Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 Hjónin Valdís Kristmundsdóttir og Jens Jónsson í hinu nýja húsnæði Fjarðarbólstrunar að Dalshrauni 11 Fjarðarbólstrun í nýtt húsnæði Nýlega fluttu þau hjónin Valdís Kristmundsdóttir og Jens Jóns- son, húsgagnabólstrari, fyrirtæki sitt Fjarðarbólstrun í nýtt og bjart húsnæði að Dalshrauni 11. „Það verða mikil viðbrigði, bæði fyrir okkur og viðskiptavinina," segja þau, „við vorum ílO ár á Reykjavíkurvegi 66 í kjallara. Þar gátum við ekki stillt út framleiðslu okkar og það lá við að viðskiptavin- imir yrðu að leita að okkur. Nú erum við hér með góða glugga í alfarar- leið.“ Þau hjónin vinna saman á verk- stæðinu, þar sem þau vinna jöfnun höndum að viðgerðum, klæðningum og framleiðslu á nýjum bólstruðum húsgögnum. Eg spurði þau hvort ekki væri hörð samkeppni við innflutt hús- gögn? „Jú, auðvitað er um mikla samkeppni að ræða,“ svara þau, „en við reynum að bjóða upp á traust húsgögn á svipuðu og jafnvel betra verði en þau innfiuttu, enda bjóðum við milliliðalaus viðskipti og það sem meira er að fólk getur komið með það mál sem það vill t.d. á homsófum og við framleiðum þá stærð og hér getur fólk valið sér áklæði eftir sýnishomum, bæði af áklæðum sem til em á lager og eins getum við pantað erlendis frá það sem fólk vill. A verkstæðinu biðu stóll eftir að sett verði á hann handavinna einnar frúarinnar og þar fyrir aftan var gamalt lúið sófasett sem var að verða eins og nýtt. Eg hafði setst niður í einn hom- sófan og látið fara vel um mig á meðan ég ræddi við þessi Ijúfu sam- hentu hjón. Um leið og ég kveð snúa þau sér aftur að húsgögnunum sem eiga eftir að prýða hafnfirsk heimili. Ferðamálanefnd í vettvangsferð í Krýsuvík Ein dýrmætasta perl- an í bæjarlandinu Ferðamálanefnd hélt nýlega í vettvangsferð um Krýsuvíkur- svæðið og fóru nefndarmenn víða. í greinargerð um ferðina segir m.a. að nefndarmönnum hafi orð- ið Ijóst sem aldrei fvrr að Krýsuvík er ein dýrmætasta perlan í bæjar- landinu og óumdeilt framtíðar- svæði á sviði ferðaþjónustu. í framhaldi af ferð þessari hefur ferðamálanefnd samþykkt þrjár ályktanir um svæðið. I fyrsta lagi hvetur nefndin bæjaryfirvöld að sjá til þess að skipulagsvinnu við svæð- ið, bæði aðal- og deiliskipulagi, verði hraðað sem verða má á árinu 1996 enda telur nefndin að svæðið bjóði upp á afarfjölbreytta nýtingarmögu- leika í ferðaþjónustu. I öðru lagi hvetur nefndin bæjaryf- irvöld til þess að láta ekki sitt eftir liggja, í samvinnu við Vegagerðina og Ferðamálaráð, að endurbótum við Seltún verði lokið fyrir næsta sumar og þannig tryggt að þjónusta við Hálf milljón til Flateyrar I söfnunni „Samhugur í verki“ ákváðu 466 bæjarstarfsmenn að leggja fram 500 kr. hver eða sam- tals 233.000 kr. Óskað var eftir að bæjaryfirvöld legðu fram sömu upphæð og var það samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs þannig að tæplega hálf milljón kr. munu fara með þessum hætti til Flatevringa. ferðamenn verði í takt við heillandi náttúru svæðisins. Og í þriðja lagi hvetur ferðamála- nefnd til þess að Krýsuvíkurkirkja hljóti þá andlitslyftingu sem hún verðskuldar svo hún verði aðkomu- mönnum og Hafnfirðingum til yndis- auka um ókomin ár.. fllfurinn Reykjavíkurvegi 60 Inngangur á móti bensínstöðinni ALVORU HVERFISKRÁ ÚR KRANANUM: Tveir fyrir einn mán. - fim. og sunnud. 21-23 KAROKÍ KEPPNILAUGARDAG Opið öll kvöld FÖSTUD OG LAUGARD. TIL KL 03 VERIÐ VELKOMIN - AFSLÆTTIR FYRIR HÓPA SÍMI565 5067 FOTBOLTINN Á 2M BREIÐTJALDI ALVÖRU VALLARSTEMMNING! rja gluggatj gardagin fallegum efi lun að Stra mber kl. omið sjáið o rist. ÞEIR SEM VERSLA FYRIR JOL KOMAST í HAPPDAPOTTINN SEM DREGIÐ VERÐUR ÚR Á ÞORLÁK UM GLÆSILEGA SAUMAVÉL AÐ VERÐMÆTI 45 ÞÚS. r STRANDGOTU 29, SIMI 555 4322, 0PIÐ MANUD. FOSTUD. KL. 10-18 0G LAUGARD. KL. 10-16

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.