Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 40. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 16. nóvember Upplag 6.000 eintök Dreift frítt í Hafnarfirði 5450466 Rætt við Kristján Bersa -sjá bls. 6 55ára afmæli STH -sjá bls. 5 Tillögur heilbrigðisráðherra um breytingar á starfsemi St. Jósefsspítala Starfsemin mun lamast ef þær ná fram að ganga -segir Árni Sverrisson framkvæmdastjóri. Tillögunum mótmælt í bæjarráði Nú liggja fyrir tillögur heil- brigðisráðherra um breytingar á starfsemi St. Jósefsspítala sem ætlað er aðdraga úr hallarekstri spítalans. Árni Sverrisson fram- kvæmdastjóri spítalans segir að starfsemin muni lamast ef þessar tillögur ná fram að ganga en þær eru unnar af sérstökum tilsjón- armanni sem skipaður var af ráðherra s.I. sumar. Þá hefur bæjarráð ályktað um málið og þar er þessum fyrirætlunum ein- dregið mótmælt. Meðal þess sem gert er ráð fyrir í þessum tillögum er að bráðaþjón- ustu á lyflækningadeild verði hætt og að handlækningadeild verði breytt í fimm daga deild. Árni Sverrisson segir að stjórn spítalans hafi farið fram á fund með heil- brigðisráðherra en ekki fengið enn. Hann á þó von á að þessi mál skýrist fyrir vikulokin. "Okkur sýnst svo að verði þessar fyrirætl- anir að veruleika muni eiginleg sjúkrahússtarfsemi lamast á St. Jósefspítala," segir Árni. "Það telj- um við að sjálfsögðu alvarlegt mál Tónlist- in er á uppleið -sjá bls. 4 Sögustund íbókasafninu Alla miðvikudaga milli kl. 10.30 og 11.30 er sögu- stund í boði fyrir yngstu börnin í Hafnarfirði á bókasafni bæjarins. Að sögn bókavarðar hafa mæður verið duglegar að koma með börn sín á þessar stundir en yfirleitt eru um 30 börn á þeim. Auk þess að lesið er fyrir börnin úr barnabókum mega þau valsa um barnadeild safnsins og stundum er boðið upp á lestur af snældum eða myndir af myndbandi. en að öðru leyti er erfitt að tjá sig um málið fyrr en við höfum fengið fund með heilbrigðisráðherra." I ályktun bæjarráðs segir m.a. að það sé af og frá að falla frá þeim grundvallarforsendum í rekstri spítalans sem settar voru fram í bréfi þáverandi heilbrigðisráðherra í apríl 1994. -SJÁ BLS.3 Tveir voru teknir með fíkniefni Tveir menn voru handtekn- ir með fíkniefni í fórum sínum í Hafnarfirði á fóstudags- kvöld. í öðru tilvikinu reynd- ist viðkomandi með tæplega 7 grömm af amfetamíni í fórum símiiti en í hinu tilvikinu var um örlítið minna magn af sama efni að ræða. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar í Hafnarfirði hafði sá sem náðist með tæpu 7 grömmin ekki komið við sögu lögreglu áður. í hinu tilvikinu var það fíkniefnalögreglan sem handtók manninn en hann hefur oft áður verið tekinn fyrir fíkniefnamis- ferli. Lögreglan segir að þessi mál tengist ekki innbyrðis en samt sé ástæða til að hafa áhyggjur af að tveir menn eru handteknir sama kvöldið í bænum með sterk fíkniefni í fórum sínum. FASTEIGNASALA Sími 565 2790 Fax 565 0790 Fagrihvammur - 2 ÍBÚDIR. Fallegt 326 fm. einbýli með innb. bílskúr á frábærum útsýnisstað. 5 svefnh. SERÍBUÐ á jarðhæð. Vönduð fullbúin eign. Suðurgata SKIPTI. Endurnýjað 234 fm. einbýli, kjallari, hæð og ris, ásamt innb. bfl- skúr. SKIPTI MÖGULEG Á NÝRRA OG ÓDÝRARA EINBÝLI. Áhvflandi góð lán. Verð 12,9 millj. Dofraberg Nýlegt 210 fm. parhús á tveimur hæðum, með innbyggðum bflskúr. Húsið er ekki fullbúið. Góð staðset- ning. Áhvflandi húsbréf 2,9 millj. Verð 12,9 millj. Hraunbrún GOTT ENDARADHÚS, með innbyggðum bflskúr, alls ca. 232 fm. Mjög rólegur og góður staður. ÖLL SKIPTIMÖGULEG. Verð 14,6 miUj. INGVAR GUÐMUNDSSON, LOGGILTUR FAS T E I G N A R S A L I - JONAS H O L M G E I R S S O N -KARI HALLDORSSON

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.