Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN STJÖRNUSPÁ (íildir frá fimmtudegi 23. nóv. - 29. nóv. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Þú verður fyrir því að einhver eignar sér viðurkenningu sem þér bar réttilega. Stattu með sjálfum þér þessa súru daga, því það er undir þér komið að koma þínu máli á framfæri, það gerir það enginn fyr- ir þig. Einhversstaðar verður að byrja, annars endurtekur þetta sig. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Það verða skiptar skoðanir og ýmsar aðr- ar uppákomur á vinnustaðnum. Ekki er allt sem sýnist. En þó verður útkoman sú að breytingar munu eiga sér stað, mikið til batnaðar. Þú átt gott fylgi að fagna málefni þínu til stuðnings. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Það kemur upp í huga þinn þessa daga að, þrátt fyrir að stundum sé lífíð ekki dans á rósum, þá eigir þú samt svo margt að vera þakklát(ur) fyrir. Það tekur á að yfirstíga vegatálmana sem á lífsvegi okkar verða. Og reynslan er dýrmætur þroski. Nautið (20. apríl - 20. maí) Þú verður hrókur alls fagnaðar um helg- ina. Hvað er það sem þú getur ekki gert? Astarævintýri er í uppsiglingu (hjá þeim sem eru ólofaðir). Áhrifamikið og stór- brotið og vel þess virði að gefa því sinn tíma. Með þrautseigju skal það blessast allt saman. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Það eru leyndardómsfullar sögur á kreiki og þú þarft að leika leynilöggu í vikunni til að kanna hvað um er að vera. Annars er hætt við að einhver notfæri sér van- þekkingu þína. Svo ekki sé gengið fram hjá þér, þá segðu meiningu þína, eða segðu ekkert og haltu friðinn. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Eina ferðina enn er verið að benda þér á að skrifa og tjá tilfinningar þínar f prent- uðu máli. Þú hefur hæfileika til þess og ert stöðugt minnt(ur) á að fara inn á þá braut. Veistu hve mikinn "vísdóm" þú gætir flutt til fólksins með boðskap þinn? Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Það er mikill kærleikur hið innra með þér og náin tengsl eru ráðandi innan fjöl- skyldunnar. þú ert í sérstaklega góðu and- legu jafnvægi og nýtur þess að eiga ein- lægar stundir með ástvini. Einhver kvart- ar og kveinar um neikvæð öfl. Láttu það ekki skemma þína góðu líðan. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Áður en farið er út í stórar framkvæmdir, er ráðlegt að fá fast tilboð, sem stendur óhaggað. Þetta á við hvort sem eru bygg- ingarframkvæmdir eða annað. Góður vinur í fiskamerkinu vill þér vel en er óframfærinn og ragur við að ráðleggja þér heilt. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þú þreytist aldrei á því að reyna veita öðr- um gleði og væntumþykju. Sumir eru bara þannig innrættir að sjá neikvæða hluti í öllum málum, meira að segja fórn- fýsi annarra, er ekki nógu gott. Það er því alfarið betra að kasta ekki perlum fyrir svín. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Breytingar eru á næstu grösum og í sann- leika sagt ert þú ekkert sátt(ur) við ein- hverjar breytingar á þessum tíma. En þú tekur á þessu með heilbrigðri skynsemi eins og þér er lagið. Því þú veist að lífið er breytingum háð og oftast eru breyting- ar spor framávið. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Varðveittu vel það leyndarmál sem þér er trúað fyrir. Það traust sem þér er sýnt, sem tryggastur allra vina, er ómetanlegt. Þér verður þetta launað margfalt til baka. Þú ert hinn mesti lukkunarpamfíll og margt er þér augljóst sem öðrum veitist erfitt að skilgreina. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Ertu að íhuga ferðalag? Sé svo, er þetta mjög æskilegur tími, þó væri ekki nema helgarreisa, burt úr skarkalanum. Þú kemur til baka sem endurnýjaður einstak- lingur, á sál og líkama, tilbúinn að hefja jólaundirbúninginn. Rauður litur, orange og grænn eru aðal litimir. Brostu til allra Meistari fimmta árið í röð Fimmta árið í röð hlýtur nemandi frá Hár- greiðslustofunni Carmen, Miðvangi 41, ís- landsmeistaratitil nema í hárgreiðslu. A íslandsmeistaramóti í hárgreiðslu sem var nýlega haldið varð Ingibjörg Sveinsdóttir nemi á hárgreiðslustofunni Carmen íslandsmeistaratitil nema í tískulínu og kvöldgreiðslu eða báðum þeim greinum sem hún keppti í. Sirry Einarsdótt- ir sem hefur unnið þennan tiltil tvö síðustu ár, keppti nú í meistara og sveina flokki og varð í öðru sæti í tískulínu og fjórða sæti bæði í kvöld- greiðslu og listrænni útfærslu. Er þetta mjög glæsilegur árrangur hjá þeim báðum og ekki síður hjá eiganda Carmen Helgu Bjamadóttir. A myndinni sjást þær Sirry, Helga og Ingibjörg með verðlaunagripina. Víðistaðakirkja Samsöngur Þriggja karlakóra Pann 25. nóvember n.k. munu Karlakór Sel- foss og Karlakór Rangæinga kont í heimsókn til Hafnarfjarðar og syngja með Karlakórnum Pröstum í Víðistaðakirkju. Hefst söngurinn kl. 17.00. Þetta er í þriðja skiptið sem þessir kórar koma fram en haustið 1993 stofnuðu kórarnir til samstarfs og héldu samsöng á Hvolsvelli. Þeir sungu aftur saman á Selfossi í fyrra og nú er röðin komin að Hafnarfirði. Þessar skemmtanir hafa yfirleitt verið upphaf vetrarstarfs kóranna sem síðan fylgja þeim eftir með Aðventusöng og sjálfstæðum tónleikum. Skemmtunin verður ekki endurtekin og því eru áhugasamir hvattir til að koma og hlýða á líflegan karlakórasöng. (fréttatilkynning) Erla B. Axelsdótt- ir í Hafnarborg Nú stendur yfir í Hafnarborg tíunda einkasýning Erlu B. Axelsdóttur. Hún sýn- ir pastelmyndir byggðar á náttúrustemm- ingu og minningarbrotum. Erla hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis auk einkasýninga og hún er einn af stofnendum Art-Hún hópsins í Reykjavík. Einkenni sýningarinnar í Hafnarborg er fjölbreytni, fuglahræðan með sokkabandið, söngvarinn í gulu sviðsljósi, spóinn á golf- vellinum, kyrrt vatnið í morgunroðanum, há- leit fjöllinn. Sýningin stendur til 27. nóvember. (fréttatilkynning) Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg Af óviðráðanlegum ástæðum var áður auglýstum tónleikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg þann 19. nóvember s.l. frestað til sunnudagsins 26. nóvember. Tónleikamir hefjast að venju kl. 20.00. Gestur á tónleikunum verður píanóleikarinn Philip Jenkins. A efnisskrá verða tríó eftir Mozart og Brahms og duo eftir Kodaly. (fréttatilkynning) Æringi - meinlegur og miskunnar- laus - skrifar: Þeir tak'f nefið... í síðasta Fjarðarpósti er viðtal við vom mæta Flensborgarmeistara Kristján Bersa Ólafsson. í viðtalinu er vikið að því sem Bersi kallar nýald- arrugl. Þar talar víðlesinn maður sem ég hygg að gæti orðað lækningammsögn sína við andlegum tískuvillum einhvemveginn svona: Ljúft tel ég lögurinn mynd'og lækni'í þeim sálnanna kvefið. Eg tilreiði tóbak í skynd'og svo taka þau dugleg'í nefið! í sama viðtali segir Bersi af kerlingu fyrir austan sem sagði: "Ekki skil ég í því hvað lömb- in eru óþæg í rekstrinum, þó eru þau rekin þessa sömu leið á hverju ári." Æringi hugsaði ná- kvæmlega á þessum nótunum þegar hann sá enn eina myndina af Öldutúnsskólakómum. Alltaf eru á þessum myndum ný andlit. Öll nema eitt: Um sóparaninn aldrei hann undrast, og altinn, svo björt er hans von. I hundraðsvís söngraddir sundrast, og stjórnar því E. Friðleifsson. Nú dregur að hátíð ljóss og friðar. Og eins og af því tilefni fær stjóm St. Jósefsspítala jóla- pakka frá frú heilbrigðisráðherra. í pakkanum eru tiliögur um breytingar á spítalanum, breyt- ingar sem Arni Sverrisson framkvæmdastjóri telur að muni lama spítalann. Þá verður ekki vel- gott um að litast við helgihaldið á þessari helgu stofnun okkar Hafnfirðinga: Ofur slæmt er útlit þá eigi lángt í næstu jól er jesú æmtir jötu á og Jósef Sánkt 'í hjólastól! Kafa í frístundum Fullt nafn? Margeir Reynisson Fæðingardagur? I.janúarl967 Fjölskylduhagir? Ógiftur Bifreið? Audi 100 Starf? Kerfisfræðingur Fyrri störf? Ýmis Helsti veikleiki? Veit ekki Helsti kostur? Margir góðir Eftirlætismatur? London lamb Versti matur? Man ekki eftir neinum sérstökum Eftirlætistónlist? Létt og þægileg tónlist Eftirlætisíþróttamaður? Engin A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Engum Eftirlætissjónvarpsefni? Sein- feld Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Nágrannar Besta bók sem þú hefur lesið? Dýragarðsbörnin Hvaða bók ertu að lesa núna? How to program for Windows Uppáhalds leikari? Ai Pacino Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Guðfaðirinn III Hvað gerir þú í frístundum? Kafa Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Hafnarfjörður Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Óheiðarleika Hvern vildir þú helst hitta? arbrandarinn þinn? Sá besti á Cher hverjum tíma. Hvað vildir þú helst í af- mælisgjöf? Bíómagnara Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 2 millj. í happdrætti? Kaupa nýjan Audi Hvað tnyndir þú gera ef þú værir bæjar- stjóri í einn dag? Taka mér frí Ef þú værir ekki mann- eskja, hvað værir þú þá? Ekki til ? Uppáhalds Hafnarfjarð-

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.