Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Fjölmennur fundur "bréfshafa" í STH Atelur harðlega vinnu- brögð bæjaryfirvalda Á fjölmennuin fundi "bréfs- hafa" í Starfsmannafélagi Hafn- arfjarðar sem haldinn var í síðustu viku var ákveðið að óska eftir við- ræðum við bæjarráð strax varð- andi uppsagnir sérkjara 93 aðila í STH. Fundurinn átaldi harðlega vinnubrögð bæjaryfirvalda og þessa nýju starfsmannastefnu og skoraði á bæjaryfirvöld að draga öll bréfin til baka eða eyða með öðrum hætti allri óvissu í eitt skip- ti fyrir öll. I bréfi sem STH hefur sent Val- gerði Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs þar sem óskað er eftir við- ræðurn kemur fyn'greind gagnrýni fram. I bréfinu segir m.a. : "Sam- kvæmt ummælum bæjarstjóra á fjöl- mennum fundi í Álfafelli fyrir u.þ.b. fimm vikum síðan áttu samningavið- ræður að hefjast í vikunni á eftir. Þær hafa enn ekki hafist og ljóst er að fólk er orðið langþreytt á því óöryggi sem það býr nú við. Það er ekkert launungarmá! að starfsandi er með því versta sem ger- ist og fólk er verulega óöruggt um sig og sína. Verði ekkert að gert stefnir í verulega röskun á starfsemi viðkomandi stofnanna." Fundurinn tilnefndi síðan þrjá menn til að koma fram fyrir hönd hópsins í viðræðunum en þeir eru Ámi Guðmundsson formaður STH, Magnús Baldursson og Albert Krist- insson. Nokkrar umræður urðu um þetta bréf á bæjarstjómarfundi á þriðjudag þar sem minnihlutinn gagnrýndi harðlega framgöngu meirihluta bæjarstjómar í málinu. Aðalskoð- un hf. á Ólafsfirði Aðalskoðun hf. gerði nýlega samning við bifreiðaverkstæðið Múlatind á Ólafstirði um aðalskoðun bifreiða á Ólafsfirði og hefur dóms- málaráðuneytið gefið Aðalskoðun heimild til að framkvæma þar skoð- un ökutækja. I frétt frá Aðalskoðun um málið segir m.a. að þetta sé í fyrs- ta sinn sem samkeppni er í skoðun ökutækja á landsbvggðinni. Starfsfólk Aðalskoðunnar fær til af- nota hluta aðstöðu og tækjabúnaðar hjá Múlatindi en verkstæðið hefur uppfýllt kröfur Löggildingarstofu og hefur rétt- indi til að endurskoða ökutæki. Ólafsfirðingar, Dalvíkingar og nær- sveitamenn hafa undanfarin ár þurft að sækja skoðun til Akureyrar en í næstu viku breytist það með tilkomu þessarar nýju þjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá Aðal- skoðun hafa fjölmargir aðilar á lands- byggðinni haft samband við fyrirtækið og óskað eftir samstarfi um lausn á skoðunarmálum í sinni heimabyggð. Aðalskoðun er tilbúin að leita allra hugsanlegra leiða til að bæta þjónustu gagnvart skoðun ökutækja á lands- byggðinni í samvinnu við heimamenn á viðkomandi stöðum. Nvlega flutti Nýja fatahreinsunin frá Reykjavíkurvegi 64 að Reykjavíkurvegi 68. Hér á myndinni eru þau hjónin Ásgerður Hjörleifsdóttir og Haukur Brynjólfsson sem eiga og reka fyrirtæk- ið. Þau segja að um leið og þau fluttu hafi þau keypt tvær nýjar vél- ar til að auka afköstin og bæta þjónustuna. Auk hefðbundinnar hreinsunar, þvo þau vinnufatnað, kodda, sængur og yfirdýnur. Er þessi þáttur mikið að aukast í starfseminni. Fjölmennur fundur um sjónvarpsmál Annar fundur boðaður n.k. þriðjudag Fyrir rúmri viku var haldinn fjölmennur fundur í Hafnarborg og framtíð reksturs á sjónvarpi og útvarpi í Hafnarfirði. Eftir inngangserindi Halldórs Árna urðu fjörugar umræður, bæði um dagskrá og rekstrarform. Tóku margir til máls og komu fram margar athyglisverðar hug- myndir. Ræðumenn luku miklu lofsorði á framtak þeirra félaga sem að Hafnfirskri fjölmiðlun standa og virtist mikill áhugi á að styðja við bakið á þessari starfsemi, sem menn töldu mikið menningarlegt framtak. Þama hefði verið safnað saman miklum sögulegum fróðleik sem ekki mætti glatast. Af mörgum góðum hugmyndum sem komu fram á fundinum má nefna hug- mynd Ingvars Viktorssonar um möguleika á skólasjónvarpi þegar bærinn yfirtekur rekstur grunnskól- anna. Éinnig ræddu fundarmenn nokkuð um nýtingu kapalkerfisins og vildu sumir samnýta kapalinn fyrir hafnfirskt sjónvatp og gerfi- hnattarsjónvarp. Þá var slegið upp þeirri hugmynd að stækka svæði sjónvarpsins til Garðabæjar og Kópavogs. Ekki virðist mikill kostnaður við að setja upp það marga senda að sjónvarp ætti að sjást um allan Hafnarfjörð. Vegna þess mikla áhuga sem kom fram á fundinum hefur verið ákveðið að halda framhaldsfund n.k. þriðjudag 28. nóvember kl. 20:30 í kaffisal Hafnarborgar. Er allt áhugafólk hvatt til að mæta á fundinn. Hh Sími-565 2121 jólbarðaþjónusta ^þ/o íalta IgK Hjallahrauni 4^^* VIÐ HLIÐ AÐALSKOÐUNAR 10% stgr. afsláttur af hjólbörðum og þjónustu 20% stgr. afsláttur af þjónustu fyrir ellilífeyrisþega G00DYEAR & KELLY Orugglega feti framar r VIB opnar í r 28. nóvember nk. VIB býður nú ásamt Islandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga með því að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Strandgötu í Hafnarfirði. Á opnunardaginn verður opið hús í útibúinu þar sem hin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VIB verða á staðnum, auk þess sem fluttir verða áhugaverðir fyrirlestrar. 14:30 10 ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB. 15:00 Hlutabréfakaup og skattamál. Margrét Sveinsaóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VIB. 15:30 Vextir og ávöxtun, hvað er að gerast? Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VIB. Verðbréfafulltrúi VÍB í útibúi íslandsbanka við Strandgötu í Hafnarfirði er Eggert Þór Kristófersson. Hann mun annast alla almenna ráðgjöf kaup ogsölu verðbréfa. FORYSTA í FJÁRMÁLUM VÍB VERÐBRF.FAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.