Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Fræðslukvöld vímuvarnarnefndar Vímuefni og ofbeldi Að tilstuðlan vímuvarnarnefnd- ar Hafnarfjarðar hafa bæjaryfir- völd í samvinnu við foreldrafélög og skólayfirvöld ákveðið að efna til fræðslukvölda í grunnskólunum í vetur. Kvöldin bera yfirskriftina "Vímuefni og ofbeldi - nei takk" en á þeim er fjallað um vímuefna- neyslu og eru ætluð bæði nemend- ur og foreldrum eða forráðamönn- um nemenda í 8., 9. og 10. bekk. Fyrirlesarar og stjómendur fund- anna verða Geir Bjamason forstöðu- maður Vitans, Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, Hreinn Hreinsson og Soffía Ólafsdóttir frá Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og Gissur Guðmunds- son rannsóknarlögreglumaður ásamt vini sínum Hadda, Hafsteini Ingi- mundarsyni. Auk fræðslukvöldanna sem greint er frá hér verður nemendum 9. og 10. bekkjar boðið upp á fræðslufund fyr- ir jól og verða þeir haldnir nokkrum kvöldum fyrir foreldrafundi í hverj- um skóla fyrir sig. Fræðslukvöld fyr- ir foreldra nemenda í 7. bekk og nemendur í 7. og 8. bekk verða haldnir eftir áramót. Fræðslukvöldin hófust í síðustu Ný snyrtistofa á gömlum grunni Bjóða upp á snyrti- kynningu á morgun Nú nýlega opnuðu þær, Rósa Jónasdóttir og Áslaug Sigurðar- dóttir, nýja snyrtistofu, snyrti- stofuna Asrós. Pó að þetta sé ný stofa, þá hafa þær lengi þjónað Hafnfirðingum, fyrst, í sitt hvoru lagi og síðan saman í Miðvangi. Þær ætluðu að hætta, en nú eru þær búnar að opna aftur sanian í fallegu húsnæði að Bæjarhrauni 2. Þar bjóða þær upp á fótaað- gerðir, trimform, andlitsböð, húðhreinsun, litun, plokkun, vax- meðferð, förðun, viðvarandi há- reyðingu á óæskilegum hárvexti og almenna snyrtingu. Á morgun, föstudag, verða þær með snyrtivörukynningu, þar sem þær kynna academie snyrtivörur fyrir dömur og herra. Á kynning- unni bjóða þær upp á ráðgjöf, pruf- ur og leiðbeiningar. Snyrtistofan Ásrós er opin alla virka daga frá 10- 18, en tvö kvöld í viku er opið til 20. Á laugardögum er opið eftir pöntun. Auk þess sem að framan er talið gefa þær ráðgjöf um húð og liti, án endurgjalds og hægt er að fá reynslutíma í trimforminu. Glerlist í Skemmunni Fyrir stuttu síðan opnaði Hjörtur Guðmundsson, glerlistamaður sýn- ingu á verkum sínum í gallerí Kompu sem er til húsa í Skemm- unni, Reykjavíkurvegi 5 b hér í bæ. Hjörtur stundaði glerlistanám bæði í Austurríki og Þýskalandi. Þetta er fyrsta opinbera sýning Hjartar og er hún opin á opnunartíma Skemm- unnar frá 10 - 18 á virkum dögurn og 10 - 16 á laugardögum. viku en dagskrá þeirra héðan í frá er sem hér segir en þau hefjast öll kl. 20.00: Öldutúnsskóli: Fimmtudagur 9. nóv. foreldrar nemenda í 8.-10. bekk. Setbergsskóli: Mánudaginn 13. nóv. nemendur í 9. og 10. bekk. Fimmtudagur 16. nóv. foreldrar nem- enda í 8.-10. bekk. Lækjaskóli: Mánudaginn 20. nóv. - nei takk nemendur í 9. og 10. bekk. Fimmtu- daginn 30. nóv. foreldrar nemenda í 8.-10. bekk. Víðistaðaskóli: Fimmtudaginn 23. nóv. foreldrar nemenda í 8.-10. bekk. Mánudaginn 27. nóv. nemend- ur í 9. og 10. bekk. Hvaleyrarskóli: Mánudaginn 4. des. nemendur í 9. og 10. bekk. (fréttatilkynning) AIWA HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐUR DC CT3 Ljós og lampar f úrvali » co ; Rafbúðin ; ** Álfaskeiði 31 - sími 555 3020 ** o 33 ÚRVAL HEIMILISTÆKJA 0G GJAFAVÖRU Bæjarmálaráð AlþýðuYlokksins Fundur mánudaginn 13. nóv. kl. 20:30 í Alþýðuflokkshúsinu, Strandgötu Fundarefni: Stækkun Álvers og horfur í atvinnumálum almennt. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin Hh Sími-56521 21 jólbarðaþjónustap^ jalta Hjallahrauni VIÐ HLIÐ AÐALSKOÐUNAR 10% stgr. afsláttur af hjólböröum og þjónustu 20% stgr. afsláttur af þjónustu fyrir ellilífeyrisþega G00DYEAR & KELLY =i Örugglega feti framar ALVÖRU HVERFISKRÁ Karokí keppni á Pizza 167 laugardaginn 11. nóv. kl. 23:00 Lið: Kentucky - Góa - Lind keppa á móti Póst og Síma Opið öll kvöld Alfurinn Reykjavíkurvegi 60 Inngangur á móti bensínstöðinni BREIÐTJALD FYRIR BOLTANN SPILA KA SSA R-SPILA KASSAR DÚNDUR TILB0Ð í N0VEMBER NÝJAR MYNDIR AÐEINS KR. 300 TILBOÐ 1. 1 SPÓLA + FRÍTT STJÖRNUPOPP TILBOÐ 2. 2 SPÓLUR + EIN ELDRI + FRÍTT STJÖRNUPOPP KR. 600 TRÖNUHRAUN 10 SÍMI 555 4885

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.