Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Björn Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Kjaramálin Mitt í jólaörtröðinni ákveður VSÍ að stefna nokkrum verkalýðsfélögum fyrir Félagsdóm. Þessir kappar vilja greinilega segja landi og þjóð að þeir láta ekki hvern sem er vaða á skítugum skónum um stofuna sína. Þetta mál er undarlegt í ljósi þess að aðeins eru örfá- ir dagar í að Félagsdómur kveði upp úrskurð í svipuðu máli, það er hjá Baldri á ísafirði. Því hefði VSÍ verið í lófa lagið að bíða eftir þeim úrskurði og segja: Strákar, hér er fordæmið. Jafn undarlegur er sá ákafi fyrrgreindra verkalýðsfé- laga að segja samningum sínum lausum. Þeim var ein- nig í lófa lagið að bíða eftir niðurstöðu í máli Baldurs og sjá hvort hægt væri að standa á afstöðu sinni eða ekki. En hvorugur aðili vildi bíða og það er umhugsunar- efni fyrir land og þjóð. Nærtækasta skýringin á þessu er sú að heiftin á báða bóga er orðin slík að menn sjá rautt hvað sem tautar og raular. Slíkt er alvarlegt mál. Annarsvegar höfum við launþega sem búið er að segja svo oft við að kreppan sé liðin að þeir vilja sjá þess strax áþreifanleg merki í veskjum sínum. Hlns- vegar eru svo atvinnurekendur sem hafa stjórn á því sem til skiptanna er. Og þeir vilja einnig sjá veski sín fitna eftir mörgru árin áður en þeir fara að útdeila því sem út af flóir. Til þess að þjóðfélagið starfi eðlilega þurfa þessir tveir hópar að ná samkomulagi sem báðir geta sætt sig við eða sameinast algerlega um þótt hvorugum líki það sérstaklega vel samanber seinnihluta svokallaðar „þjóðarsáttar“. Fari svo að þessi sátt náist ekki er viðbúið að stefni í hörð átök á vinnumarkaði á næsta ári hvernig svo sem Félagsdómur úrskurðar í þeim málum sem nú hefur verið beint til hans. Hér skal að vísu nefna að VSÍ er ekki gersneytt jóla- andanum því framkvæmdastjórn þess hefur látið þau boð út ganga að allir fái desemberuppbót óháð mála- rekstrinum fyrir Félagsdómi. Það er hinsvegar lýsandi dæmi um heiftina að forsvarsmenn þeirra verkalýðsfé- laga sem eru fyrir Félagsdómi segja þetta útspil vera húmbúkk. Öllum má vera ljóst að góðærið er mætt með álfram- kvæmdum og fleiri góðum teiknum í efnahagslífinu. En það verður til lítils að upplifa góðæri ef allt logar í átökum á vinnumarkaði vegna þess að menn geti ekki rætt saman lengur á eðlilegum nótum. Friðrik Indriðason ...Sigurður sjómaður i sannur Vesl bæingur.. -en nú er Sigurður T. Sigurðsson formaður til baka með okkur og stiklar á sl „Og þá dó ég í smástund. Bestu vinir mínir stríða mér nú stundum og segja að ég sé hálfskrítinn síðan, en staðreyndin er sú að um tíma var ég mitt á milli lífs og dauða. TilFinningin? Mér fannst eins og að ég þyti á miklum hraða frá ein- hverju. Ég taldi mig hafa skynjað einhvern kringlóttan hnött en ég var sjálfur á miklum hraða í einhverju tómi. En tilfinning var rosaleg. mað- ur. Hún var góð. Hún var dásamleg. Svo var eins og væri togað í mjg. Mér fannst þetta eins og teygja. Eg, svona small til baka, og til lífsins. Og það var, skilst mér, aðallega fyrir til- verknað þessa yndislega læknis sem þá var á Reyðarftrði, Rögnvaldur, sem nú er á Borgarspítalanum. Hann náði mér aftur til lífs. Þetta er Sigurður Tryggvi Sigurðs- son, formaður Hlífar, sjómaður og verkamaður um árabil sem talar. Inn- fæddari en flestir innfæddir og ólst upp í hjarta bæjarins. Fyrst á Vesturbraut- inni og loks í Sjálfstæðishúsinu, sem varð honum, Sósíalistanum, fjötur um fót enda kenndur við íhaldið til að byrja með. A unglingsárum kostaði bústaðurinn og stjórnmálaskoðanir foreldra hans, Sigga Té reglulega vinnu á höfninni, „því svona íhalds- peyjar áttu ekkert erindi í krataútgerð- ina“. Svefnherbergi í reykhúsinu Siggi Té, sonur Sigurðar Tómasar og Guðrúnar Jónsdóttur, og var í miðju þriggja systkina. Pabbinn var alltaf kallaður Silli og var verkamaður hér og hvar og viktarmaður. Siggi sjálfur sjómaður og auglýsingasali og loks verkalýðsfrömuður. Hann á sjálfur sex böm með fyrrverandi konu sinni, Öldu Sigurðardóttur, frá Isaftrði, en fyrir utan frumburðinn Sigga Té, hinn yngri, eru bömin allt stúlkur. Siggi sótti konuna til ísafjarðar, því þegar hann fór að leiðast að fá greitt kaupið sitt á honum Ágúst, togara Bæjarútgerðarinnar, fór hann af skip- inu og réð sig nokkrum dögum síðar vestur á firði á Isborgina, sem var tog- ari frá ísaftrði. Þar náði hann í konu- efnið. „Við byrjuðum okkar búskap á Norðurbraut 9C, keyptum þar lítið hús af Jóni reykling, en viðurnefnið, sem alls ekki var niðrandi, hafði hann af því að hann reykti ftsk og kjöt fyrir fólk. Fyrsta svefnherbergið mitt í hjónalíftnu var nú þannig gamla reyk- húsið hans Jóns. Þarna bjuggum við nú lengst af í þessu litla bakhúsi þar til að 1969 keyptum við Suðurgötu 9 en áður höfðum við haft stuttan stans á Merk- urgötu 9 og Holtsgötunni. Mér finnst oft eins og að talan níu komi oft fyrir í mínu lífi og yfirleitt hafa verið 10 ár á milli stórra viðburða. Við hófum okkar búskap 1959 en 1965 verður þetta slys. Þá var ég á tog- ara fyrir austan land og hrasaði aftur á bak og féll ofaní lestina og höfuðkúpu- brotnaði og allt fór meira eða minna í mask. I þessu slysi missti ég lyktar- og bragðskyn. (Sem kom sér illa því Súfistinn bauð okkur upp á sérdeilis gott kafft þessa kvöldstund og tilveran var svo krydduð með koníaksstaupi af bestu sort). „Svo skaddaðist jafnvægið hjá mér svo mér var bannað að fara aftur á sjó- inn. Á næstu árum reyndi ég ýmislegt. Eg vann í þakpappaverksmiðju, keyrði vörubíl hjá Langeyri og var bátaredd- ari þar, seldi auglýsingar fyrir Þjóðvilj- ann og síðan Álþýðublaðið og fór meira að segja aftur á sjó áður en ég fór svo að vinna í Álverinu. Eg þarf þá fyrst að segja þér frá því hvemig ég fékk heilsuna aftur. Þannig var að eftir þetta slyst var ég ælandi og spúandi hér og hvar. Ef ég leit snöggt upp til himins var eins víst að uppköst fylgdu á eftir og eins ef ég leit á gólfið. Stundum komu vinnufé- lagamir með mig heim alveg miður mín bara eftir að hafa reynt að skrúfa ljósaperu í. Síðan var það að móðir mín vildi fara með mig til hennar Ragnhildar Gottskálks. í Tjamargötunni, en hún hafði svona yfimáttúrulega lækningar- hæfileika. Enskur draugalæknir til hjálpar Nú, ég lét tilleiðast þó svo að ég hefði svo sem enga sérstaka trú á þessu og aldrei verið neinn draugavinur. En hún Ragnheiður bað svo fallega fyrir mér og sagði svo að það myndi dáinn enskur læknir heimsækja mig. Mér varð nú hálfilla við þetta því eins og ég segi, þá er ég nú enginn draugavinur. En hún Ragnheiður sagði mér að hafa engar áhyggjur, því þetta væri hinn vænsti maður. Svo var það nokkrum dögum síðar að ég var að fara að halla mér í rúm- ið, en það hafði verið þannig að ef ég lagðist á bakið, varð ég umsvifalaust að snúa mér á hliðina því annars stóð spýjan upp úr mér. En þegar ég var að fara að leggjast fann ég fyrir einhverri tilfinningu sem ég þekkti ekki og þegar ég lagð- ist og snarsneri mér skynjaði ég allt í einu að ónotatilfinningin hafði ekki komið. Eg sneri mér á bakið og lá þannig, ég fór framúr og stakk hausnum ofan í vaskafat með vatni í, ég stóða á höndum og hlaup á höndum og stóð á haus. Allt kom fyrir ekki - ógleðið var horfin. Og hefur, 7 - 9 - 13 , ekki komið aftur. Og það er nú svo skrítið við það, að mér hefur varla orðið misdægurt síðan. Því var það að 1969 fór ég aðeins á sjó aftur. Þá hafði ég verið að vinna á Álþýðublaðinu við að selja auglýs- ingar en undir mánaðamótin janúar og febrúar varð ljóst að blaðið kæmi ekki út í bráð og ég stóð allt í einu at- vinnulaus. I þrjá daga hélt ég þetta út en ég held nú að ég hafi frekar verið þekktur fyrir dugnað á sjó, svo að skipspláss stóðu mér alltaf til boða Svo kom Þórólfur vinur minn, sem hafði verið með mér í Sjómannaskól- anum, og vildi endilega fá mig með á bát sem hann var með og ég lét slag standa. Og viti menn, ég fann aldrei fyrir neinni ógleði og eða sjóveiki og var nokkra túra með þeim.“ Með þér í Sjómannaskólanum? Hvaða námi laukst þú og hvernig stóð á þessum Sjómannaskólatíma? „Já, þegar ég lít til baka og þá ekki síst í ljósi þess að nú er ein dóttir mín að eltast við málaranám í Danmörku, þá sér maður hversu mikið hefur áunnist í menntunarmálum alþýðu- stéttar. Að vísu veit ég að ef ég hefði sýnt ákveðinn vilja og getu til náms, hefði móðir mín örugglega séð til þess að ég léti á það reyna og látið ýmislegt yfir sig ganga til þess.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.