Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN íþróttir og heilsa SH-ingar sigruðu f bikarkeppni SSÍ Um síðustu helgi var haldin, í Sundhöll Reykjavíkur, bikar- keppni Sundsambands Islands. Fyrir mótið var spáð að keppni yrði hörð á milli Sundfélags Hafn- arfjarðar og Ægis, en Ægis-menn höfðu titil að verja. SH-ingar komu sterkir til leiks og eftir fyrri- helming mótsins leiddu þeir með 233 stigum. Lokastaðan var afger- andi, eftir að hafa leitt mótið frá fimmtu grein þá var sigurinn tryggður löngu i'yrir síðasta sund og og munurinn afgerandi, um 800 stig. Þetta er í frysta sinn sem Sundfé- lag Hafnarfjarðar sigrar í bikar- keppni Sundsambandsins og má einna helst þakka árangurinn því uppbyggingarstarfi sem félagið hefur stundað síðustu ár. Einnig var mikil- vægt að sundmenn SH syntu eftir hjartanu og trúðu á sjálfan sig og sig- ur, að sögn Magnúsar Þorkelssonar formanns félagsins. Magnús segir að þetta hafi verið mikilvæg uppskera á 50 ára afmælinu og að það hafi verið gaman að sjá fjölda gamalla sund- manna, stjómarmanna og fomianna mæta á bakkann til að fylgjast með loka átakinu og verðlaunaafhending- unni. Hann segir að svona sigur vinnist á grundvelli margra samverk- andi þátta. Segja má að áfanga hafi verið náð með fjögurra ára uppbygg- ingarstarfi með þá sundmenn sem hér sýndu gleði sína og getu. Þá fer ekki á milli mála að stuðningur bæj- aryfirvalda, og þar með talin sundað- staða, við þetta afreksfólk skiptir ein- nig verulega miklu máli. Samstarf sundmanna, þjálfara og stjórnar- manna hefur einnig verið með ágæt- um og og þar með samstarf við for- eldra og eldri félaga. En það sem réði úrslitum var að heimavinnan var unnin og þau höfðu trú á sjálfum sér. Þjálfarinn hefur sýnt okkur og þeim að agi og gleði fara vel saman. Þess- vegna voru þau ekki bara best, held- ur langflottust líka, segir Magnús að lokum. A mótinu voru mörg afrek unnin af sundmönnum SH. 12 Hafnarfjarð- armet fuku, fjögur aldursflokkamet íslands og eitt Islandsmet í opnum flokki. Sýnir það vaxandi styrk sundsins að fleiri met féllu í heildina en þetta eru einungis þau met sem SH-ingar settu. Það er hægt að telja upp fjölda sunda, því oft voru SH- ingar að synda á sínum bestu tímum og vinna persónuleg afrek þó ekki færu þau í metabækur. í hverju sund- inu af öðru sigruðu SH-ingar þó fyr- irfram væri það talið tæpt eða jafnvel óiíklegt. Helstu afreksmenn Sundfélags Hafnarfjarðar á mótinu voru þeir Hjalti Guðmundsspn og Öm Amar- son. Hjalti setti íslandsmet í 100 metra bringusundi, á fyrsta degi bik- arkeppninnar, og bætti þar átta ára gamalt met Eðvarðs Þórs Eðvarðs- sonar. Tími Hjalta var 1:03,83 en gamla metið var 1:04,13. Hjalti er aðeins 17 ára gamall og er tími hans því einnig nýtt piltamet. Gamla piltametið átti hann sjálfur, en Það var 1:06,51 og var sett á Innanhús- meistaramóti Islands fyrr á þessu ári. Hjalti hefur því bætt sig um tæpar þrjár sekúndur á átta mánuðum. I 200 Boðsundssveit SH í 4x100 m. boðsundi Örn Arnarson setti þrjú drengjamet á mótinu. Hjalti Guðinundsson setti glæsi- legt íslandsmet í 100 m. bringu- sundi. metra bringusundi sigraði Hjalti ein- nig og setti nýtt piltamet. Hann synti á tímanum 2:20,79 og bætti þar þrig- gja ára gamalt met Magnúsar Kon- ráðssonar, Keflavík, um rúma sek- úndu. Hjalti hefur nýlega unnið sér sæti í A-hóp Sundsambands íslands og er í dag einn af efnilegustu sund- mönnum landsins. Öm Amarson SH setti þrjú glæsileg drengjamet á mót- inu. Fyrsta drengjametið setti hann í 800 metra skriðsundi á föstudags- kvöldið þegar hann bætti met Tómasar Sturlaugssonar út UBK um Magnús Þorkelsson formaður SH hafði í nógu að snúast. rúmar 17 sekúndur. Tími Amars var 8:46,87. Þá setti hann drengjamet í 100 metra baksundi og bætti það tvisvar. Fyrst er hann synti á tíman- um 1:01,73, og aftur þegar hann synti fyrsta sprett í boðsundssveit SH, en þá synti hann á tímanum 1:01,16. Gamla metið átti Eðvarð Þór Eðvarðsson og var það 1:02,40. Þriðja drengjamet Amars var í 200 metra baksundi, það synti hann á tímanum 2:12,19 en gamla metið, sem var 2:14,38, átti hann sjálfur. Önnur afrek SH-inga eins og sjá má á töflunni hér. umsjón Björn Pétursson Stelpurnar í boðsundssveit SH hvetja þá fjórðu Nafn Grein Sæti Tími Bima Bjömsdóttir lOOm bringus. 1 1:16,06 100 m. skriðs. 2 1:00,78 200 m. skriðs. 5 2:15,71 Davíð Freyr Þórunnarson 100 m. flugs. 1 0:59,72 200 m. flugs. 2 2:14,53 200 m. skriðs. 5 2:07,30 Elín Sigurðardóttir 100 m. baks. 1 1:09,42 100 m. skriðs. 1 0:59,63 100 m. flugs. 2 1:05,43 Gunnlaugur Magnússon 100 m. skriðs. 4 0:59, 82 200 m. skriðs. 3 2:03,39 800 m. skriðs. 6 9:01,14 Guðrún B. Rúnarsdóttir 100 m. flugs. 4 1:12,20 100 m. baks. 6 1:14,05 200 m. fjórs. 6 2:39,46 Hjalti Guðmundsson 100 m. bringus. 1 1:03,83 200 m. bringus. 2 2:20,79 200 m. fjórs. 2 2:15,11 Hlín Sigurbjömsdóttir 200 m. baks. 4 2:38,68 200 m. fjórs. 4 2:37,85 200 m. flugs. 5 2:43,85 Ómar Snævar Friðriksson 200 m. baks. 5 2:21,17 Öm Amarson 200 m. baks. 1 2:12,19 100 m. baks. 2 1:01,16 800 m. skriðs. 3 8:46,87 Pétur Nikulás Bjamason 100 m. skriðs. 2 0:56,16 100 m. flugs. 3 1:03,25 200 m. flugs. 5 2:21,83 Sunna Björg Helgadóttir 200 m. flugs. 9 2:53,10 Sólveig H. Sigurðardóttir 200 nt. bringus. 5 2:55,31 Þorvarður Sveinsson 200 m. bringus. 4 2:28,89 200 m. fjórs. 5 2:17,79 100 m. bringus. 6 1:08,28 Heimir Öm Sveinsson 100 m. baks. 6 1:06,49 Eva Dís Björgvinsdóttir 200 m. baks. 4 2:38,68 800 m. skriðs. 4 9:47,11 200 m. skriðs. 8 2:17,21 Sigríður O. Magnúsdóttir 200 m. bringus. 4 2:53,63 100 m. bringus. 5 1:21,80 800 m. skriðs. 6 10:00,85

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.