Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 1
Viðræður við félaga í STH hafnar Starfsmönnum er boðin 10-25% kjaraskerðing Einar Márí nærmynd -sjá bls. 6 -gífurleg óánægja og reiði í okkar hóp, segir Arni Guðmundsson Viðræður við félaga í Starfs- mannafélagi Hafnarfjarðar vegna sérkjara eru nú hafnar og að sögn Árna Guðmundssonar formanns STH er starfsmönnum boðin 10- 25% skerðing á launum sínum. Enginn hefur samþykkt tilboð bæjaryfirvalda utan einn sem boðið var upp á óbreytt Iauna- kjör. Á aukafundi í bæjarráði á mánu- dag var boði STH um að fresta gild- istöku uppsagna á sérkjörum til 1. febrúar á næsta ári hafnað af bæjar- ráði. Er það lá ljóst fyrir héldu bæj- arstarfsmenn langan og fjölmennan fund seinna um daginn og raskaðist starfsemi á bæjarskrifstofum að nokkru sökum þess. Frekari aðgerðir voru fyrirhugað- ar í hádeginu í dag þegar reglulegur fundur bæjarráðs hefst og ætluðu bæjarstarfsmenn að fjöimenna á bæjarstjórnarskrifstofurnar. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri segir að bæjarráð hafi ekki viljað að svo komnu máli fresta viðræðum heldur halda áfram þrýstingi í mál- inu. Hinsvegar hafi komið fram á fundinum að málinu yrði frestað ef þurfa þætti og þá tekin ákvörðun um það á fundinum í dag. „Við munum athuga frestun málsins í dag“, segir Ingvar. Ámi Guðmundsson segir að það hafi verið mikil vonbrigði að ekki var gengið að boði þeirra um að fresta uppsögnum til febrúar á næsta ári. „Það er ekkert launungar- mál að starfsandi meðal bæjar- starfsmanna er nú með versta móti, samskipti við bæjaryfirvöld í mol- um og fólk almennt óánægt og sárt,“ segir Ámi. Mikið sungið 1 síðustu viku var 30 ára afmæli Kórs Öldutúnsskóla haldið hátíð- legt í Hafnarborg og óhætt að segja að þar hafi inikið verið sung- ið. Gestir voru fjölmennir og raunar var menningarmiðstöðin full út úr dyrum meðan á afmæl- inu stóð. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, hafði boðað komu sína í af- mælið en var veik er til kom. Hún sendi kveðju í afmælið þar sem sagði m.a.: „Elskulegu söngmeyjar og vinkonur og kæri kórstjóri. Eg færi ykkur bestu ámaðaróskir í til- efni 30 ára afmæli kórsins ykkar og sakna þess að eiga þess ekki kost að vera með ykkur í kvöld...“ Á myndinni sést Egill Friðleifsson kórstjóri ásamt kómum á afmælinu. -SJÁ BLS.3 M FASTEIGNASALA Sími 565 2790 Fax 565 0790 Amarhraun Endumýjað 202 fm. einbýli, ásamt 31 fm. bílskúr. Vandaðar innréttingar, parket. 4 til 5 svefnherbergi. Falleg HRAUNLÓÐ. Fallegt útsýni Miðvangur Gott talsvert endumýjað 150 fm. raðhús, ásamt 38 fm.innbyggðum bílskúr. Parket. 4 svefnherbergi. Góð eign í góðu standi. SKIPTI MÖGULEG. Verð 12,9 millj. Talsvert endumýjuð 134 fm. efri sérhæð og ris í góðu tvíbýli. Nýl. innréttingar, gler og fl. Góð staðset- ning. Áhvílandi góð lán. 4,0 millj. Verð 10,3 millj. Fjarðargata Nýjar 118- 128 fm. LUXUS- IBUÐIR á besta stað í bænum. FRÁBÆRT ÚTSÝNI. íbúðimar ski- last fullbúnar án gólefna. Verð frá 9,6 millj. FULLBÚNAR ÍBÚÐIR. INGVAR GUÐMUNDSSON, LÖGGILTUR FASTEIGNARSALI - JÓNAS HÓLMGEIRSSON -KÁRI HALLDÓRSSON

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.