Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN umsjón Björn Pétursson Iþróttir og heilsa Velheppnaður markaður hjá skíðadeild Hauka Skíðadeild Haukavar með skíðamarkað á planinu hjá Miðbæ Hafnarfjarðar, 11. og 12. nóvember. Um síðustu helgi stóð skíðadcild Hauka fyrir skíðamarkaði við Miðbæ Hafnarfjarðar. Þar gafst bæjarbúuin bæði tækifæri til að losa sig við og koma í verð skíða- búnaði, snjóbrettum, skautum, sleðum, vetrafatnaði og þess háttar sem börn og fullorðnir voru vaxn- ir uppúr en er þó í góðu standi ennþá, og að kaupa þessar vörur fyrir lítið verð. Markaður þessi var lítið auglyst- ur, en viðtökur fóru fram úr björtustu vonum og var ákveðið að halda ann- an markað í vetur, sennilega í janúar. Skíðamarkaður þessi er ný fjáröflun- arleið deildarinnar, en hingað til hef- ur helsta fjáröflunarleið hennar verði bingó sem haldið hefur verið bæði um jól og páska og notið mikilla vin- sælda. Deildinni hefur með fjáröflun sinni, tekist að eignast góð tímatöku- tæki auk stanga og annars búnaðar er til þarf, við æfingar og keppni. Næsta verkefni er að kaupa rásnúm- er til að merkja þátttakendur í keppni og hefur Sparisjóður Hafnarfjarðar heitið góðum stuðningi til þeirra kaupa. Starf deildarinnar Skíðadeild Hauka var stofnuð fyr- ir fimm árum og hefur rekið öfluga starfsemi síðan. Meðlimum og iðk- endum hefur fjölgað jafnt og þétt og voru að jafnaði 70 böm er sóttu æf- ingar á vegum félagsins í Bláfjöllum síðastliðinn vetur. Við stofnun deild- arinnar var meðal annars það mark- mið sett að árið 1995 myndi félagið eignast Andrésar Andar meistara og gekk það eftir. A Andrésar Andar- leikunum sem haldnir voru síðastlið- inn vetur kepptu um 50 böm fyrir hönd skíðadeildar Hauka og var ár- angurinn mjög góður. Haukarnir eignuðust Andrésar Andar meistara í svigi sjö ára drengja og stórsvigi sjö ára stúlkna, auk þess að ná fjórða sæti í þremur greinum. Keppendur félagsins stóðu sig þar fyrir utan með miklum sóma, bæði í skíðabrekkun- um og utan þeirra og hefur reyndar verið svo öll þau ár sem félagið hef- ur tekið þátt í mótinu. Nú þegar góðum árangri er náð í yngir flokkunum er fullur hugur á að efla unglingastarfið. An þess þó, að sjálfsögðu, að slaka nokkuð á hjá yngir flokkunum. Auk þess er mikill áhugi á að halda fjölskyldudag fyrir gönguskíðaáhugafólk, með svipuðu sniði og Skíðafélag Reykjavíkur stóð fyrir í Laugardal sfðastliðinn vetur. Færi vel á að halda slíkan dag til dæmis í fallegu umhverfi Astjamar- innar einhverja helgina þegar vel viðrar. Yfir 300 dansarar kepptu f íþróttahús- inu við Strandgötu SH-ingar voru sterkir á Ung- lingameist- aramóti SSÍ Mikið var um dýrðir í íþrótta- húsinu við Strandgötu sunnudag- inn 5. nóvember síðastliðinn, en þá var Italdin þar Islandsmeistara- keppni í dansi með frjálsri aðferd. Keppt var í 4x4 dönsum og 5x5 dönsum. Mjög fjölmennt var í húsinu og voru keppendur alls um 330 talsins. Keppt var bæði í Standard- og Latin dönsum í fimm tlokkum. Dómarar í keppninni voru erlendir, þrír komu frá Knglandi og cinn frá Hollandi. Helstu úrslit í keppninni urðu eft- irfarandi: 12-13 ára Standard Haraldur Anton Skúlason og Sig- rún Yr Magnúsdóttir Hafnsteinn Jónasson og Laufey Karitas Einarsdóttir Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir 12-13 ára Latin Hafnsteinn Jónasson og Laufey Karitas Einarsdóttir Edvard Þór Gíslason og Asta Lára Jónsdóttir ísak Halldórsson Nguyen og Hall- dóra Osk Reynisdóttir 14-15 ára Standard Sigursteinn Stefánsson og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir Brynjar Öm Þorleifsson og Sess- elja Sigurðardóttir Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir 14-15 ára Latin Sigursteinn Stefánsson og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir Brynjar Öm Þorleifsson og Sess- elja Sigurðardóttir Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir 16-18 ára Standard Davíð Amar Einarsson og Eygló K. Benediktsdóttir Þorvaldur S. Gunnarsson og Jó- hanna Ella Jónsdóttir Sigurður Grétar Sigmarsson og Lóa Ingvarsdóttir 16-18 ára Latin Þorvaldur S. Gunnarsson og Jó- hanna Ella Jónsdóttir Davíð Arnar Einarsson og Eygló K. Benediktsdóttir Ólafur Már Sigurðsson og Hilda Björg Stefánsdóttir 16 ára og eldri Standard Ámi Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir Davíð Amar Einarsson og Eygló K. Benediktsóttir Þorvaldur S. Gunnarsson og Jó- hanna Ella Jónsdóttir 16 ára og eldri Latin Ámi Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir Eggert Guðmundsson og Karen Björk Björgvinsdóttir Ólafur Jörgen Hansson og Kol- brún Yr Jónsdóttir Atvinnumenn Standard Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Amgrímsdóttir Jóhann Öm Ólafsson og Unnur Berglind Guðmundsdóttir Þröstur Jóhannsson og Hildur Yr Amarsdóttir Atvinnumenn Latin Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Amgrímsdóttir Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir Jóhann Öm Ólafsson og Unnur Berglind Guðmundsdóttir Unglingameistaramót Sund- sambands íslands var haldið helg- ina 4-5 nóvember. SH-ingar voru þar á bakka kátir og einbeittir að vanda með keppnisgleðina í fvrir- rúmi. Meðal helstu afreka sund- manna úr Sundfélagi Hafnar- fjarðar má nefna að Örn Arnar- son setti íslandsmet drengja í 200 metra baksundi er hann svnti á 2:14,38, Sunna Björg Helgadóttir setti Hafnarfjarðarmet í þremur greinum og er greinilega byrjuð að safna meyjametum, en hún átti öll hnátu- met Hafnarfjarðar um nokkurt skeið. A-piltasveit SH var nálægt því að setja nýtt Islandsmet í 4X50 metra fjórsundi, synti á 1:55,22 en átti hálfsmánaðar gamallt met sem var 1:55,13. I þessari sveit syntu þeir Öm Amarson, Davíð Freyr Þórunn- arson, Hjalti Guðmundsson og Gunnlaugur Magnússon. Piltasveit- in vann reyndar einnig í 4x50 metra skriðsundi með yfírburðum en ekki á meti. Helstu afreksmenn mótsins vom SH-ingamir Öm Amarson og Hjalti Guðmundsson er sigmðu í fjórum greinum og urðu í öðm sæti í þeirri fimmtu. Davíð Freyr Þórunn- arson sigraði í fjórum greinum og Ómar Snævar Friðriksson í tveimur, en hann varð í fimmta sæti í þeirri þriðju. SH-ingar sigursælir á Ægis-Pólarmótinu Ægis-Pólar mótið var haldið í Sundhöll Reykjavíkur dagana 28-29 október. Á mótið mættu sundmenn úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar og stóðu þeir sig vel. Nokkrum sinnum fóru SH-ing- ar á verðlaunapall á mótinu. Birna Björnsdóttir varð í 2. sæti í 200 metra skriðsundi; Elín Sig- urðardóttir varð í 1. sæti í 200 metra baksundi, en í 2. sæti í 100 metra flugsundi, 50 metra skrið- sundi og 100 metra skriðsundi; Þorvarður Sveinsson náði 1. sæti í 200 metra bringusundi og virð- ist nú til alls vís á þeim vettvangi, en náði 3. sæti í 100 metra bringusundi og 200 metra fjór- sundi; Heimir Örn Sveinsson varð í 1. sæti í 200 metra baksun- di. Skarð var fyrir skildi því þeir Hjalti Guðmundsson. Davíð Freyr Þórunnarson og Örn arnar- son syntu ekki á mótinu. Þá þótti það sárt að þeir Ómar Snævar Friðriksson og Pétur N. Bjarna- son dæmdust ógildir í 200 metra flugsundi, en hefðu hreppt þar fyrstu tvö sætin annars.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.