Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Verkakvennafélagið Framtíðin 70 ára Voru fyrstar kvenna á íslandi að fara f verkfall Þrír heiðursfélagar mættu á afmælishátíð Framtíðarinnar. Hér eru þær, Halldóra Bjarnadóttir, Málfríður Stef- ánsdóttir og María Jakobsdóttir, með formanninum Guðríði Elíasdóttur Félagsfundir hafa alltaf verið fjölmennir hjá Framtíðinni Verkakvennafélagið Framtíðin var stofnað 3. desember 1925 af 83 hafnfirskum konum og var stofn- fundurinn haldinn í húsi Hjáip- ræðishersins við Austurgötu. A fundinn mættu formaður og gjald- keri Verkakvennafélagsins Fram- sókn í Reykjavík, sem hafði verið stofnað 1914. A þessum stofndegi tókst gott samband á milli þessara félaga og hefur verið allar götur síðan góð og ánægjuleg samvinna og samskipti. Segja margir að sam- skipti félaganna hafi ávallt verið eins og hjá góðum systrum. Þó að konurnar sem stofnuðu Framtíðina hafi verið óvanar félags- störfum, þá áttu þær viljann til að stofna verkakvennafélag til að nota sem tæki í baráttunni fyrir réttlátara og betra samfélagi og viljann til að standa saman í oft harðri og óvæg- inni lífsbaráttu. Fram komu tvær tillögur að nafni á félagið, Verkakvennafélagið Afram og Verkakvennafélagið Framtíðin, sem hlaut meirihluta atkvæða, þegar valið var á milli þessara tveggja nafna. í fyrstu stjóm félagsins voru Sig- rún Baldvinsdóttir, formaður, Sigur- rós Sveinsdóttir, varaformaður, Guð- laug Narfadóttir Bachmann, ritari, Guðfinna Ólafsdóttir, gjaldkeri og Jónína Sigurðardóttir, fjármálaritari. Þó að á ýmsu hafi gengið á þess- um sjötíu árum, félagið átt sína góðu og slæmu daga, þá hafa sömu mark- miðin verið í heiðri höfð, þ.e. *að styðja og efla hag félags- kvenna, *að stuðla að aukinni menningu þeirra og félagsþroska *að styrkja stöðu þeirra gagnvart atvinnurekendum *og að standa vörð um áunnin rétt- indi þeirra og mannréttindi almennt. Aðdragandinn Upp úr aldamótum fjölgaði Hafn- firðingum mjög mikið og á nokkrum árum margfaldaðist íbúafjöldinn. Flestir íbúar bæjarins voru verkafólk sem lifði á því að selja vinnu sína. Kaup og kjör voru óviðunandi, at- vinnurekendur gátu skammtað fólki nánast þau laun sem þeim þóknaðist og vinnutími var óákveðinn og næst- um ótakmarkaður. Akveðinn matar- og kaffitímar þekktust ekki, fólk varð bara gleypa í sig matinn þar sem það var að vinna, sama hvernig veður var. Ekki var óalgengt að vinna stæði í allt að 36 tíma og sama kaupa var greitt hvort sem var að nóttu eða degi. Yfirleitt var ekki greitt með peningum, heldur varð fólkið að taka það út í vörum. Kjör kvenna voru talsvert verri en karla, jafnvel að þær væru að vinna við hlið karlanna við sömu störf. Konur höfðu t.d. tólf og hálfan eyri á tímann á meðan karlam- ir höfðu tuttugu aura. Verkamannafélagið Hlíf var stofn- að 1907 af um 40 konum og körlum, en félagatala komst fljótlega upp í 230 manns og var um þriðjungur þeirra konur. A þessum tíma voru engin samtök atvinnurekenda til og því samþykkti Hlíf á félagsfundi kauptaxta fyrir fé- lagsmenn sína, sem gekk í gildi I. mars 1907. Var þessi kauptaxti kall- aður „Aukalög".. Atvinnurekendur féllust almennt athugasemdalaust á hann, en þó stóð í þeim sumum kjör kvenna sem ákveðin voru í „Auka- lögunum“ og neituð þeir að fallast á þau. Þá gerðist það í fyrsta skipti á Is- landi að konur lögðu niður vinnu, gerðu verkfall, og unnu fullan sigur, því atvinnurekendur létu undan og greiddu samkvæmt ákvæðum „Aukalaganna". Hafnfirskar konur bruta þama blað í sögu íslenskra verkalýðsbaráttu. Mikið félagslíf Þó að vissulega hafi barátta um kaup og kjör sett hvað mestan svip á starf Framtíðarinnar í gegnum þessi 70 ár, þá má ekki gleyma öðrum stór- um þáttum í starfinu, þáttum eins og að koma upp dagheimilinu á Hörðu- völlum sem tók til starfa árið 1935, en tvö árin á undan höfðu þær rekið dagheimili yfir sumarið í gamla bam- skólanum við Suðurgötu. Það var sú mæta kona, Sigríður Erlendsdóttir, sem kom með tillögu um dagheimil- ið, sem var strax mjög vel tekið og þær létu ekki sitja við orðin tóm. Hefur margur Hafnfirðingurinn eytt hluta af barnæskunni á Hörðuvöllum. Fundir hafa ávallt verið vel sóttir hjá þeim Framtíðarkonum og það hafa ekki allt verið baráttufundir fyr- ir kaupi og kjörum. Glaðværð og gleði hafa blómstrað á mörgum fund- um þeirra. Á þessum fundum eða kaffikvöldum hefur menningin verið ríkjandi. Sögur og kvæði lesin, margs konar fróðleg erindi verið flutt, rímur kveðnar og stundum stiginn dans svo nokkuð sé nefnt. Jólatrésskemmtanir voru hér áður fyrr haldnar bæði fyrir börn og eldri bæjarbúa, þó önnur félög hafi nú tek- ið við þessum þætti í bæjarlífinu. Félagið á sumarhús í Olfusborgum og í Húsafelli og orlofsíbúð á Akur- eyri. Hefur þessi þáttur félagsins gert mörgum konum kleift að taka sér sumarfrí á fögrum stað fyrir sann- gjamt verð. Þó að margar konur hafi komið að félaginu í gegnum árin hafa aðeins fjórar konur verði formenn þess, þær Sigrún Baldvinsdóttir og Sveinlaug Þorsteinsdóttir í þrjú ár hvor. Sigur- rós Sveinsdóttir í 36 ár og svo núver- andi formaður sem hefur gegnt for- mennskunni í 28 ár, en áður var hún gjaldkeri í 20 ár, þannig að hún hefur verið í forystu fyrir félagið í 48 ár og geta víst fáir íslendingar státað sig af slíku. Ekki er vaft á því að saga hafn- firskra kvenna væri önnur og kaup þeirra og kjör verri ef þær hefðu ekki notið ávaxta af hinu mikla starfi og baráttu Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar. Saga Hafnarfjarðar væri líka önnur. HOPFERÐABILAR K. WILLATZEN, BREIÐAS11 GARÐABÆ • Hópferðabílar • Litlir bílar • Stórir bílar Skrifstofan sími 565-8505 Fax 565-8508 - GSM 892-9508 Skrifstofa og verkstæöi, Skeiöarási 10, Garðabæ '.e&tlerý j.ól á/oráælt /comandi á r áUö/c/aim v-i/i/ih tin á liánu

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.