Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Svipmynd frá starfi kvennanna í Hraunprvði. Hraunprýði 65 ára A haustdögum 1930 var farið að huga að stofnun kvennadeildar Slysavarnarfélagsins í Hafnarfirði. I'ann 7. des. 1930 var haldinn fundur í liúsi KFUM hér í bæ um stofnun kvennadeildar. Til þess fundar hoðuðu Kvennadeild Slysa- varnarfélagsins í Reykjavík. Fundarkonur ákváðu að stofna hér í Hafnarfirði kvennadeild Slysavarn- arfélags Islands. I félagið skráðu sig 16 konur. Frú Sigríður E. Snæland, Ijósmóðir var samþykkt semformað- ur fyrir þessa kvennadeild. A fundin- um var kosin nefnd með 7 konum til að undirbúa framhaldsstofnfund sem yrði haldinn á sama stað 10 dögum síðar. Þann 17. des. 1930 var framhalds- stofnfundur í húsi KFUM og 29 kon- ur skráðu sig í félagið og voru því 45 konur stofnfélagar. Tillögur að lögum fétagsins var lagt fyrir fundinn og voru þau sam- þykkt. I 2 grein laganna sagði að félagið ætti að starfa í þeim tilgangi að vinna að því, að hjálp sé fyrir hendi þá er sjóslys ber að höndum. Það vill efla öryggi sjófarenda með auknum björgunartækjum og spoma við slys- förum á sjó. Innganga í félagið var og er getur hver sú kona orðið, eldri sem yngri, sem vinna vill að markmiði þess. Kvennadeild Slysavamarfélagsins í Hafnarfirði hóf þar með félagsstarf sitt. Starf deildarinnar komst fljótt í fastar skorður. Haldnir voru fundir yfír veturinn einn og stundum tveir í mánuði. Fundir voru yfírleitt fjöl- sóttir. Fjáraflanir á upphafsárum deildar- innar voru útiskemmtanir, kvöld- skemmtanir og basar. Fljótlega var Iokadagurinn 11. maí valinn sem merkja og kaffisala og varð að aðal- fjáröflun deildarinnar og hefur verið fastur liður alla tíð síðan. Þeir fjármunir sem deildin hefur aflað, hafa farið í mörg verkefni víða um land t.d. radiómiðunarstöð í Vest- mannaeyjum, skipbrotsmannaskýli í Hjörleifshöfða, lagðir peningar í byggingu sundlaugar á Krosseyrar- mölum og smíði björgunarbáts og björgunarskýli við Vesturgötu. Þetta var gert á fyrstu áratugunum. Það er margt fleira sem deildin hefur lagt af mörkum sem er of langt að telja upp en það er bæði innanbæjar og utan. Þegar kom að 20 ára afmæli deild- arinnar vildu konur að hún fengi nafn. A félagsfundi í nóvember 1950 kom tillaga um nafnið Hraunprýði og var það samþykkt. A afmælishátíð í desember gaf formaður deildarinnar frú Rannveig Vigfúsdóttir deildinni nafnið Hraun- prýði. Hefur þetta nafn verið deild- inni til mikillar gæfu. „Hraunprýði" var nafn á öndvegis sjómannaheimili hér í bæ, eins og skráð er í fundar- gerð. Nú er farið hratt yfir sögu. Þegar Björgunarsveit Fiskakletts var end- urvakin 1966 festi kvennadeildin kaup á hlífðarfatnaði og sjóbúnað fyrir alla björgunarsveitarmenn. Síð- an hefur Hraunprýði verið stuðnings- aðili sem sveitin hefur alla tíð getað treyst á. A árinu 1973 var ákveðið að fara saman í húsbyggingu og 10. okt. 1978 var húsið að Hjallahrauni 9 vígt. Samstarf þessa aðila hefur gengið mjög vel að öllu sem við vinnum að. A þessum 65 áruni hafa margar konur lagt ómælda vinnu og tíma í starf fyrir Hraunprýði og er aldrei hægt að fullþakka það starf. Nú þegar við höldum upp á 65 ára afmælið eru 654 konur skráðar í Hraunprýði og fundimir orðnir 401. Formenn Hraunprýði frá upphafi eru: Sigríður E. Snæland, Rannveig Vigfúsdóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Ester Kláus- dóttir og núverandi formaður er Þóra F. Hjálmarsdóttir. Frá upphafi hafa Hafnfirðingar stutt okkur mjög vel, án ykkar hefði Hraunprýði ekki getað lagt Slysa- vamarstarfinu allt það sem gert hefur verið. Viljum við þakka fyrir allan þann hlýhug og stuðning sem þið hafið veitt okkur. Jólafundur og afmælisfagnaður verður í Skútunni þriðjudaginn 12. desember. kl. 19:00. Embla hefur flutt í stærra og bjartara húsnæði í rúma þrjá áratugi hafa Hafn- firðingar gengið að versluninni Emblu vísri á jarðhæð Strandgötu 29. Þar liafa hafnfirskar konur og börn fengið fötin sín, hvort sem um var að ræða nærfatnað, skólafatn- að, vinnufatnað eða spariföt. Það voru þær Auður Amadóttir og Dóra Guðmundsdóttir sem stofnuðu og ráku verslunina saman, þar til fyr- ir tveimur árum að Dóra hætti og seldi Auði sinn hlut. Nú fyrir nokkm flutti Auður verslunina yfir götuna í gamla kaupfélagshúsið að Strand- götu 26-28. Við tókum Auði tali einn daginn og spurðum fyrst hvort ekki haft ver- ið erfitt að flytja eftir svo mörg ár á sama stað. „Nei, nei, það var ekkert Ný Ijóöabók Hjá bókaútgáfunni Reykholt er að koma út ljóðabók eftir Sigurunni Konráðsdóttir, en hún er ýmsum kunn fyrir Ijóðagerð sína. Þrátt fyrir það hefur hún aldrei gefið út bók fyrr en nú þegar „Ur sjóði minning- anna,“ lítur dagsins ljós. Auðunn Bragi Sveinsson ritar formála bók- arinnar og segir m.a. „mér er mikil ánægja að fylgja Ijóðunum hennar Sigurunnar úr hlaði. Hún er sannur fulltrúi hinnar hefðbundnu ljóð- menningar.“ erfitt,“ segir Auður, „hér fáum við stærra og bjartara húsnæði. Þetta húsnæði er um 40 fermetrum stærra, en gamla húsnæðið, einnig er það bjartara og þægilegra og miklu stærri útstillingargluggar." Auður brosir og það er auðséð að henni líður vel í þessu nýja húsnæði. Framhlið verslunarplássins hefur verið breytt. Nú er gengið beint inn af Strandgötunni inn í verslunina. Þegar inn er komið blasa við stíl- hreinar og fallegar innréttingar. Öllu er mjög haganlega fyrir komið og auðsjáanlega vel til alls vandað. Auður segist hafa ráðið góðan arki- tekt, Pálmar Kristmundsson til að hanna húsnæðið og Smíðastofa Eyj- ólfs smíðaði innréttingamar. Allt ber þetta merki góðra fagmanna. Þó ég vilji ekki gera hlut fagntannanna minni, þá læðist að mér sá grunur að Auður hafi nú haft hönd á bagga á skipulaginu, en hún hlær og segir að það sé tóm vitleysa, þetta sé allt verk arkitekts og smiða. A meðan ég var að spjalla við Auði, var alltaf að koma viðskipta- vinir inn í verslunina og þær Sigríð- ur, sern vinnur með Auði við af- greiðsluna og hefur gert í 23 ár, hafa nóg að gera að taka við ámaðarósk- um og sýna fólki nýjar vörur sem þær voru að fá í verslunina unr helgina. Auðheyrt er að þær þekkja fiesta sem Auður Árnadóttir, eigandi Emblu og Sigríður Þorvaldsdóttir, sem unnið hefur í Emblu í 23 ár og er ekkert á leið að skifta um vinnu- stað. koma inn í verslunina og það leynir sér heldur ekki að viðskiptavinimir bera traust til þeirra. Góðar vörur og gagnkvæmt traust á milli kaupmanns og viðskiptavinar, er sennilega sá lykill sem hefur gert þessa verslun svo langlífa í höndum sömu eigenda. Eg sá að það var ekki síður ungu konumar sem þekktu þær Auði og Sigríði og því spurði ég hvort þær hafi ekki upplifað það að bömin sem þær klæddu í föt hér fyrr á árurn kæmu nú sem foreldrar og að kaupa á bömin sín. „Jú, það er nú eitt af því skemmtilega, að sjá bömin stækka og þroskast og koma svo seinna til að klæða sig og bömin, rétt eins og mæður þeirra gerðu fyrir nokkrum ámm,“ segir Auður Ámadóttir, kaup- kona í Emblu að lokunt. JOLASERIUR, JOLASTJORNUR, AÐVENTULJOS ¥ % % SJ0NV0RP fliwa Phoenix Toshiba Philips Verð frá kr. 69.900.- stgr. HAFBUÐIN Álfaskeiði 31 - sími 555 3020 Kylfingar, liylfiugaiv Kylfingar, B.S. GÓLFVERSLUN í GOLFSKÁLA KEILIS S. S6S 0714 Hjá okkur færðu úrvalið af jólagjöfum kylfingsins. Mikið úrval af vörum frá ýms- um framleiðendum. Opnunartími í desember er þannig: VIRKA DAGA FRÁ 15 TIL 18 OG UM HELGAR FRÁ 13 TIL 16

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.