Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Eru þeir fullorðnu vandamál ungl- inga og barna? -Páll V. Daníelsson skrifar í tilefni af bindindisdegi fjölskyldunnar Við búum við ofbeldi, við búum við skemmdafýsn og gripdeildir, við búum við sundrungu heimila, við búum við svo tilgangslaus slys, ör- kuml og dauðsföll, við búum við sjúkdóma, andlega og líkamlega, já, við búum við áhættusamt líf. Frá alda öðli hefur fólk orðið að búa við áhættu. Það var því snemma farið að leita leiða til að minnka áhættuna og til þess settar margþættar öryggis- reglur sem hafa borið góðan árangur. En við erum ekki alltaf heilsteypt og sjálfum okkur samkvæm. Tví- skinnungurinn kemur fram á ýmsum sviðum. Það er auðvelt að sljóvga okkur svo að við gerum okkur ekki grein fyrir ýmsum hættum á vegi okkar. Við erum allt í einu farin að gera það sem við síst vildum og ríf- um niður vamir og opnum hörmungunum leið og voði hlýst af bæði fyrir okkur sjálf og samferðar- fólkið. Þetta er áber- andi í sambandi við áfengismál- in. Hér á landi voru öflugar áfengisvarnir. Aldamótakynslóðin var mjög bind- indissinnuð. Hún skyldi það að hin fámenna þjóð þyrfti á dugmiklu og heilbrigt hugsandi fólki að halda ætti hún að geta fengið fullt sjálfstæði og risið undir því. En peningavald áfengisdreifenda var ósátt og hóf baráttu gegn öllum áfengisvörnum og stjómvöld létu undan stig af stigi. Nýir vegvísar til aukins frelsis í áfengismálum risu hver af öðrum. Þótt vegvísamir bein- du fólki inná brautir sundurlyndis og upplausn heimila, inn á brautir glæpa og ofbeldis, í fangelsi, á sjúkrahús og í opinn dauðann var áfram haldið. Síðast liðin 70 ár hafa vamimar ver- ið rifnar niður og áfengisbölið verið búið til í sinni grimmustu mynd og enginn telur sig ábyrgan. Og nú er komin fram tillaga um að færa áfengiskaupaaldurinn úr 20 ára niður í 18 ár þannig að yngra fólk geti nýtt sér vegvísana og dregið enn yngra fólk með sér. Það em vænting- ar peningavaldsins _sem vill stækka áfengismarkaðinn. Afengisneysla er hættulegri ungu fólki en öldnu og Páll V. Daníelsson. breytir ekki kosningaréttur eða önnur réttindi þeirri staðreynd. Þá getur það skapað margvísleg vandamál í fram- haldsskólum að kljúfa þá í tvennt með mismunandi áfengiskaupaaldri. Varðandi áfengisneyslu hefur for- dæmi fólks lang mest og afdrífarík- ust áhrif. Ungmennin fylgja í fótspor foreldra, kennara og fleiri sem að uppeldismálum koma. Þetta fólk þarf að geta gengið undir sama lífsstíl og það óskar að bömin Iift eftir. Gangi það ekki eftir eru foreldrar og annað fullorðið fólk mikið vandamál bama og unglinga. Það er ekki skynsamlegt að fella allar vamir burtu. E.t.v. getur verið nauðsynlegt að breyta áherslum. Séu felldar niður vamir á einu sviði er þörf á að taka þær upp á öðru. T.d. þegar slakað er á hömlum varðandi áfengi væri hægt að láta hagsmuna- aðila áfengisviðskipta greiða fyrir hið aukna frelsi. Eðlilegt er að þeir standi undir öllum afleiddum kostn- aði í þjóðfélaginu af viðskiptum með áfengi. Það er mikils virði að efla bindindi og nýta bindindisdaginn laugardag- inn 25. nóv. til að hugsa og gera sér grein fyrir því mikla tjóni og marg- þættu þjáningum sem áfengisneyslan veldur. Eitt er víst að allir sem eru með í almennri áfengisneyslu eiga sinn þátt í þeirri ógæfu sem hún veld- ur og skiptir þá ekki máli hvort þeir neyta meira eða minna áfengis. Allir neytendur bera ábyrgð og minnumst þess að enginn er áfengissjúklingur fyrirfram. ■ Páll V. Daníelsson Eins sagt var frá í Fjarðarpóstinum fyrir skömmu opnuðu þær Aslaug Sigurðardóttir og Rósa Jónasdóttir snyrtistofuna Asrós í Bæjarhrauni 2. Ljósmvndari Fjarðarpóstsins leit þar inn fyrir nokkru og tók þessa mynd afþeim Áslaugu og Rósu ásamt Lindu Magnúsdóttur, snyrtifræðing, sem vinnur hjá þeim. Herf?A HAFNARFJÖRÐUR MIÐBÆ - SÍMI 565 0073 þitt eigið útibú! yVleð Heimabanka Islandsbanka geturðu sinnt flestum bankaviðskiptum pínum frá heimilinu. Þú getur fært á milli reikninga, greitt gíró- og greiðsluseðla, skuldabréf og víxla, skoðað stöðu reikninga, séð færslur strax og þær hafa verið framkvæmdar, skoðað allar færslur tékka- og innlánsreikninga, prentað út þín eigin reikningsyfirlit, fylgst með stöðu kreditkortareikninga, reiknað út greiðslubyrði lána og kostnað við lántöku og flett upp í þjóðskrá. Líttu inn hjá okkur á Strandgötu I eða Reykjavíkurvegi 60 og kynntu þér þessa merku nýjung. ISLANDSBANKI Strandgötu I og Reykjavíkurvegi 60 Simi 555 4400

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.