Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPOSTURINN 3 Tillaga bæjarstjóra um álagningu gjalda Útsvar 1996 verði óbreytt eða 9,2% Ingvar Viktorsson bæjarstjóri hefur lagt fram tillögur sínar um álagningu sveitarsjóðsgjalda fvrir næsta ári í bæjarráði og voru þær ræddar á bæjarstjórnarfundi á þriðjudagskvöld. Ingvar leggur til að útsvar verði óbreytt frá í ár eða 9,2%. Einnig er lagt til að önnur helstu gjöld svo sem fasteigna- gjald, vatns- og holræsagjald og lóðarleiga verði einnig óbrevtt frá í ár. Hvað fasteignaskattinn varðar er gert ráð fyrir að hann nemi 0,375% af fasteignamati íbúðarhúsa en 1,25% af atvinnuhúsnæði. Sérstakur skattur af skrifstofu- og verslunar- húsnæði verði 1,25% af fasteigna- mati og á hesthúsunum í Hlíðarþúf- um nemi hann 0,5% af fasteigna- mati. Undanþágur frá lóðaleigu Ingvar leggur til að lóðaleiga verði áfram 1% af fasteignamati allra lóða í Hafnarfirði. Jafnframt er lagt til að fella niður fasteignaskatt ellilíf- eyrisþega af eigin íbúð. Þannig greiði einstaklingar með brúttótekjur í ár allt að 742.000 kr. enga lóða- leigu, einstaklingar með tekjur allt að 886.000 kr. greiði 30% af lóðaleigu og einstaklingar með allt að 1.136.000 kr. greiði 70% af lóða- leigu. Fyrir hjón sem bæði eru ellilífeyr- isþegar er lagt til að undanþágur verði þannig að hjón með brúttótekj- ur í ár allt að 1.162.000 kr. greiða ekki lóðaleigu, hjón nteð tekjur allt að 1.389.000 kr. greiði 30% og hjón með tekjur allt að 1.574.000 kr. greiði 70%. Þá er lagt til að lagt verði sérstakt sorpeyðingargjald á hverja íbúð á næsta ári og nemi það 3.000 kr. á íbúð. Gjaldið er í samræmi við sér- staka gjaldskrá þar um sem umhverf- ismálaráðuneytið staðfestir. Himinn og Jörð, málverkasýning í Fjarðarnesti Síðastliðinn laugardag 16. des- ember opnaði PATROH málverka- sýningu á veitingastaðnum Fjarð- arnesti að Bæjarhrauni 4. Þegar blaðamaður Fjarðarpóstsins leit þar inn til að seðja hungur sitt, blöstu við þessar líka fallegu myndir listamannsins. Hughrif þeirra hreyf þennan blaðamann á vit æðri heima. Þama virðist einhver himnakraftur vera á ferðinni. Enda heitir sýningin „HIMINN OG JÖRÐ." Það er erfm að lýsa með fáum orðum þessum sér- stökum liststíl. En eitt er víst, að hafi fólk almennt áhuga fyrir náttúrinni, jörðinni, líftnu og heiminum, er þetta sýning til að skoða og ekki skemmir það að fá sér góðan kaffibolla eða heitt kakó og spjalla við þennan fjöl- hæfa Iistamann PATRÓH og heims- konu með meiru. Hvey er svo þessi listamaður PATRÓH? Hún heitir Patricia Hand og er sannur Islendingur, þótt hún komi langt að, eða nánar tiltekið frá afskekkri sveit í Viktoríu fylki í Astr- alíu. Faðir hennar var bóndi og móð- ir hennar sem var kennari, kenndi henni bæði lestur og skrift áður en sjálf skólaganga hennar hófst. Pat- ricia sagði að í bamaskólanum hefðu verið að meðaltali 5 nemendur. Hún lagði ung af stað til að skoða heimin sinn og það eru fá lönd eftir sem hún hefur ekki heimsótt. Það tók hana t.d. þrjá mánuði, eitt sinn, að ferðast frá Indlandi til Englands. Eitt sinn er hún var stödd í verslun í Skotlandi kom eigandinn, bláókunnugur maður til hennar og tjáði henni, heldur leyndardómsfullur á svipinn, að aldrei myndi hún aftur búa sunnan við Skotland. Og reyndist það rétt því árið 1968 kom Patricia til Islands og settist hér að. Hún hefur búið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðan 1975 og íslenskur ríkisborgari varð hún árið 1986. Patricia er að mestu leyti sjálf- menntuð í myndlist, en hún nam ol- íumálun, skúlptúr og Keramik við Peter Styvesant College í New York á árunum 1970 - 1971, jafnframt því sem hún vann á þessum tíma hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York. Einnig hefur hún sótt námskeið í Tómstund. Verk Patriciu á þessari sýningu eru fjölbreytt en þó aðallega myndir unnar á silki. Og má segja að mynd- irnar einkenna allt milli himins og jarðar. Hvaðan kemur listamannanafnið PATRÓH? „Það er ekkert leyndar- mál,“ segir Patricia. „Þegar ég bjó á Langholtsveginum, bjuggu þar tvö böm sem vpru miklir vinir mínir, Kári og Kolbrún Bergsböm, og gátu þau ekki sagt nafnið mitt. svo þau kölluðu mig bara Patróh. Þetta nafn einhvemveginn festist við mig og mér finnst bara vænt um það.“ segir þessi ljúfa, heimskona og listamaður með meiru, að lokum. Kylfingar, Kvlíiiigaiv lív lfingaiv B.S. GOLFVERSLUN í GOLFSKÁLA KEILIS S. 56S 0714 Hjá okkur færðu úrvalið af jólagjöfum kylfingsins. Mikið úrval af vörum frá ýmsum framleiðendum. Opnunartími í desember er þannig: VIRKA DAGA FRÁ 15 TIL 18 OG UM HELGAR FRÁ 13 TIL 16

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.