Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir í'rá fimnitudegi 14. des. til miövikudags 20. des. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Þú átt eftir að hitta fólk í vikunni sem þú hefur ekki séð í mörg ár. Skildi það vera tilviljun eða er verið að minna þig á eitthvað? Gefðu gaum að þeim eldri í fjölskyldunni, þau gætu þurft á að- stoð þinni að halda nú fyrir jólin. Hálkan er erfið yfirferðar. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Helgin verður fremur látlaus, og lítið um að vera nema þá helst að skrifa jólakortin og koma þeim í póstinn. Eftir helgi þarf aftur á móti að taka á honum stóra sínum í ákveðnu máli. Þar verður að ganga ákveðið til verks svo sigurinn vinnist. Gangi þér vel.... Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Leggðu áherslu á staðfestu og góða skipulagningu, það marg borgar sig upp á síðari tíma. Fjármálin eru mikið spursmál um þessar mundir, ekki bara jólainnkaup, eitthvað annað líka. Þú kemur sennilega eitthvað nálægt end- urskoðun á reikningum. Nautið (20. apríl - 20. maQ Búðu þig undir einhverjar breytingar á næstunni. Það gætu alveg eins verið hugarfarsbreytingar. Spurningum sem engin svör hafa fengist við, er nú svar- að einni af annarri. Það kemur svo margt af sjálfum sér, sérstaklega þegar maður sér það fyrir sér í huganum. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Hugsaðu fram á við og gerðu áætlanir. Þú átt þrjá góða vini, sem standa með þér, skilyrðislaust. Það eru tilfinninga- sveiflur í gangi og einhver ætlar sér að svíkja og pretta þig, svo umvefðu þig öryggishjúp og stattu með þér af heil- um hug. Krabbinn (21. júní - 22. júlO Nú er eins gott fyrir nærstadda að verða ekki á vegi þínum, því ný hug- mynd skauts upp úr kollinum á þér og nú á að setja allt í gang. Sumir í návist þinni hreinlega flýja þig þegar þú ert í þessum ham. Stopp -, gefðu skynsem- inni smá áheyrn. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Þú heyrir góðar fréttir frá einhverjum fjarstöddum vini og það gleður þig mikið að fá þessar fréttir. Þó samband- ið hafi ekki verið náið í gegnum árin, veistu að þar eru samt órjúfanleg vin- áttubönd. Þar sem þú kemur að vanda- málum, leysast þau á svipstundu. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Þú bara verður að hafa frumkvæðið þessa viku og standa með þér og því sem þú trúir á. Það þýðir ekkert núna, að halda friðinn með þögninni. Hugs- aðu þér hvað þú þroskast við að segja álit þitt á óréttlætinu. Meyjan er án efa boðberi réttvísinnar. Vogln (23. sept. - 22. okt.) Nú er að vega og meta, það sem þú hefur gert og það sem þú hefur ekki gert. Settu þetta allt á vogaskálina eins og voginni er einni lagið. En það þarf að gera meira, gera eitthvað í málinu. Oft er það, það sem ekki er sagt frá og litlir hlutir sem ekki sjást, sem skipta öllu máli. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þér gengur vel í sölumennskunni, og gætir hæglega selt hvað sem er og hugmyndir þínar líka. Góður tími til að huga að þeim sem eru fjarlægir og þú vilt ekki missa í fortíðina. Skrifaðu eitthvað fallegt og persónulegt í jóla- kveðjurnar þínar. Eitthvað sérstakt. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Þú sérð og veist best að samvinnan er það sem gengur, sé miðað við að sam- stillt fólk sé þar að verki, sé svo ekki, getur þú alveg eins unnið verkið ein(n). Hve gott er að eiga einhvem að í voginni, tryggur og traustur, ráða- góður og mikill vinur vina sinna. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Þér hættir oft til að taka að þér of mikla vinnu, þar með situr annað á hakanum, t.d. þú. Hver á að hugsa um þig? Hver á að sinna þér? Hver á að bera virðingu fyrir þér? Þú sjálf(ur) og enginn annar. Brostu, það eru að koma JÓL JÓIÍ Byggða- safninu Sívertsens-húsið hefur nú verið sett í jólabúning og geta gestir og gangandi séð þar hvernig jólahald var fvrr á tímum. Á hverjum virk- um degi fram til jóla koma leik- skólabörn í heimsókn á safnið og hitta fyrir þann "Islenska" jóla- svein scm kom til byggða nóttina áður. Jólasveinninn segir börnunum sögu af sjálfum sér og syngur með þeim jólalög. Á mánudaginn kom Stekkjastaur til byggða og, eins og sjá má á myndunum, hitti hann fyrir börn af leikskólanum Arnarbergi, Stekkjastaur dansar í kringum jólatreið með börnum frá leikskólanum Arnarbergi. sem sungu með honum og dönsuðu í kringum jólatréð. Þess má geta að jólasveinamir koma einnig á safnið helgina 16. og 17. desember kl. 14:00 og 15:30 og geta þá allir sem vilja, komið á safnið og séð þá. Fulltrúar foreldrafálags Vfðistaðaskóla á fund með bæjarstjóra ítreka kröfur um úr- bætur við skólann Nýlega mættu fulltrúar for- eldrafélags Víðistaðaskóla á fund Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra með afrit af bréfi sem fyrrverandi bæjarstjóra var afhent 1. desem- ber í fyrra. Með þessu vill for- eldrafélagið ítreka kröfur sínar um úrbætur við skólann en ekkert hefur verið gert í málinu í eitt ár. Úrbæturnar miða að því að gera umhverfi skólans vænlegra og ör- uggara fyrir nemendur en mikið er um slysagildrur í nágrenni skól- ans. í bréfinu sem afhent var Ingvari Viktorssyni segir m.a. að tröppur og brekkuslóðir breytist í flughálar rennibrautir í fyrstu snjóum og fari ekki í manngreinarálit varðandi hver slasar sig. Nægi þar að nefna að lög- regluþjónn missti fótanna s.l. vetur og hlaut varanlega örorku að hluta. Það sé fjarri því að foreldrar geti treyst því að börn þeirra séu í öruggu umhverfi við skólann, ekki hvað síst er varðar umferð að skólanum þeim Ein slysagildran og á innfelldu inynd- inni er bæjarstjóra aflient bréfið. megin er snýr að kirkjunni en þar eru einmitt yngstu bömin. Undir bréfið í fyrra skrifuðu 200 foreldrar og forráðamenn barna við skólann og vill þessi hópur nú ítreka fyrri kröfur um úrbætur af hálfu bæj- aryfirvalda. Báti var bjargað af brennu Á undanförnum árum hefur það tíðkast að setja úrelta báta á áramótabrennur. Á Húsavík er verið að undirbúa stóra ára- mótabrennu og var búið að setja á bálkestinn bátinn Fleyg ÞH 301. Minjavörður þeirra Húsvíkinga, Guðni Halldórs- son, frétti af þessu og bað hann brennumenn að bíða með bát- inn og snéri sér til Byggðasafns Hafnarfjarðar vegna þessa máls. Byggðasafnið ákvað að fá þennan bát til sín og varðveita vegna þess að fá góð eintök eru nú til af bátum sem smíðaðir voru í Bátasmíðastöð Breiðfirð- inga í Hafnarfirði. Báturinn hét upphafleg Svanur GK 240 og var smíðaður í Báta- smíðastöð Breiðfirðinga árið 1955. Hann var opinn vélbátur, skarsúðaður úr eik og furu, 9m45 m að lengd, 2,56 á breidd og 1,17 m á dýpt. Framhluti bátsins er lotað stefni en afturhlutinn skut- bjúgur. Árið 1970 var hann að miklu leyti smíðaður upp og sett á hann stýrishús. Svanur var gerður út frá Höfn- um frá 1955. Hann var seldur til Reykjavíkur 1970 og hét þá Kóp- ur RE-124. Hann var seldur til Patreksfjarðar árið 1974 og nafn- inujrreytt í Björgvin Jónsson BA 1. Árið 1977 var hann seldur til Húsvíkur og fékk þá núverandi nafn en eigendur hans ákváðu í haust að úrelda bátinn og setja á áramótabrennu. Vegna snöggra viðbragða minjavarðar Húsavíkur og minja- varða í Hafnarfirði hefur verið komið f veg fyrir að menningar- verðmæti þessi verði eyðilögð. Nú hefur Byggðasafn Hafnar- fjarðar með aðstoð Eimskips ráð- ist í að fjarlægja bátinn af bál- kestinum og flytja hann til Hafn- arfjarðar. Þar verður hann gerður upp í upphaflega mynd og varð- veittur um ókomna tíð. Ráðist verður í þetta verkefni á næstu dögum. (fréttatilkynning) GAFLARI VIKUNNAR Hægra hnéið og þrjóskan Fullt nafn? Magnús Haraldsson Fæðingardagur? 23.11.1961 Bifreið? BMW Starf? Múrari Fyrri störf? Múrari Helsti veikleiki? Hægra hné og þrjóskan Helsti kostur? þrjóskan Eftirlætismatur? Hangikjöt og jólamaturinn hjá mömmu Versti rnaturinn? Kjötsúpa og allur súrsaður matur. Eftirlætistónlist? Allt með Queen Eftirlætisíþróttamaður? Steve Ovett (fyrrverandi heimsmethafi í millivegalengdarhl.) af þeim er- lendu en Stjáni Ara af þeim íslensku Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar dálæti á? Halldóri Ás- grímsson en í Hafnarfirði hefur eng- inn komist í fötin hans Guðmundar Árna Stefánssonar. Jói Begg er samt alltaf í uppáhaldi vegna þess hve hann er ákveðinn og fylginn sér. Eftirlætissjónvarpsefni? Iþróttir, fréttir og þær bíómyndir sem ég hef ekkiséð? Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Fréttaágrip á táknmáli Besta bókin sem þú hefur lesið? Nálaraugað eftir Ken Follet Hvaða bók ertu að lesa núna? Svarfdælingar eftir Stefán Aðal- steinsson og Falsarinn eftir Björn Th Bjömsson Uppáhaldsleikari? Bruce Willis Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Hudson Hawk Hvað gerir þú í frístundum? Les bækur og reyni að æfa hægra hnéð á mér Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðaleika Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Oheiðaleika Hvern vildir þú helst hitta? Afa rninn (nafna) og ræða ýmis mál við hann. Hvað vildir þú helst í afmælis- gjöf? Nýja geisladiskinn með Queen Hvað mvndir þú gera ef þú ynnir 2. milljónir í happdrætti? Borga skuldir. Hvað myndir þú gera ef þú væri bæjarstjóri? Nýjan FRJÁLSÍÞRÓTTAVÖLL, því það er enginn aðstaða til frjálsí- þróttaiðkunnar í Hafnarfirði. Uppáhalds hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Frjálsíþróttaaðstaðan í Hafnarfirði og livað bæjaryfirvöld hafa dregið lappimar í þeirn rnálurn síðustu ár.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.