Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 14
14 FJARÐARPOSTURINN Margir hafa byrjað sinn búskap í kjallara með lánshúsgögn frá ætt- ingjum. Það hefur engin áhrif á jólaskapið. Jólaundirbúning- ur og jólasiðir - litið inn á heimilin allt í kringum okkur Jóla, jóla. I desember snýst allt orðið um jóla, jóla. Það er lenska á landi hér að síðustu útgáfur fjöl- miðla fvrir jól, snúist um jólahá- tíðina. I því tilefni hcfur oft verið farið til fólks sem hefur upplifað jól við aðrar aðstæður en við eig- um flest að venjast. Þannig hefur verið leitað til fólk sem bjó við erf- ið skilyrði fyrir áratugum síðan og það hefur verið rætt við fólk sem hcfur haldið jól á baðströndum Ástralíu og allt þess á milli. Er undirritaður var beðinn um að aðstoða Fjarðarpóstinn við jóla - jóla blaðið í ár, kom mér og ritstjór- anum saman um að leita ekki að neinu frábrugðnu í ár - heldur að skoða hvemig jólahaldið er í dag. Ekki hvernig það var eða hvemig það er erlendis. I á annan mánuð hef ég plagað vini og kunningja með spurningum um jólamat og jólasiði. I þessum óformlegu rannsóknum mínum á jólasiðum á landinu í dag hef ég komist að nokkrum niðurstöðum sem ég mun reifa hér að aftan. Þessu til viðbótar hef ég tekið viðtöl við nokkra samborgara okkar sem segja okkur hér á eftir hvemig þeir haga sínum jólum. Aðfangadagur er aðeins hluti jólahaldsins - kannski hefðbundn- asti hlutinn þar sem siðir eru hvað líkastir, en á undan hefur farið mán- uður sem börnin í það minnsta, upp- lifa sem mikinn hátíðarmánuð. Allan desember er allt tengt við jólahátíðina. Það eru jólafundir, það er jólaföndur, jóladagatal, jólaleikrit og svo mætti lengi telja. Flest þetta jóla - jóla er uppfinning fullorðna fólksins og margt gert í ábataskyni. Það kemur þó ekki í veg fyrir að bömin njóta tfmans. Þau klippa út, lita, skreyta og búa til pakka handa pabba og mömmu og fela undir rúmi. Þau aðstoða við jólabakstur og mörg fara í friðargönguna með pabba og mömmu eða reyna á annan hátt að tengja jólin við samhjálp og samhug. Fyrir foreldra og böm er aðfanga- dagur nokkurs konar lokapunktur jólaundirbúnings þar sem pakkamir bíða bamanna, og sá léttir foreldr- anna, að það sem hvort sem er tókst ekki að klára fyrir kl. 6, verður bara ekki gert að sinni. Fólk á miðjum aldri; fólk sem á börn sem komin em á unglingsár, virðist nýta aðventuna til „andlegri" hluta en margir hinna. Fólk sækir listsýningar, fer á aðventukvöld og jafnvel miðnæturmessur og leggur mikla áherslu á samverustundir með fjölskyldunni. Fólk með yngri böm horfir meira á skreytingar, jólabakstur eða að fara með börnin í bæinn þar sem all- ir rafknúnu jólasveinamir eru í búð- argluggum. Þetta er líka fólkið sem þarf að vera komið fyrr heim með erfingjana í rúmið, og er bundið af úthaldi þeirra minnstu. Sumt fólk vinnur vinnu þar sem desember er ein samhangandi vinnutöm og það er kannski fólkið sem kvíðir því mest að ná ekki að klára „allt“ eins og fólk kallar það gjarna. Aðrir vinna þar sem vinnuá- lag er kannski með minnsta móti í desember og eru því afslappaðri. I viðtölunum hér að aftan reynum við að kanna nokkrar hliðar jóla- haldsins hjá nágrannanum. Gleðileg jól. Texti: S.alb. Við jólabaksturinn er gott að hafa gott aðstoðarlið. Sumir ráða alveg við kökukeflið þrátt fyrir ungann aldur og fletja út piparkökudcigið. Svið, hangikjöt, saltkjöt eða ham- borgarhryggur -jólamaturinn í gegnum tíðina; litið við hjá Dfdí og Benna Jólin í kringum 1960. Það eru ntikil fjölskyldujól hjá Þórdísi Kristinsdóttur og Bene- dikt Sveinssyni, eða Dídí og Benna eins og vinir og ættingjar kalla þau. Þau lialda jól nteð tveimur dætrum sínum og fjölskyldum þeirra og það er siður sem barna- börnin komu á. „Við vorum alltaf til skiptist hjá Svövu og Steinunni, “segir Benni. „En svo bjuggu Svava og hennar maður erlendis í þrjú ár og þá vorum við alltaf hjá Steinunni á aðfanga- dag. Þegar Svövu fjölskylda flutti svo heim aftur, þá neitaði dóttir Steinunnar, hún Dísa, að sleppa afa sínum og ömmu, svo útkoman varð sú að þær koma báðar til okkar á að- fangadag með fjölskyldurnar og pakkana. Það hefur nú verið þannig seinni árin að þær bjóða okkur í mat. Þannig að aðfangadagurinn er ekki stressmikill fyrir okkur. Dætumar sjá um innkaupin og koma svo um morguninn og gera allt tilbúið. Á meðan er ég svo sendur eftir maltinu og appelsíninu og einhverju smálegu sem hefur gleymst. Möndlusjávarrétturinn Síðan fara þær heim til að gera allt tilbúið þar en við Dídí kveikjum svo undir kartöflum og öðru á réttum tíma. Jólamaturinn hjá okkur hefur ver- ið seinni árin hamborgarhryggur og í forrétt fáum við sjávarrétt sem hefur tekið við hlutverki möndlugrauts- ins.“ Þau Dídí og Benni eru elst þeirra sem rætt er við í þessari umfjöllun og hafa haldið og lifað fleiri jól en hinir. Hver var fyrsti jólamaturinn? „Við höfðum alltaf svið á að- fangadag. Það er nú bara siður sem við tókum upp hjá okkur sjálfum Beðið eftir jólunum. þegar við fórum að búa sjálf 1952. Áður höfðum við verið hjá foreldr- um Dídíar á Urðarstígnum og þar var alltaf hangikjöt en hjá foreldrum mínum var alltaf saltkjöt á aðfanga- dagskvöld. En þessi hefðbundni jólamatur þessa tíma var sennilega eins og á Urðarstígnum, þ.e. hangi- kjöt á aðfangadagskvöld og svo jólasteikin, hryggur eða læri, á jóla- dag. En við höfðum alltaf svið með öllu tilheyrandi, rófustöppu og kart- öflum og jafningi og svo tókum við líka strax upp möndlugrautssið og möndlugjöf en dætumar hafa breytt þessu í sjávarréttarsið." Tendra jólin einhverjar æskuminningar? „Auðvitað hugsar maður stundum til baka á hátíðlegum augnablikum, segir Benni. „Jólin vom alltaf hátíð- Ieg heima hjá mér. Það voru litlir peningar og úr litlu að spila en við fengum alltaf einhverja flík. sokka eða vettlinga og svo man ég að við fengum spil. Annars man ég ekki sérstaklega eftir jólagjöfum. Barnajól - öll jól Við höfum reyndar haft þá stefnu í okkar fjölskyldu að stil- la jólagjöfum í hóf og við Dídí gáfum aldrei okkar börnum dýrar gjafir, reyndum frekar að hafa það góðar gjaftr." Þau Dídí og Benni eiga einn son, Kristinn, sem býr suður með sjó og eyðir aðfangadagskvöldi með sinni tengdafjöl- skyldu þar. Hann kemur á jóladag til Hafnarfjarð- ar, en Dídí hefur haft þann sið að fá allt sitt fólk í mat einhvem tíma yfir jólin og fjölskyldan er farin að stækka talsvert, því fyrir utan bama- börnin, eru tvö barnabarnabörn komin í heiminn. „Það gefur manni tækifæri til að endurlifa jólin að fá sífellt ný og ný böm. Eg get t.d. nefnt jólatréð,“ segir Benni. „Það hefur alltaf verið mitt hlutverk að sjá um það og yfirleitt skreyti ég það á aðfangadag og flest jólin hef ég haft góða aðstoð bama, bamabama og bráðum líður að því að langafaböm- in fari líka að stjóma. Svo höfum við alltaf haft það fyr- ir sið að láta yngsta bamið útdeila pökkunum og því höfum við alveg haldið. Annars setur það sinn svip á að- fangadag að við Dídí eigum brúð- kaupsafmæli þennan dag. Við byrj- um yfirleitt á því að fara í kirkju- garðinn og á meðan em dætumar að gera matinn tilbúinn. Síðan þegar við komum heim, fara þær og þá reynum við að eiga rólega stund saman og fáum okkur þá kannski einhvem smárétt, graflax eða eitt- hvað annað gott. Síðan þarf allt að vera tilbúið klukkan sex því við látum ríkisút- varpið hringja okkur inn í jólin og hlustum á jólamessuna." Bestu jólin voru fyrstu jólin og einu jólin okkar -Rakel og Þorsteinn frjálsíþróttaþjálfarar í viðtali „Bestu jólin okkar voru í fyrra en þá vorum við í fvrsta sinn bara tvö,“ segir Rakel Gvlfadóttir, þjálfari yngs- ta afreksfólks FH í frjálsum íþrótt- um, ásamt manni sínum Þorsteini Jónssyni. Þau Rakel og Þorsteinn settu saman heimili á Brekkugötunni fyrir síðustu jól og ætla nú í annað sinn að lialda jól á eigin spýtur - nú með Kára litla, frumburðinum sem fæddist rétt að loknuni jólum síðast. „Fyrstu jólin okkar saman héldum við með foreldrum mínum í Dan- mörku, en þau voru þá nýflutt þang- að þar sem pabbi var stöðvarstjóri Flugleiða, og við Þorsteinn bjuggum í húsinu þeirra. Reyndar höfðu þau aldrei séð Þorstein nema svona álengdar, svo að við fórum til þeirra og vorum með þeim um jólin, og það voru fyrstu jól þorsteins sem hann fékk ekki rjúpur að borða heldur Á tindi Kaldbaks við Greinivík. bara eitthvað danskt svínakjöt. Næstu jól á eftir fórum við til Grenivíkur, þar sem fjölskyldan hans býr og þar borðaði ég rjúpur í fyrsta sinn og þær verða á borðum okkar núna. Besti jólamatur sem ég hef fengið var svo í fyrra, en þá eldaði Þor- steinn rjúpumar sjálfur. Við ætlum að hafa rjúpur núna en þó að Þor- steinn hafi farið í Bláfjöllin höfum við enn ekki náð í neina. En núna ætlar hann að fara í þriggja daga ferð norður til að ná örugglega í rjúpur.“ Þau Rakel og Þorstein eru yngst viðmælenda okkar og rétt nýfarin að halda jól á eigin spýtur - en vilja halda sín eigin jól og ekki í heim- sóknum hjá foreldrum. Siðirnir koma héðan og hvaðan, rjúpumar með Þorsteini, möndlugrauturinn með Rakel en annað reyna þau að spinna fram sjálf. „I fyrra var ég gengin vel á níunda mánuðinn og þá keyptum við bæði jólagjafir handa ófædda baminu og fengum ekki að vita um gjafir hvors annars. Við ætlum að gera það aftur núna og láta það vera leyndarmál. Eg er svo ekkert farin að kaupa fyrir Þorstein en ég veit að hann er búinn að kaupa mína jólagjöf því að hún er læst ofan í tösku. Eg gaf Þor- steini töskuna í haust í afmælisgjöf og á henni er talnalás. Svo breytti Þorsteinn talnaröðinni svo ég gæti ekki séð gjöfina mína en núna er hann búinn að gleyma röðinni sjálf- ur svo þetta er vandamál sem þarf að leysa fyrir jól. Svo höldum við áramótin á Greni- vík og þá er farið á ball. Á Grenivík fara alltaf allir á ball um áramót og Þorsteini finnast engin áramót vera nema hann komist á Grenivíkurball- ið. Vandamálið hjá okkur núna verð- ur að fá pössun fyrir Kára litla, því það fara jú allir á ballið."

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.