Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Bjöm Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða íbúðabyggð og stóriðja Orð Rannveigar Rist steypuskálastjóra ÍSAL á fundi hér í bæ síðast liðið mánudagskvöld um að menn ættu að íhuga að setja íbúðabyggð ekki nær álverinu en þeg- ar er hljóta að vekja bæjaryfirvöld til umhugsunar um skipulag nýrrar byggðar í Hafnarfirði. Rannveig vitn- aði til reynslu nágrannaþjóða okkar um að ekki sé heppilegt að fbúðabyggð og stóriðja sé of nálægt hvort öðru. Það liggur fyrir að framtíðarbyggingarsvæði Hafnar- fjarðar er einkum suður af bænum og meðfram Krýsu- víkurveginum og verið er að undirbúa úthlutun á um 100 lóðum suður af Hvaleyrarholtinu. Þetta svæði er í töluvert meiri nálægð við álverið en byggðin nú og því spuming hvort skipulagsyfirvöld þurfi ekki að taka þessi mál öll til endurskoðunar nú eftir að samningar um stækkun álversins eru í höfn. Það sem einkurn liggur að baki orðurn Rannveigar er mengun vegna starfsemi álversins. Þótt sú mengun sé undir þeim stöðlum sem settir hafa verið er hún engu að síður til staðar. Á fundinum kom meðal annars fram að hljóðmengun mun aukast um 62% eftir að fram- kvæmdum lýkur við stækkun álversins. Hér er einkum um að ræða hljóðmengun vegna uppskipunar á súráli en sú hljóðmengun er afleiðing af vörnum gegn annar- ri mengun af slfkri uppskipun og því lítið sem álverið getur gert til að draga úr henni. Það er augljóst mál að íbúar framtíðarinnar á því landi sem skipulagt hefur verið sem framtíðarbygging- arsvæði Hafnarfjarðar verða lítt hrifnir af því ef ró þeir- ra er rofin á kyrrlátum sumarkvöldum af beljandi í ein- hverri súrálsdælu suður með sjó. Bæjaryfirvöld er í þröngri stöðu hvað varðar að taka framtíðarskipulag byggðar til endurskoðunnar því fyrir liggur að góðar byggingarlóðir eru af skornum skammti í bæjarlandinu nú um stundir. Rannveig benti hinsvegar réttilega á að á landi sem hefur jafnmikið af óbyggðu landsvæði og er hérlendis er óþarfi að var að setja íbúðabyggð niður í grennd við stóriðjuna. Stækkun álversins er þjóðþrifamál og mun rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í efnahagslífi landsmanna undanfarin sjö ár eða svo. Það ætti hinsvegar að vera óþarfi að láta stækkunina bitna á íbúum framtíðarinnar í bænum með því að ætla þeim stað í grennd við fyrir- tækið. Friðrik Indriðason Það vakti athygli okkar á Fjarð- arpóstinum, þegar sýslumannsemb- ættið var að flytja hér í næsta hús að fremstur í flokki flutningamanna var sjálfur sýslumaðurinn, klæddur í vinnugalla. Einhvern veginn hafði maður talið að embættismaður í svo háu embætti mvndi ekki standa í slíkum tlutningi sjálfur, heldur léti aðra sjá um það. Það var því með nokkurri forvitni sem ég fór á fund hans, en ég hafði beðið hann um við- tal fyrir lesendur Fjarðarpóstsins. Langaði að kynna manninn og emb- ættið nokkuð fyrir lesendum. Emb- ætti sem ýmsum stendur stuggur af. Guðmundur tók Ijúfmannlega á móti mér og bauð mér sæti. Guðmundur Sophusson, er fæddur og uppalinn í Reykjavík og bjó þar fyrstu 37 árin eða þar til hann flutti í Garðabæ fyrir 10 árum. Eftir barna- skólanám fór hann í Kennaraskólann og lauk þaðan stúdentsprófi. Hann settist síðan í lögfræðideild Háskóla Islands og lauk embættistprófi í lög- fræði. Að námi loknu var hann eitt ár í Danmörku. Þegar heim kom hóf hann störf sem dómarafulltrúi hjá sýslu- Guðmundur Sophusson, sýslumaður á hinni nýju skrifstofu sinni Við reynum að sinna mannlegu hliðunum eftir því sem kostur er -segir Guðmundur Sophusson sýslumaður manni, en embættistitill hans hét þá bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garða- kaupstað og Seltjamamesi og sýslu- maðurinn í Kjósarsýslu og má segja að hann hafi starfað þar síðan, þó embætt- ið hafi breyst nokkuð og heiti nú sýslumannsembættið í Hafnarfirði. Guðmundur starfaði fyrsta árið á skrif- stofu embættisins á Seltjamamesi, en kom síðan á aðalskrifstofuna sem full- trúi og skrifstofustjóri, varð síðan að- alfulltrúi, sem m.a. leysti sýslumann af í fríum hans, en frá 1992 hefur hann síðan verið sýslumaður. Það má því segja að hann hafi unnið sig upp í embættinu. Það vakti athygli mína að Guðmundur fór í Kennnaraskólann, en ekki í menntaskóla eins og virðist lig- gja beint við ef stefnt er að lögfræði- námi. "Það má nú segja að ég sé alinn upp í kennararanda. Amma mín var kennari, mamma var kennari og síðar skólastjóri í Ölduselsskóla, systir mín er kennari, mágur minn og svona mætti lengi upp telja. Þetta hafði að sjálfsögðu áhrif," segir Guðmundur og bætir svo við, "já, og konan mín er kennari, svo að kennslu- og skólamál eru allt í kringum mig og oft í umræð- unni, það var hins vegar ekkert eins- dæmi að fara þessa leið til náms í lög- fræðinni. Við vorum einmitt fleiri á þessum tíma sem fórum saman þessa leið í gegnum Kennaraskólann í lög- fræðina í Háskólanum." Kona Guð- mundar er Margrét Elín Guðmunds- dóttir, kennari í Garðabæ. Margrét Elín er Reykjavíkurmær, sem hann kynntist í Kennaraskólanum. Þau eiga þrjú böm. 23ja ára dóttur sem nemur lögfræði við Háskóla íslands, 19 ára dóttur sem er að ljúka námi frá Verzl- unarskóla Islands og 9 ára son sem er í skóla í Garðabæ. Umsvifamikið embætti Sýslumannsembættið í Hafnarfirði er stærsta sýslumannsembættið á land- inu hvað umsvif varðar, því sýslumað- urinn í Hafnarfirði er ekki bara sýslu- maður, heldur einnig lögreglustjóri og tollstjóri, þannig að embættið þjónar fleiri þáttum en t.d. sýslumannsemb- ættið í Reykjavík. Arið 1992 urðu tals- verðar breytingar á embættinu, því þá kom Héraðsdómur Reykjaness til sög- unnar við aðskilnað á milli dómsvalds og framkvæmdavalds og á sama tíma fóru frá embættinu Seltjamames, Mos- fellsbær, Kjalames og Kjós. Eftir eru Hafnarfjörður, Garðabær og Bessa- staðahreppur. "Þessi stærð af embætti er mjög hagkvæm rekstrarlega séð," segir Guðmundur, "hægt er að hafa góða yf- irsýn yfir reksturinn og miklir mögu- leikar á samnýtingu ýmissa þátta innan embættisins." Fimm starfsstöðvar Eins og áður segir er sýslumaðurinn líka lögreglustjóri og tollstjóri. Emb- ættið er með fimm starfsstöðvar. A að- alskrifstofunni á Bæjarhrauninu eru al- mannatryggingar, uppboðs- og aðfara- deildir, sifjamál, þinglýsingar, inn- heimtudeild og opinber mál. Á lög- reglustöðinni við Flatahraun er séð um löggæslustörfin og þar er einnig vax- andi rannsóknardeild. Tollurinn er með aðstöðu á Strandgötu 75, þar sem er öflug tolladeild. I Garðabæ er svo lítið útibú, sem sinnir þjónustuhlut- verki við Garðbæinga og þar er einnig lögregluvarðstofa sem opnuð var fyrir tveimur árum, með almenna löggæslu alla virka daga, en á kvöldin og um helgar er löggæslunni sinnt frá Hafnar- firði. Hjá embættinu vinna því um 90 manns allt í allt. "Við erum mjög hepp- in með starfsfólk," segir Guðmundur, "þetta er samhentur og góður hópur, sem starfar hér hjá embættinu. Margir eru búnir að vinna hér lengi, jafnvel áratugum saman." Maður talar ekki lengi við Guð- mund til að finna að þama fer maður sem hefur góða yfirsýn yfir starf sitt, þó viðamikið sé. Talið berst að lög- reglunni og því mikla starfi sem þar fer fram. Guðmundur segir að aðstaða lögreglunnar hér sé góð, enda lög- reglustöðin í nýlegu húsi. Hjá embætt- inu starfa 40 lögreglumenn, sem ýmist ganga vaktir eða eru við rannsóknar- störf. Á stöðinni eru nokkrir fangaklef- ar, sem ekki eru ætlaðir til nema skammtímavistunar. Ekki eru sérstakir fangaverðir, heldur sjá lögreglumenn á vakt um eftirlit með þeim föngum sem þar em hverju sinni. Guðmundur segir að útlit sé fyrir að rannsóknarþátturinn muni stækka á næstunni og taka fleiri störf frá Rannsóknarlögreglu ríkisins og Saksóknaraembættinu. Hann segir að hér séu mjög færir lögreglumenn að störfum, en því miður vantar fleiri unga menn í lögregluna. Þetta sé mjög slæmt ef t.d. vantar heilu aldurshópana inn í heildina. Hins vegar segist hann hafa reynt, þrátt fyrir niðurskurð, að kappkosta að láta það ekki koma niður á löggæslunni, heldur reynt að hag- ræða og spara á öðrum sviðum. Tolladeildin er sú lang stærsta utan Reykjavíkur og sinnir bæði tollaf- greiðslu skipa, skoðun á innflutningi, sem er mikill hér um Hafnarfjarðar- höfn og eins og ekki síður að ganga frá útflutningsskjölum í sambandi við vaxandi útflutning sem fer um höfn- ina. Guðmundur segir að talsverð sam- keppni sé við Reykjavík, "sem ég held við stöndumst alveg," segir Guðmund- ur brosandi, "en hér eru afgreiddar 25- 30 þúsund tollskýrslur á ári." Á skrifstofunni í Garðabæ er veitt sú þjónusta sem hægt er með góðu móti að koma þar fyrir og í lögreglu- varðstofunni eru þrír lögreglumenn á vakt yfir daginn, en eins og áður segir, er löggæslu sinnt héðan frá aðalstöð- inni um nætur og helgar. Ekki fer hjá því að það hljóta að koma upp erfið mál sem þarf að leysa? "Já, auðvitað er það svo hjá svona embætti að við verðum að koma að erfiðum málum, en eins og ég sagði áðan er hér gott starfsfólk, sem reynir að leysa úr öllum málum eftir því sem hægt er. Umgengisréttarmál, skilnað- armál, uppboð á húseignum og fleiri mál geta auðvitað verið erftð og sárs- aukafull fyrir hlutaðeigandi. Við reyn-

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.