Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Blaðsíða 2
2 Fjarðarpósturinn GARÐABÆR " ALAGNING FASTEIGNAGJALDA ÁRIÐ 1997 Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að leggja á eftirfarandi fasteignagjöld árið 1997. Fasteignaskattur: 0.375% af fasteignamati íbúðarhúsa ásamt lóðum 0.75% af fasteignamati annarra fasteigna Holræsagjald/rotþróargjald 0.07% af fasteignamati húss og lóðar Vatnsskattur 0.15% af fasteignamati húss og lóðar Sorphirðugjald kr. 6.500.- á hverja íbúð Lóðarleiga 1 % af fasteignamati lóðar Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt neðangreindar reglur um lækkun fasteignaskatts, holræsagjalda og rotþróargjalda elli- og örorkulífeyrisþega. Einstakiingar með: brúttótekjur allt að 932 þkr. fá 100% afslátt brúttótekjur allt að 985 þkr. fá 90% afslátt brúttótekjur allt að 1.027 þkr. fá 80% afslátt brúttótekjur allt að 1.070 þkr. fá 70% afslátt brúttótekjur allt að 1.133 þkr. fá 60% afslátt brúttótekjur allt að 1.175 þkr. fá 50% afslátt brúttótekjur allt að 1.218 þkr. fá 40% afslátt brúttótekjur allt að 1.271 þkr. fá 30% afslátt brúttótekjur allt að 1.313 þkr. fá 20% afslátt brúttótekjur allt að 1.377 þkr. fá 10% afslátt Hjón með: brúttótekjur allt að 1.154 þkr. fá 100% afslátt brúttótekjur allt að 1.218 þkr. fá 90% afslátt brúttótekjur allt að 1.292 þkr. fá 80% afslátt brúttótekjur allt að 1.356 þkr. fá 70% afslátt brúttótekjur allt að 1.430 þkr. fá 60% afslátt brúttótekjur allt aó 1.493 þkr. fá 50% afslátt brúttótekjur allt að 1.567 þkr. fá 40% afslátt brúttótekjur allt að 1.631 þkr. fá 30% afslátt brúttótekjur allt að 1.694 þkr. fá 20% afslátt brúttótekjur allt að 1.769 þkr. fá 10% afslátt Framangreinda lækkun fá lífeyrisþegar fyrst um þau áramót sem þeir eru 67 ára. Gjaldendur, er telja sig eiga að fá lækkun samkvæmt franrangreindum reglum geta leitað til bæjarritara nreð staðfest endurrit frá skattstofu af skattframtali ársins 1997 og verður þá lækkun framkvæmd strax m.t.t. upplýsinga á skattframtali. í öðrum tilvikum kemur lækkun ekki til framkvæmda fyrr en í apríl - maí, þegar upplýsingar um tekjur ársins 1996 berast frá skattstjóra. Framangreindar reglur taka einnig til þeirra, er njóta örorkubóta. Vakin er athygli á, að þeir gjaldendur þurfa í öllum tilvikum að leita til bæjarskrifstofu um lækkun á álögðum fasteignaskatti og holræsagjöldum. Bœjarrítannn t Garðabœ Þrír lággólfsvagnar í notkun -aðgengilegri og þægilegri en eldri strætisvagnar Almenningsvagnar bs tóku um síðustu hclgi í notkun þrjá nýja strætisvagna af Renault gerð. Þetta er ný kynslóð stræt- isvagna, svoncfndir lággólfs- vagnar, sem eiga vaxandi vin- sældum að fagna víða um heim. Vagnarnir eru í eigu Hagvagna hf., sem annast akst- ur fyrir Almenningsvagna samkvæmt samningi, og verða þeir í akstri á leiðinni Hafnar- fjörður - Garðabær - Kópavog- ur - Reykjavík. Aðaleinkenni nýju vagnanna er lágt gólf. Aðeins eru 32 sm frá jörðu og upp á gólf, sem þýðir að nánast er gcngið beint inn í þá af gangstéttarbrún og ckki er stigið upp neina tröppu. í eldri vögnum hérlendis er gólfliæðin tvisvar til þrisvar sinnum hærri og farþegar þurfa að ganga upp tvær til þrjár tröppur. Nýju vagnarnir verða til mikils þægindaauka fyrir cldri mfr karaoke söngvarar Nú í byrjun janúar stóð Vitinn fyrir keppni milli skólanna í karaoke söng og var keppt bæði í einstaklings- og hópakeppni og voru tvisvar sinnurn undan- keppni sem um 30 unglingar tóku þátt í , og síðan úrslita- kvöldið þar sem valdir voru keppendur sem komu fram fyrir hönd Vitans á Hótel íslandi en þar fór fram keppni milli félags- miðstöðva á landinu. I hópa- keppninni keppti hópur úr Set- bergsskóla en í honum voru: Guðrún Birna, Arnheiður, Fjóla og Guðný. í einstaklingskeppni keppti Guðrún Árný Karlsdóttir úr borgara og þá sem eru t. d. með barnakerrur. Að auki eru vagn- arnir mun bjartari en eldri gerðir vegna stærri glugga og auð- þekkjanlegir vegna annars útlits. Þeir taka um 90 farþega. Við formlega afltendingu og kynningu á vögnunum um síð- ustu helgi í húsakynnum Hag- vagna á Melabraut hér í bæ kom m. a. fram að Hagvagnar hf. hafa haft Renault strætisvagna í akstri undanfarin fimm ár. Hafa þeir reynst afar vel og verið viðhalds- léttir, en þessum vögnum er nú búið að aka um 500 þús. km eða um 120 þús. árlega. Með nýju vögnum er verið að sinna eðlilegri endurnýjun stræt- isvagna Almenningsvagna bs. Fyrirtækið er sem kunnugt er í eigu sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu utan Reykjavíkur og annast þjónustu fyrir samtals Guðrún Árný Karlsdóttir, sem sigraði bæði í karaokekeppni félagsmiðstöðva á landinu og í keppni Vitans. Öldutúnsskóla en hún sigraði líka keppnina á Hótel Islandi og í þriðja sæti var keppandi úr Ver- inu. um 50 þúsund íbúa sveitarfélag- anna og flytur um 20-25% heild- arfarþegafjölda höfuðborgar- svæðisins. Myndin hér að ofan var tekin er vagnarnir voru formlega af- hentir í húsakynnum Hagvagna. Orðskýringar í skólamálum „Heildstæður tveggja hlið- stæðu skóin Lesendur höfðu samband við ritstjórn eftir útkomu síð- asta blaðs vegna fréttar um snörp orðaskipti um skólamál í bæjarstjórn, þar sem m. a. brá fyrir hugtakinu „hcild- stæðum tveggja hliðstæðu skóla'* og þótti þeim orðalagið lítt eða alls ekki skiljanlegt. Fjarðarpósturinn hafði sam- band við Þorgils Óttar Mathie- sen, formann skólanefndar, og bað hann að skýra hugtakið fyrir lesendum. Þorgils sagði að með heildstæðum skóla væri átt við grunnskóla, þar sem allir bekkir á grunnskóla- stigi væru til staðar, þ. e. frá 1. og upp í 10. bekk. Með „tveggja hliðstæðu skóla“ væri síðan átt við tvo bekki í hverj- um árgangi. Þetta þýddi m. ö. o. að í hverjum árgangi tveggja hliðstæðu skóla væru einungis um 40-50 nemendur og nemendaQöldi því alls í slíkum „heildstæðunr tveggja hliðstæðu skóla“ um 400-500. Þorgils Óttar gat þess jafn- framt aó þetta orðalag væri ekki nýtt af nálinni og að það væri til í gömlum samþykkt- um.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.