Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Page 1

Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Page 1
) FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 43. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 7. desember Upplag 6.000 eintök Dreift frítt í Hafnarfirði 5-650-666 Lögfræðiálit vegna tryggingarvíxils Jóhanns G. Bergþórssonar Hefur lokið hlutverki sínu og verður eigi innheimtur „Það er skoðun undirritaðra að tryggingarvíxill sá sem óskað er álits á, liafi lokið hlutverki sínu sem trygging að baki þeim Iög- skiptum sem hann var afhentur vegna, og verði því eigi nú fylltur út og innheimtur sem slíkur," segir í lögfræðiáliti tveggja lögfræðinga um 16 milljón kr. tryggingarvíxil sem Jóhann G. Bergþórsson gaf út á sínum tíma, en álitið var lagt var fram á síðasta fundi bæjarráðs. Sem kunnugt er af fréttum lét minnihlutinn í bæjarstjórn bóka nýlega að ganga ætti að trygging- um að baki víxilsins. Bæjarlögmaður úrskurðaði sig vanhæfan til að fjalla um málið en fékk lögfræðingana Inga H. Sigurðs- sonar hdl og Olafs Rafnssonar hdl til að semja álitsgerðina. I framan- greindu áliti kemur m.a. fram gagn- rýni á hvemig samskiptum bæjaryfir- valda og Hagvirkis-Kletts hf var háttað. Um þetta segir m.a. í niður- stöðum fyrrgreindra lögfræðinga: „Lögskipti Hagvirkis-Kletts hf við bæjarsjóð... á árunum 1992-1994 virðast hafa verið nokkuð flókin sem vart telst óeðlilegt þegar í hlut á jafn umsvifamikill byggingaraðili í verk- töku fyrir sveitarfélagið. I þessu sam- bandi hljóta á hinn bóginn að vakna spurningar um skipulag sveitarfé- lagsins á aðgreiningu verkefna slíks fyrirtækis í þágu þess, einkum með tilliti til atriða á borð við fyrirfram- greiðslur, uppgjör og verkábyrgðir vegna einstakra verka. Telja undirrit- aðir að skortur hafi verið á aðgrein- ingu einstakra lögskipta...og skortur á heildarsamræmi við gerð einstakra löggeminga í tengslum við uppgjör gagnvart fyrirtækinu." A álitinu er einnig vakin athygli á erfiðri stöðu bæjarsjóðs ef til sönn- unarfærslu kæmi fyrir dómi í máli sem rekið yrði til að rukka víxilinn. Ljóst væri að málaferli gætu orðið afar umfangsmikil og báðum aðilum kostnaðarsöm. Tómlæti bæjarins við að fylgja meintum körfum sínum eft- ir hingað til myndu gera sönnunar- stöðu erfiðari. Rætt er um að meðferð og inn- heimta trygginga af hálfu bæjarsjóðs hafi verið ábótavant og segir: „Er meðferð hins umrædda tryggingar- víxils dæmi um slíkt, hafi á annað borð verið litið svo á að hann stæði enn til tryggingar nokkrum skuld- um.“ Eld- varnar- dagur L.S. Slökkviliðsmenn í Hafnarfirði heimsóttu aila grunnskóia bæjarins á mánudag en þá var Eldvarnardagur Landssam- bands slökkviliðsmanna. Nem- endurnir voru fræddir um eld- varnir og fvrirbyggjandi að- gerðir á heimilunum og dreift var bæklingnum „Ert þú eld- klár?“ Myndin er tekin í Lækj- arskóla er tveir slökkviliðs- menn heimsóttu einn bekkinn þar. öV/-’"' llli m FASTEIGNASALA Sími 565 2790 Fax 565 0790 Vesturvangur Fallegt og vandað 153 fm, einbýli á einni hæð, ásamt 40 fm. bflskúr við hraunjaðarinn. Falleg hraunlóð. Möguleg 5 svefnherb. SKIPTI MÖGULEG. VERÐ 15,5 millj. Uthlíð SÍÐASTA HÚSIÐ. Fallegt vel skipu- lagt 143 frn. ENDARAÐHÚS, ásamt 37 fm. bflskúr. Húsið skilast fullbúið að utan, fokhelt eða lengra komið að innan. Verð 8,2 millj. Hraunkambur e.h. Talsvert endumýjuð EFRI SÉRHÆÐ OG RIS í virðulegu steinhúsi. 4 SVEFNHERBERGI, góð staðsetn- ing, falleg HRAUNLÖÐ. Áhvflandi góð lán 4,3 nrillj. Verð 9,5 millj. ■ ■ íb- t'l N ■ Suðurhvammur n.h. Björt og rúmgóð 107 fm. neðri SÉR- HÆÐ í endaraðhúsi. Góðar innrétt- ingar. ÁHVÍLANDI BYGGSJ.RÍK- IS. 4,8 nrillj. Verð 8,3 millj. INGVAR GUÐMUNDSSON, LÖGGILTUR FASTEIGNARSALI - JÓNAS HÓLMGEIRSSON -KÁRI HALLDÓRSSON

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.