? „Ellert var forseti bæjarstjómar á meðan ég var bæjarstjóri og reynd- ist mjög góður í því hlutverki. Hann er ljómandi góður söngvari og góð- ur hagyrðingur en ég hef ekki orðið var við að hann beitti sér í hinum stærri málum. Salb. Bílaviðgerðir Hemlaviðgerðir - hemlaþjónusta Elli- og örorkulífeyrisþegar og skólafólk fá 10% afslátt. Bíla- og vagnaþjónustan Drangahrauni 7 s. 565-3867

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.