Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Björn Pétursson, innheimta og dreifmg: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Hátíð friðar og kærleika Enn á ný höiaum við jólahátíð, hátíð okkar kristinna manna, hátíð þar sem við minnumst fæðingu frelsara vors, Jesús Krists. Hátíð ljóss og friðar. Hátíð kærleika manna á milli. Hátíð tilhlökkunarinnar og hátíð sak- leysisins. Margir siðir og venjur fylgja jólunum, bæði innan fjölskyldna og í þjóðfélögum í heild. Oft er sagt að við hér á Islandi höldum lengri og meiri jól en flestar aðr- ar þjóðir hins kristna heims. Jólin eru hátíð ljósins og því eðlilegt að íslendingar fagni hækkandi sól meira en þær þjóðir sem hafa ekki þetta þrúgandi skammdegi sem við búum við. Jólin eru hátíð kærleika. Hátíð sem treystir fjöl- skylduböndin, hátíð fyrirgefningar og hátíð samhjálpar. Hjá börnunum er tilhlökkunin og sakleysið það sem setur hvað mestan svip á jólin, tilhlökkun þeirra á að- ventunni eftir að jólin komi með öllum gjöfunum, til- hlökkunin á aðfangadag að fá að taka upp pakkana og tilhlökkunin um hvort þau fái það sem þau óskuðu sér að fá. Trú þeirra um að jólasveinamir séu til og komi með eitthvað í skóinn og með gjafirnar er svo saklaus og gefur þessum tíma fallegan blæ. Kirkjur landsins eru aldrei eins vel sóttar og á jólum og er það fallegur siður margra fjölskylda að fara í kirkju um jólin til að heyra boðskapinn um fæðingu frelsarans og syngja saman jólasálmana. Friðarhorfur í heiminum eru nú meiri en oft áður. Stríðshráðar þjóðir lifi í von um að stríðsaðilar nái sátt- um og hægt verði að byrja að sameina fjölskyldur og byggja upp aftur hrunin heimili. Stríðsóttinn smáeyðist vonandi úr hjörtum fólks. Jólaundirbúningurinn er búinn með öllu því amstri sem honum fylgir snyrtingu heimilanna, jólaskrautið og jólatréð komið upp og við setjumst inn í helgi heim- ilsins, flest. En því miður eru það ekki allir sem fá notið helgi jól- anna. Margir eiga um sárt að binda. Foreldrar, systkini og aðrir ættingjar verða því miður, sumir hverjir, að horfa upp á barn sitt, systkini eða ætt- ingja hafa orðið undir í baráttunni við áfengi eða önn- ur eiturlyf og geta ekkert gert til hjálpar þeim sem hef- ur orðið þessu mesta skaðvaldi nútíma þjóðfélags að bráð. Þessari meinsemd sem þekkir engin landamæri eða stéttaskiptingu. Eru með sjálfsásökun um hvar þau hafi brugðist. Eru vamalaus. Það er sárt að vita af ein- hverjum sér nákomnum í vímu þessa vágests. Um jól- in er sársaukinn jafnvel enn meiri. Missir þeirra sem misst hafa nákominn ættingja eða vin af slysförum eða sjúkdómi er mikill. Um jólin er hugurinn hjá þeim. Það er fallegur siður sem íslending- ar hafa tileinkað sér að tendra ljós á leiði ættingja sinna um jólin. En þrátt fyrir allt eru jólin sá tími sem fólk hugsar með hlýhug og fyrirgefningu til hvors annars. Á jólum gróa mörg sár tilfinninganna. Eigendur og starfsfólk Fjarðarpóstsins óska lands- mönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs ars. Óli Jón Ólason Best að fara til FH þar sem ég þekki allt og alla -Héöinn Gilsson kominn heim eftir langa útiveru Héðinn Gilsson, sem er án efa einn fremsti handknattleiksmaður sem FH hefur alið, er nú kominn heim úr atvinnumennsku í Þýska- landi og farinn að spila aftur með FH. Héðinn er kvæntur Maríu Þorvarðardóttur og búa þau í Kópavogi ásamt tveimur hundum sem þau fluttu með sér frá Þvska- landi. Fjarðarpósturinn tók hann tali og spurði hann nokkra spurn- inga Hvenær fórst þú að æfa hand- bolta? Ég hóf að æfa haldbolta með FH þegar ég var sjö eða átta ára gamall. Ég byrjaði á að elta pabba á æfingar og síðan voru allar systur mínar í handbolta og þá byrjaði maður í þessu sjálfur. Handboltinn og fjölskvldulífið? Æfingamar eru oftast um kvöld- matartímann og er það mjög þreyt- andi að vera alltaf að borða kvöld- matinn klukkan tíu eða ellefu. Mað- ur grípur þó oft eitthvað með sér heim, eins og núna fer ég og næ í kjúklingabita í leiðinni. Hefur þú stundað einhverjar aðrar íþróttir en handbolta? Já já, ég æfði fótbolta með FH hjá Albert Eymunds og var þá markmað- ur, stórgóður markmaður. Eitt ár æfði ég einnig körfubolta með Haukum með Leifi Garðasyni og fleimm góð- um. Það ár urðum við í öðru sæti á Islandsmótinu. Þrátt fyrir þetta var í raun aldrei spuming um að ég mundi fyrir rest snúa mér eingöngu að handboltanum. Ég hætti mjög snem- ma í öllu öðru, ég held að það haft verið þegar ég var kominn í þriðja flokk í handboltanum að ég snéri mér algerlega að honum. Nú varst þú í atvinnumennsku í Þýskalandi: Já 1990 fór ég til Dusseldorf og spilaði þar í ftmm ár. Okkur leið mjög vel í Þýskalandi, og við höfð- um það mjög gott þar. Fyrsta keppn- istímabilið var liðið í annarri deild en við unnum okkur strax upp og ég spilaði því í fjögur ár í þýsku fyrstu deildinni. Það tók mig alveg ár að að- lagast, ég átti frekar lélegt fyrsta ár, en svo gekk mér ágætlega fram að meiðslum, en þau voru orsökin fyrir því að ég kom aftur heim. Hvernig líkaði þér atvinnu- mennskan? 1 atvinnumennsku verður maður að hafa fyrir hlutunum og þar er maður meira á sína eigin ábyrgð. Ef maður var ekki í nægilega góðu formi varð maður að æfa sjálfur, fara út að hlaupa eða annað. Við vorum með nokkuð marga í liðinu sem voru að vinna, við vorum fjórir sem vor- um ekkert að vinna, og gátum ein- beitt okkur eingöngu að handboltan- um. Vikan var þannig að mánudaga og þriðjudaga voru lyftingar fyrir há- degi, á miðvikudögum var skotæfing fyrir hádegi, svo voru æfingar alla daga vikunnar á kvöldin. Ég var því að æfa svona átta níu sinnum í viku. Var mikill munur á íslenskum handbolta og þýskum, þegar þú fórst út? Já, eins og ég sagði áðan þá tók það mig alveg ár að aðlagast, þýski boltinn er mun hægari, þar eru lengri sóknir og leikin mun sterkari vamar- leikur. Þetta sést best á því að leikir voru oft að fara kannski 14-13 eða 16-15. Oftast voru ekki skoruð nema 30 - 35 mörk í leik á meðan það er verið að skora 50 - 60 mörk í leik hér heima. Er munur á íslenskunt hand- bolta frá því áður en þú fórst út og eftir að þú komst heini? Ég á erfitt með að átta mig á því, þar sem ég hef spilað svo lítið síðan ég kom heim. Það er komið mikið af nýjum mönnum inn sem ég er að sjá í fyrsta skipti þegar ég er að spila á móti þeim og maður veit ekki einu sinni hvað þeir heita fyrir leik. Héma áður var maður að spila á móti mönnum eins og Einari Þorvarðar, Alfreð Gíslasyni og Páli Olafssyni, sem voru þá algerar stjömur. Mér finnst ekki vera þessar stjömur í bolt- anum í dag sem voru þá, í íslenskum handbolta í dag eru engar stórar stjömur. Meiðslin? Já þetta byrjaði á HM í Svíþjóð, þá reif ég brjósk í öxlinni, sem ég spil- aði á lengi, eða þar til það fór endan- lega. 12 febrúar í fyrra var ég svo skorinn upp í öxlinni, og var alveg fram á haustið að ná mér eftir að- gerðina. 17. september spilaði ég fyrsta leikinn eftir að ég hafði náð mér eftir axlarmeiðslin og í honum reif ég hásin. I nóvember sama ár, var ég skorinn upp en sú aðgerð heppnaðist ekki alveg, þannig að ég var að spila á annarri löppinni allt síðasta tímabil, og spilaði þá nær ein- göngu í vöm. fimmta maí var ég svo skorinn upp í annað sinn, vegna hásinarinnar og er rétt að ná mér upp úr því núna. Þegar þú kemur meiddur heim úr atvinnumennskunni, var þá aldrei spuming um í hvaða lið þú færir? Nei í rauninni ekki. Það var vitað mál að ég þyrfti einhvem tíma til að ná mér upp úr þessum meiðslum. Ég leit nú þannig á það að það væri best að fara í FH þar sem ég þekkti allt og alla og fengi þann tíma sem ég þyrfti til að ná mér upp úr þessum meiðsl- um. Ætlar þú aftur út í atvinnu- mennsku? Ég veit það ekki. Það er ekkert markmið, ég er búinn að eiga fimm

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.