Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 íþróttir og heilsa Fundað fyrir leik A-liðs Hauka Hafnarfjarðarmót 6. fl. karla í handbolta. Um 400 ungir handbolta- menn kepptu í 6. flokki Um helgina var í íþróttahúsinu í Kaplakrika og í Haukahúsinu við Flatahraun haldið Hafnarfjarðar- mót 6. flokks karla í Handknatt- leik. Handknattleiksdeildir FH og Haukar sáu um framkvæmd móts- ins sem er liður í íslandsmeistara- mótinu. Alls kepptu um 400 ungir handknattleiksmenn á mótinu og komu þeir frá 18 félögum, allstað- ar af af landinu. Mótið var þrí- skipt, keppni A-liða, B-liða og C- liða. Fyrst var keppti í riðlum, þaðan komust lið áfram í milliriðla og að lokum í úrslit. Lið Hafnarfjarðarfé- laganna FH og Hauka mættu sterk til leiks og voru með lið í öllum keppn- unum. I keppni A-liða sigraði FH og Haukar lentu í fimmta sæti, og kepp- ni B-liða náðu FH-ingar þriðja sæt- inu og Haukastrákamir því fimmta. I keppni C-liða var FH með tvö lið og lentu þau í sjötta og áttunda sæti, en lið Hauka hafnaði í því níunda. I keppni A-liða lentu Haukar í B-riðli og kepptu þar við Víking, Stjömuna, IR og Selfoss. I Fyrsta leiknum sigmðu Haukar Víkinga 11- 10, í öðmm leiknum sigmðu þeir Stjömumenn 13-8, þá var röðin kom- inn að IR og vom þeir sigraðir 10-9. Að lokum léku Hauka strákamir við lið Selfoss og sigmðu þeir einnig þann leik, 11-10. Haukamir sigmðu því ömgglega í sínum riðli og fóm áfram í milliriðla. A-lið FH lék í D- riðli ásamt Fram Breiðablik og Val. 1 fyrsta leiknum sigruðu FH-ingar Fram 10-6. I öðmm leiknum sigmðu FH Breiðablik nokkuð létt 11-4 og að lokum sigmðu FH strákamir Val 7-3. FH sigraði því einnig í sínum riðli og fór áfram í milliriðla og mæjtu þar Haukum, Víking og Fram. I milli- riðlinum sigruðu Haukastrákarnir Víking 11-10, en töpuðu fyrir Fram 7-10 ogFH 8-9. FH-ingamir sigmðu Víkinga 11-5, Fram 10-6 og eins og áður segir Hauka 9-8. Hauka strák- amir kepptu svo að lokum við KR- inga um fimmta sæti keppninnar og sigmðu þá með tólf mörkum gegn níu. FH og Fjölnir kepptu úrslitaleik- inn um fyrsta sætið á mótinu og þar sigruðu FH-ingar 13-7. I keppni B-liða lentu Haukar í B-riðli með IR, Fylki og Stjömunni. Hauka strákamir töpuðu fyrsta leikn- um 6-7 fyrir ÍR, en sigmðu svo Fylki 6-4 og gersigmðu Stjömuna 17-1. Haukamir urðu í öðm sæti í þessum riðli á eftir IR-ingum og fóm áfram í milliriðla. FH-ingamir kepptu í D- riðli í keppni B-liða og vom þar með Fram, KR og UMFA. Þeir töpuðu fyrsta leiknum fyrir Franí 8-13, en sigmðu svo UMFA 9-8 og gersigmðu liðKR-inga9-l. FH varð í öðm sæti D-riðils á eftir Fram. I milliriðli léku ÍR, Haukar, Fram og FH. Þar töpuðu Haukamir fyrsta leiknum fyrir IR 6-7 en sigmðu svo Fram 5-2 en töpuðu síðasta leiknum 6;9 fyrir FH. FH- ingamir sigmðu IR 12-10 í fyrsta leiknum, þá, eins og fyrr segir Hauka 9-6, en töpuðu svo síðasta leiknum fyrir Fram 8-13. FH-ingamir léku því við Víkinga um þriðja sætið og sigmðu þann leik með tíu mörkum gegn níu. Haukamir léku við Fjöln- ir um fimmta sætið og sigruðu í þeim leik með átta mörkum gegn sjö. I keppni C-liða var FH með tvö lið og lék lið FHl í B-riðli ásamt KA, Gróttu og KR. FH-ingamir sigr- uðu í fyrsta leiknum 8-6 gegn KA, en töpuðu svo fyrir Gróttu 6-8 og KR 3- 6. í C-riðli léku Haukar, FH2, Fjöln- ir og Víkingur. Haukamir töpuðu fyrsta leiknum fyrir FH2 10-7, sigr- uðu því næst Fjölni 7-6 og töpuðu í síðasta leiknum fyrir Víking 1-10. FH2 sigraði eins og fyrr segir í fyrsta leiknum gegn Haukum 10-7 gerðu svo jafntefli við Fjölni 7-7 og töpuðu fyrir Víking 3-10 í síðasta leiknum. 1 leikjum um sjöunda til níunda sæti sigraði FHl Hauka 8-7, ÍR vann FHl 9-7 og Haukar töpuðu fyrir ÍR 4-8. Haukar lentu því í níunda sæti og FHl í því áttunda. í leikjum um fjórða til sjötta sætið kepptu Grótta, FH2 og Fjölnir. Grótta sigraði FH2 5-4, Fjölnir tapaði fyrir Gróttu 4-6 og að lokum sigraði Fjölnir FH2 11-7. FH2 lenti því í 6. sæti í keppni C- liða. Steinskálar í Listhúsi 39 Myndhöggvararnir Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christen- sen halda sýningu á skálum sem flestar eru höggnar í íslenskar stein- tegundir í sýningarýminu bakatil í Listhúsi 39, sem er gegnt Hafnar- borg við Strandgötuna í Hafnarfirði. Sýningin opnar laugardaginn ll.nóvember kl. 15 og stendur til mánudagsins 27. nóvember. Einar Már sýnir geometrísk og líf- rænni skálaform sem öll em unnin í ís- lenskan grástein með innbrenndu bý- vaxi. Susanne sýnir skálar unnar í rauð- an Hólastein.móberg og alabastur.Þetta er í þriðja skiptið sem Einar Már og Susanne sýna saman en þau námu bæði höggmyndagerð í Grikklandi á ámnum 1985 - 90. Auk þess hefur Einar haldið sex einkasýningar hér á landi og erlend- is og Susanne eina í Galleríi Sævars Karls í fýira en þar sýndi hún högg- Bílanaust hefur verið að sækja á hér í Hafnarfirði þessi tvö ár sem liðin em frá því að verslunin opnaði hér. Að sögn Sigþórs Ámasonar, verslunarstjóra hafa viðtökur verið mjög góðar á þessum tveimur árum. Hann sagði að það væri mjög ánægjulegt að finna traust og góð kynni hjá starfsmönnum og eigend- um verkstæðanna, sem væm í föst- um viðskiptum hjá þeim. Þetta væm þeirra stærstu viðskiptavinir og því ánægjulegt hvað góð kynni hafa myndir í Hólastein og grískan kalk- stein.Þau hafa bæði tekið þátt í nokkram samsýningum. skapast. Einnig sagði hann að hlutur mannsins af götunni væri aukast og fólk væri alltaf að gera sér betur ljóst að þeir eru með fjöl- breytt vömúr- vak A mynd- inni er Sigþór ásamt Gunn- ari Ingasyni, verslunar- manni. Bílanaust sækir á Unghænur kr. 59/kg Bestu kaupin: 1/2 lambaskrokkar kr. 279/kg Hangilæri úrb. kr. 1.095/kg ítalskar örbylgju fiskisúpur kr. 99/kg íslenskir tómatar kr. 125/kg Agúrkur kr. 125/kg Heilhveitiformbrauð kr. 129/kg Tampico safar kr. 59/ltr Heitur matur í hádeginu alla virka daga Grillaðir kjúklingar Glæsilegt kjötborð Stórmarkaður í Hafnarfirði 0pi5 virka daga frá kl. 09.00 til 22.00 en um helgarfrá kl. 10.00 til 20.00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.