Alþýðublaðið - 15.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1919, Blaðsíða 3
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ Tilbeiðsla g'ullkálfsins. Hér gefur að líta gullkálflnn, og hefir sá svip Mongólans svonefnda. Á baki hans ríða þeir Jón og Sveinn, en Jakob hangir í hala kálfsins og heldur fast. Smalar auðvaldsins, þeir heiztu, sjást og á mynd- inni, þeir: Kjarri, Blesi, Búi, Pési. Þeir hafa fallið fram og tilbiðja af miklum móði kálfinn. Aðrir smalar aJást ekki hér, en vitanlega eru þeir miklu fleiri, sem krjúpa, meira að segja skríða. fétnr snalanuhr. Jónína Magnúsína húsfreyja í Vík heflr margt, sauða. Eru þeir ekki allir jafn vísir. Fyrir því hefir hún um langan aldur haft smalamann einn er Pétur heitir, er hann ýmist tallaður Pétur smalamaður eða Svarti-Pétur. Er hann allra manna Slöggvastur á sauði, svo glöggur, að hann stelur aldrei sauðum í ó- Sáti. Sér til hjálpar hefir hann hunda nokkra, er einn þeirra af afríkönsku hýenukyni, er hann frakkur allmjög, en ekki eftir því húgaður. Hundurinn heitir Kjarri. Á haustin þarf að hóa saman aauðunum og telja þá, sér Pétur °g hundarnir jafnan um að hóa aaman nógu mörgum, enda þótt sunaa sauðina fýsi eigi heim til Jónínu og séu af öðru sauðahúsi. Jónínu er nóg að fá höfðatöl- Una aem stærsta, því mannvirð- er metin eftir sauðafjölda í Vík. Með því Jónína á mikið undir trúmensku Péturs, borgar hún úonum hundrað krónur á dag og ^tur ala hundana vei; verða þeir þá ólmir mjög, svo vart má Pétur stjórna þeim. Kemur þá stundum fyrir að þeir bíta sauðina svo þeir hlaupa á aðra bæi. Pétur á oft í ströngu stríði við hundana. Sá er ijóður á ráði Péturs, að hann get- ur ekki sigað, en blístrar í stað þess. Eins og títt er um smalamenn, er Pétur durnalega búinn og þykir húsfreyju ilt til þess að vita, því heimilið er myndarheimili og koma þangað tíðum góðir gestir. Núna eru fjaligöngur í Vík. Gelta hundarnir í ákafa, en Pétur blísrar en Jónína gistir Dana- konung. Klaafi. Kveðja til Hersis. „Þú mátt gjarnan, greyið mitt, gala og vera hani, en næturorgið þetta þitt, það er ijótur vani. (P. E.)u í gærkvöldi var ákaflega fjölmenn- ur, troðfult Báruhúsið. Tóku þing- mannaefni flokksins til máls og margir aðrir. Var auðheyrt á fundarmönnum að þeir höfðu ein- dreginn hug og vilja á að vinna í kosningunum, og koma frambjóð- endum Alþýðuflokksins inn á þing. Fundurinn fór hið besta fram, eins og Alþýðuflokksfundir jafnan gera; reyndu þó Jakobínar að gera spell á fundinum, með venjulegum ólátum, en tókst ekki sökum still- ingar og festu fundarmanna. Blaðið kemur seinna út í dag en undanfarið vegna greinarinnar á 1. síðu og vegna „gullkálfsins". Klukkunni verður íj kvöld seinkað um eina'stund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.