Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Með samn- inga við yfir 80 bændur Nýlega hóf Norðuráll starfsemi sína að Grandatröð 10. Norðuráll er fyrirtæki sem verkar ál fyrir innlendan sem erlendan markað. Við litum inn hjá þeim einn daginn til að forvitnast um starfsemina. Pað eru þeir Halldór G. Gunnars- son og Olafur Sigurgrímsson sem eiga og standa að þessum rekstri. Allt er mjög snyrtilegt og hreint og í stórum kerjum í húsinu er mikið magn af ál á mismunandi þroska- stigi. Þeir félagar fræða okkur á, að þegar állinn kemur úr hafi eftir að hafa verið um 2 ár á leiðinni frá klak- stöðvum sínum heitir hann gleráil. Hann er þá örsmár og kemur í torfum til landsins, síðan eftir að hann kem- ur í ferskt vatn og fer að stækka heit- ir hann guláll eða þar til hann verður kynþroska og breytist þá í bjartál. Þegar hann er kominn í það ástand þá hættir hann að borða, fer aftur í sjó og heldur til hryggningastöðvanna. Þeir segja að állinn geti lifað svo mánuðum skifti án matar. Hann lift þá bara á innri fitu. (betra að fleiri gætu gert það). Þeir, Halldór og Ólafur segja að íslenski áliinn sé talinn mjög góður, sérstaklega vegna þess að hann elst upp í frekar köldu vatni, sem gerir það að verkum að hann stækkar hæg- Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri og Halldór Árni, fjölmiðlamaður virða fyrir sér álinn hjá þeim Halldóri og Ólafí í Norðurál. Ingvar man vel álaveiðar danskra vinnumanna á Vífilstöðum í æsku. ar og verður þar af leiðandi þéttari. Nú á næstu dögum munu þeir fara að reykja ál til neyslu hér innanlands, en þeir hafa fengið mjög góðar móttök- ur hjá veitingahúsum og stórmörkuð- um. Eins segja þeir að erlendir aðiiar haft sýnt þessu mikinn áhuga og vilji sumir aðilar kaupa alla framleiðsl- una. I framtíðinni hafa þeir hug á að fara út í ræktun á ál og ætla í því skini að reyna að fylgjast með gler- álnum þegar hann gengur í ár og læki í vor og reyna þá að veiða hann og flytja til ræktunar. Til að geta betur fylgst með göngu glerálsins og eins til að skoða hin ýmsu veiðisvæði á landinu hafa þeir smíðað sér svifnökkva, sem getur tekið allt að fjórum farþegum. Með því farartæki eru þeir betur í stakk búnir að fara fljótt um hin ýmsu veiðisvæði. í dag eru þeir með samning við yftr 80 bændur, allt frá Snæfellsnesi suður um land að Djúpavogi, sem þeir hafa skaffað sérstakar innfluttar álagildrur og kaupa síðan af þeim veiðina til vinnslu og reykingar. Þeir segja að þeir viti að áll sé líka í öðrum landshlutum, en þeir hafi bara ekki haft tíma til að heimsækja og skoða allt landið ennþá. Þegar allt verður komið á fulla ferð hjá þeim Halldóri og Ólafi, reik- na þeir með að hafa um 6 manns í vinnu fyrir utan alla bændurna, sem hafa þetta sem aukabúgrein. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála hjá þeim og ef til vill verður reyktur áll á jólaborð- um einhverra Hafnftrðinga nú um jólin. | Bókabúð Böðvars hf Reykjavíkurvegi 64 Sími 565-1630 Bæjarhrauni 6 Sími 565-5510 Símbréf 565-5520 Drangahrauni 10 sími 555-4016 DEKKIÐ Reykjavíkurvegi 56 sími 565-1538 IfllBÍLASPÍTALINNi > 32 "U— Kaplahrauni 1 Símar 555-4332/565-43 Símbréf 565-4336 HVALUR hf Reykjavíkurvegur 48 sími 555-0565 ÍSLENSK ICEFOOD MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6 sími 565-4333 Lækjargötu 22 sími 565-5454 TRYGGVI ÓLAFSSON Úrsmiður Strandgötu 17 s. 555-3530 Listasmiðjan Dalshrauni 1 Hafnarfirði sími 565-2105 RAFG EYM ASALAN Dalshrauni 1 Sími 565-4060 VELAVERKSTÆÐI JÓHANNS ÓLAFS hf Reykjavíkurvegi 70 sími 555-2811

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.