Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN (iildir frá llnuntude^i 7. des. - miö- vikudugs 13. des. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Ekki er ólíklegt að þú finnir fyrir þreytu um þessa mundir og eru það eðlilegar af- leiðingar vinnuálags. Spennufall. Hvfldu þig ef þú getur svo þú getir notið jólaund- irbúningsins með fjölskyldunni. Þú finn- ur fyrir vanmátt, það er ekkert að því að biðja um aðstoð. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Þú leggur mikið upp úr því að læra og þroskast, mennt er máttur! Allt sem þú kemst yfir um sjálfsbætandi fræði, lestu upp til agna. Orku og kraft þarft þú samt að sækja annarsstaðar frá, enn sem kom- ið er. Byrjaðu á jólagjafainnkaupunum, ekki veitir af. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Það eru óteljandi spurningar og svör sem fólk í kringum þig er að þvælast með fram og aftur. Láttu ekki taka þig út af laginu og haltu þínu striki. Þú ert með þetta allt á hreinu. Ef þú ferð að breyta skipulaginu, breytist svo margt meira, allt er þetta keðjuverkandi. Nautiö (20. aprfl - 20. maf) Það þýðir ekkert að gráta yfir mistökum og glötuðum tækifærum úr fortíðinni. Dagurinn í dag er það sem hefur mesta gildi. Þú átt svo margt að vera þakklát(ur) fyrir, njóttu þess. Taktu ekki of mikið að þér á þessum tíma, það er ekki víst að þú klárir það fyrir jól. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Fullt tungl hefur geysileg áhrif á ástar- samband sem þú ert í eða ert að byrja í. Búðu þig undir hvell...en, mundu líka að oft myndast hreinn kjami þegar búið er að hreinsa til. Þú erfir ekki þessa upp- ákomu sem betur fer, því húmorinn og létta skapið er á réttum stað. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Þú mátt velja, þunglyndi eða gleði. Það þarf að vinna bug á hræðslu, efa og af- brýðsemi, þú ræður alveg líðan þinni. Tími til kominn að efla sjálfstraustið, hressa upp á útlitið, kaupa jólafötin og aðalatriðið er að vinna jákvætt, þá kemur allt það góða á eftir. Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Það þurfa víst margir á þér að halda þessa dagana, því þú ert full(ur) uppörvunar og greiðasemi. Af því að þú þarft að velja sérstaklega fallegar gjafir fyrir þá sem þér þykir vænst um, ættirðu að byrja á því núna. Það selst alltaf fyrst þetta spes.... Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Hvemig væri að kaupa jólatréð þessa helgi, þótt þér finnist það snemmt. Þá getur þú valið, í stað þess að sætta þig við það sem eftir er, ef þú kaupir seinna. Vinnuveitandi þinn er ánægð(ur) með framúrskarandi vinnugleði þína og vand- virkni. Þú færð gott tilboð. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Helgin verður erilsöm og það er ekki til neins að áætla einhvem frítíma. Eftir helgina rofar þó til og láttu það eftir þér að bjóða besta vininum í langan hádegis- mat, ræðið persónuleg mál. Það er gott að treysta góðum vin fyrir hjartans málum sínum. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þér er óhætt að fara að ráðum einhvers úr Ijónsmerkinu. Réttlátari manneskju er vart að finna. Nú með fullu tungli eru miklar hvaðir lagðar á þig varðandi fé- lagstörfin. Þú þarft að skipuleggja, gera kostnaðaráætlanir, auglýsa og fl. En þér finnst það ekki leiðinlegt. Kogmuðurinn (22. nóv. - 21. des.) Þú ert ekki alveg sátt(ur) við orðsendingu frá einhverjum af eldri kynslóðinni. Þú veist það líka fullvel að þú þarft ekki að vera sammála. Farðu milliveginn, og láttu líka heyra þína skoðun. Óþarft er að láta alveg taka sig sem einhvem sjálf- sagðan hlut. Mundu málfrelsið. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Láttu það ekki eftir þér að svara þessum afburðavandræðagemling sem er að þvælast fyrir þér, það er ekki þess virði. Vinir og starfsfélagar leita til þín við und- irbúning á stórri jólaveislu. Þú veist nokkuð uppá krónu hve miklu þú ætlar að eyða í jólagjafir. Mundu góða skapiö Þau Einar Már og Hjördís Frímann leggja lokhönd á svningna. Englar og erótík í List- húsi 39 Peir listamenn sem reka Listhús 39 liafa opnað sýn- ingu í húsinu sem ber heitið Englar og erótík. I sýningar- rýminu hakatil eru verk sem unnin hafa verið sérstaklega fvrir þessa sýningu en hún mun standa út desembermán- uð. Listamennirnir sem hér um ræðir eru Aðalheiður Skarphéð- insdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Einar Már Guðvarðarson, Elín Guðmundsdóttir, Guðný Haf- steinsdóttir, Hjördís Frímann, Ingiríður Oðinsdóttir, Lárus Karl Ingason, Margrét Guð- mundsdóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Agústsdóttir, Sigríður Erla og Susanne Christensen. Meðal þess sem fmna má á sýningunni eru „englavængir" á snögum, skemmtilega útfærð karl- og kvennform í leir, högg- myndir í brons og marmara, ástaker í leir sem minna á örva- hulstur o.fl. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. (fréttatilkynning) Ljóð og djass í Haf narborg Sunnudaginn 10. desember n.k. kl. 20.30 verður flutt dagskrá í Hafnarborg þar sem fléttað er saman flutningi Ijóða og djasstónlist. Þar munu skáldin Ari Gísli Bragason, Didda, Jóhann Hjálmarsson, Jón Óskar, Matthías Johannessen, Nína Björk Árnadóttir og Þorri lesa úr verkum sínum. Undirleik með ljóðalestri annast þeir Carl Möller píanó- leikari, Guðmundur Stein- grímsson trommuleikari og Ró- bert Þórhallsson bassaleikari. Höfundur tónlistar er Carl Möller og skilgreinir hann hana sem ljóðrænan djass sem taki mið af hugblæ ljóðanna. Þessi hópur hefur áður unnið saman að svipuðum flutningi og má rekja upphaf þess sam- starfs tvo áratugi aftur í tímann. Hluti hópsins kom saman í fyrra og endurnýjaði samstarfið ásamt yngra fólki. Dagsskráin verður flutt í kaffistofu Hafnarborgar og að- gangseyrir er 500 kr. (fréttatilkynning) Finnsk og íslensk silfursmíði Nú stendur yfir sýning í Hafnarborg, nienningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á silfur- og gullsmíða- verkum eftir Hannu Tuom- ala, Timo Salsola og Sigríði A. Sigurðardóttur. Hannu Tuomala er finnskur silfursmiður sem útskrifaðist frá Lahti-listhönnunarskólan- um í Finnlandi árið 1991. Hann hefur síðan hlotið verðlaun fyr- ir hönnun sína og sýnt verk sín víða. Timo og Sigríður útskif- uðust Iíka frá Lahti-listhönnun- arskólanum 1991 og sýndu með Hannu og öðrum útskrift- arnemendum skólans í Nor- ræna húsinu í Reykjavík sama ár.Sýningin stendur til 23. des- ember 1995 og er opin frá kl. 12 til 18 alla daga nema þriðju- daga. Jólamót Fjarðar í boccia Jólamót íþróttafélagsins Fjarðar í boccia verður haldið á laugardaginn í Víðistaðaskóla. Mótið hefst kl. 13.00 en um ein- staklingskeppni er að ræða og keppt um farandbikar sem Filmur og framköllun í Miðbæ hafa gefið félaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um þennan bikar en Filmur og framköllun styrkja Fjörð nú með ágóða af sölu jólakorta hjá sér eins og fram hefur komið í blaðinu. Hafnftrðingar eru hvattir til að mæta á mótið og hvetja sitt fólk. Æringi -meinlegur og misk- unnarlaus skrifar: Brimbrjótur Ingvars Nú nálgast jólin lifnar yftr öllum, segir í ágætu kvæði. Það getur verið gott en það getur líka verið slæmt. Til dæmis getur lifað glatt í kertum fyrir og um jól og gerir það gjaman í miklu meira mæli en endranær. Og kertin geta logað svo glatt að þau lift sig inn í víðtækari hlutverk og gerast þar með hættuleg lífi og heil- su manna. Þannig getur jólaskrautið fuðrað upp fyrr en varir en vissulega fer um það nokkuð eft- ir því hvað menn nota til þess að skreyta hjá sér. Hvað ætlar bæjarstjómin til dæmis að nota á starfsmannajólatréð hjá sér? Ef góða veislu gjörum vér, grimmdar forðumst braut. Oánægja og reiði er, eldfimt jólaskraut. Vakin hefur verið athygli á því hér í Hafnar- firði að nauðsyn beri til að ráðinn verði löglærð- ur fulltrúi til félagsmálastofnunar og bama- vemdamefndar. Bæjaryftrvöld í Hafnarfirði hafa svo sem ekki alltaf hlaupið upp til handa og fóta við að kippa óskum bæjarbúa í liðinn og svo gæti farið í þessurn efnum. Og afsökunin? Ekki brátt mun burnaher. bæta við sig hlekk. Því æskulögfræðingur er, enn í fyrsta bekk. „Framkvæmdir við brimvamargarð verða að hefjast strax" var fyrirsögn á viðtali í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins. Æringi las ekki frekar í viðtalinu því hugsunin um vom íturvaxna bæj- arstjóra let mig ekki í friði eftir að hafa séð þetta orð - brimvamargarður. Oft hefur það verið haft í flimtingum að Ingvar sé vel vaxinn fram og ef til vill nýtist það honurn við að brjóta af sér straumþunga hins erilsama starfs bæjarstjórans. Því Ingvar er ágætlega meðvitaður um vaxtarlag sitt og það sem er jafnvel ennþá betra, hann hef- ur húmor fyrir því. Hann má því alls ekki grenn- ast, hvorki í líkamlegu né andlegu tilliti. I ljósi þessa umrædda margræða orðs - brimvamar- garður, þá verður þessi litla vísa að fá að fljóta hér með: Ef Ingvars ýstra grandast, annan þarf hann „lim“ sterkan til að standast stjórnmálanna brim! GAHARIVIKUNNAR Fullt nafn? Linda Magnúsdóttir Fæðingardagur? 28. desember 1963 Fjölskylduhagir? Maki Steen Jo- hansson, bam Magnús Guðbergsson 14 ára Bifreið? Saab ‘88 og Lada ‘87 StarP? Rekstrarfulltrúi íþrótta- og æskulýðsmála Fyrri störf? Dagheimili og for- stöðumaður tómstundaheimilis Helsti veikleiki? Oframfæmi Helsti kostur? Heiðarleiki Eftirlætismatur? Allur austur- lenskur matur Versti matur? Blóðmör og nýru Eftirlætistónlist? Nokkurnveginn alæta á tónlist Eftirlætisíþróttamaður? Á engan eftirlætis íþróttamann en hef gaman af að horfa á handbolta og körfu- bolta Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Guðmundur Ámi Stefánsson Eftirlætissjónvarpsefni? Gaman- og spennumyndir Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Skákskýringar Besta bók sem þú hefur lesið? Erfitt að gera upp á milli en Læknamafían er sú fyndnasta Hvaða bók ertu að lesa núna? Grandavegur 7 Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigur- jónsson Besta kviktnynd sem þú hefur séð? Stella í orlofi Hvað geriröu í frístundum þín- um? Frístundir eru fáar, fer þá helst í hesthúsin Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Hallormsstaðaskógur Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Hreinskilni Hvað meturðu síst í fari annarra? Heiðarleika og fals Hvern vildirðu helst hitta? Son minn, hann er í heimavistarskóla Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Náttslopp Hvað mvndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Borga skuld- ir og fara í heimsreisu Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Breyta starfsmanna stefnu bæjarins Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Hestur eða heimilis- köttur Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Spurningarkeppni framhaldsskólanna var haldin í Flensborg og Hafnfirðingar fengu eftirfarandi spurningu: hvaða dýr er á framhlið 10 kr. penings? Eftir langa þögn kom svarið, fiskur. I Ijósi þess að hér var um Hafnfirð- inga að ræða fengu þeir rétt fyrir það svar. En í framhaldi voru þeir spurðir hvað væri á bakhlið á sama peiningi og þá stóð ekki á svari: Pizza!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.