Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Qupperneq 10

Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Qupperneq 10
10 Fjarðarposturmn Orð í tíma töluð -eftir Valgerði Sigurðardóttur- fyrri grein. í Fjarðarpóstinum 16. janii- ar sl. var viötal við Jóhann Guömundsson, verkstjóra hjá Eimskip. I viðtalinu kemur Jó- hann m. a. inn á hafnarmái, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna skorts á viöleg- urýömi innan hafnargarða. Ég tek heilshugar undir með honum og öðrum þeim hags- munaaðilum sem að höfninni standa, því eins og kemur fram í viðtalinu við Jóhann þarf að vísa skipum frá ef viðlega er ekki fyr- ir hendi. Samrýmist það engan veginn þeirri góðu þjónustu sem Hafnarfjarðarhöfn hefur lagt áherslu á. Er núverandi hafnarstjórn tók við eftir síðustu kosningar var Suðurbakka lokið, nema ljúka þurfti dýpkun við fjórða áfanga Suðurbakka og var það gert í lok ársins 1995. Þá var á áætlun að setja stálþil og dýpka við Háa- bakka en það er viðlegu rými upp á 140 metra, en það var einnig dýpkað í lok árs 1995. Háibakki er i dag nýttur fyrir flotkví, til skipaviðgerða, og sinnir því Háibakki þjónustu á því sviði. Hafnarstjórn stóð einhuga að framtíðaruppbyggingu utan Suð- urgarðs, en það er framkvæmd upp á hundruð milljóna króna eins og réttilega kernur fram í viðtalinu. Meirihluti hafnar- stjórnar, sem samanstendur af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, hefur litið svo á, að sú framkvæmd taki einhver ár en stefnan sé mótuð utan Suð- urgarðs með samþykkt bæjar- stjórnar við breytingu á aðal- skipulagi 20. febrúar 1996. Þá gerir meirihluti hafnarstjórnar sér fulla grein fyrir því að viðlegu- rými innan hafnar verði að auka og þá helst með stálþili innan á Suðurgarð, sem er hagstæður kostur, þar sem m. a. dýpi er þeg- ar 10 metrar að hluta. A haustdögum voru útfærðar hugmyndir hugmyndir um aukn- ingu á viðleguiými innan hafnar- garðar. Þá voru gerðar kostnaðar- áætlanir því samfara. í framhaldi eða nánar tiltekið þann 25. nóv- ember sl. samþykkti meirihluti hafnarstjórnar eftirfarandi til- lögu: „Hafnarstjórn samþykkir að unnin veröi útboðsgögn vegna eftirfarandi verkefna sem eru næstu verkcfni á vegum hafnar- innar: Útboðsgögn vegna stálþils á innanveröan Suðurgarð, miðað við 8-10 m dýpi. Unnin verði gögn vegna alútboðs. Hluti af undirbúningsvinnu verði gerð kostnaðaráætlunar. Helstu verkþættir verði: Þil- skurður, dýpkun, rekstur stálþils og frágangur þekju á innanverð- um garðinum, ekki verði gert ráð fyrir í fyrsta áfanga, að unnið- verði utan núverandi garðs, held- ur verði varnir og landvinningar utan garðsins hluti af fram- kvæmdum „utan garða“. Útboðsbögn og kostnaðaráætl- un skal liggja fyrir hafnarstjórn eigi síðar en 16. desember nk.“ Minnihluti hafnarstjórnar taldi tillöguna m. a. ekki tímabærar né unnar í samráði við starfsmenn hafnarinnar og undirbúning hennar allsendis ófullnægjandi. Síðan á bæjarráösfundi 28. nóvember sl. vís- aði meirihluti bæjarráðs tillög- unum til svokall- aðrar fram- kvæmdanefndar, sem hefur ekkert fjallað um við- legu innan Suð- urgarðs. Með slíkum vinnu- brögðum er verið að teíja fyrir ákvarðanatökum, og aðrir hags- munir teknir fram yfir hags- muni hafnarinnar, sem Hafnarijarð- arhöfn síðan líður vakandi yfir velferð viðskipta- vina Hafnarfjarðarhafnar drög- umst við eðlilega aftur úr og verðum ekki virt sem það góða þjónustufyrirtæki sem við viljum vera. Höfundur er bœjarfulltrúi Sjálfstœdisflokksins og for- maður hafnarstjórnar. fyrir eins og kemur fram í grein Jóhanns sem þekkir hafnarmál mjög vel sem fyrrverandi hafnar- stjórnarmaður og verkstjóri hjá stórum hagsmunaaðila hafnar- innar. Til að standast samkeppni verðum við að geta boðið upp á næga viðlegu og athafnarými á hafnarbökkum. Ef við erum ekki Valgerður Sigurðardóttir Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjarðar 1997 er nú í vinnslu • Fyrirtæki í Hafnarfirði, sem voru í síðustu skrá, eru vinsamlegast beðin að láta vita um breytingar sem þurfa að koma í skrána. • Ný fyrirtæki, sem ekki voru í síðustu skrá, eru beðin að skrá sig sem allra fyrst. • Fyrirtæki sem vilja auglýsa í skránni eru beðnir að hafa samband við markaðsdeild okkar. • Tillögur um nýjar upplýsingar, sem gott væri að hafa í skránni og tillögur um breytingar á fyrri útgáfu eru vel þegnar. „Breytt og bætt útgáfa í þína þágu." Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjarðar er handbók, sem er dreift inn á hvert heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði, einnig er henni dreift víða á stór- Reykjavíkursvæðinu og víða um landið til aðila í viðskiptalífinu. Auk þess að vera ítarlegt upplýsingarit um atvinnu - og þjónustustarfsemi í Hafnarfirði er skráin mjög sterkur auglýsingamiðill. * Pyrirtækjaskrá * Þjonustuskrá * Kennitöluskrá * Faxnúmeraskrá * Húsfélagaskrá * Götukort * Styórnsýsluskrá ALMIEJLU(\r> TRÖNUHRAUNI 6, SÍMI 565 1766

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.