Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Page 6

Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Page 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2003 lindreginn írilji fundargesta Vilja ekki að byggt verði á Óla Runs túni! Gömul refagildra Um 40 manns sóttu kynning- arfund um endurskoðað deili- skipulag austur-Hvaleyrarholts sem haldinn var í Hvaleyrarskóla sl. mánudag. Friðrik Friðriksson arkitekt er höfundur skipulagsins sem unn- ið er í nánu samstarfi við skipu- lagsdeild bæjarins. A Þorlákstúni sem liggur næst Reykjanesbrautinni, efst á Holt- inu er m.a. gert ráð fyrir gróður- húsum og skólagörðum og voru nær engar umræður um það svæði. Hins vegar urðu miklar um- ræður um breytingar á núgild- andi deiliskipulagi Óla Runs túns og voru fundarmenn á einu máli um að ekki ætti að byggja á túninu heldur gera það að úti- vistarsvæði. M.a. var spurt hvað þyrfti til svo bæjaryfirvöld breyttu af- stöðu sinn, hversu margar undir- skriftir þyrfti og var vitnað til undirskriftasafnana í tengslum við byggingu Fjarðar og Lækjar- skóla. Var stefnuskrá Samfylk- ingarinnar m.a veifað og minnt á loforð um gott samstarf við bæjarbúa. Fram koma vilji að fá gott úti- vistarsvæði í Suðurbæinn en ekki einhverja óskilgreinda græna skika. Var undrast á þeim vilja að byggja þama og kom fram í svari Önnu Margrétar Tómasdóttur á bæjarskipulaginu að verið væri að þétta byggð með rökum Staðardagskrár 21. Sjöfit Magnúsdóttir hefur búið um 45 ár á Lindahvamminum og var ómyrk í máli Gunnar Svavarsson, formaður í skipulags- og byggingarráði sagði í samtali við Fjarðarpóst- inn „að fundurinn hafi verið góður og ibúar á svæðinu hafi tekið virkan og málefnanlegan þátt í honum. Almenn ánægja var með fyrirhugað skipulag á Þorlákstúni en margar ábend- ingar komu varðandi Óla Runs túnið, sérstaklega m.t.t. skerð- ingar á útvistarsvæðinu. Fundur sem þessi er einn af homsteinum í löngu ferli sem hófst við endurskipulagninu á öllu Hval- FLENSBORGARSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Innritun í Flensborgarskólann fyrir haustið 2003 Nemendur fæddir 1986 eða fyrr, nemendur sem eru að flytja sig milli framhaldsskóla og nemendur sem vilja nefja nóm að nýju eftir hlé geta komið umsóknum um skólavist til skrifstofu skólans eigi síðar en 30. maí 2003. Allir umsækjendur verða að skila inn skriflegri umsókn og henni verða að fylgja gögn um nám annars staðar ef um slíkt er að ræða Nemendur sem eru að Ijúka 10. bekk geta komið skriflegri umsókn til skólans en almenn innritun þeirra fer fram 10. og 11. júní á skrifstofu skólans. Þeir þurfa að leggja fram gögn um grunnskólanám sitt. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.flensborg.is Upplýsingar eru einnig veittar á netfanginu flensborg@flensborg.is, í síma 565 0400 eða á skrifstofu skólans. Umsóknareyðublað má finna á www.flensborg.is/forsida/ums_um_skolavist.htm Skólameistari eyrarholtshverfinu árið 2000 til að styrkja formgerð hverfisins. Það sé vissulega ákveðin þver- sögn fólgin í skipulagsforsend- um þegar rætt er um að þétta byggð og á sama tíma skuli slíkt gert í sátt og samráði við hags- munaaðila, því oftar en ekki vilja menn halda skipulagi óbreyttu. Það komu þó fram á fundinum góðar hugmyndir t.d. um sögu- minjasafn, jafnvel húsdýragarð eða skrúðgarð í stað þessara 7 lágreistu einbýlishúsa á túninu. Skipulags- og byggingarráð mun fjalla um málið næst eftir 2 vikur, en lögformlegum athuga- semdartíma lýklur 26. maí nk. og það voru þó nokkrir sem ætluðu að skila inn ábendingum. Eftir það sér fyrir endann á þessu deiliskipulagsverkefni sem búið er að taka yfir rúm 3 ár, en enn eru nokkur af eldri hverfum Hafnarfjarðar ódeiliskipulögð." Refagildrur voru fyrr á árum hlaðnar úr grjóti og á Reykja- nesinu voru hraunhellur mjög góðar til að byggja úr refa- gildrur. Refurinn var tældur inn í gildruna með einhverri ætu og er hann koma að ætunni felldi hann niður hellu sem lokaði gildrunni. Þessi gildra sem fannst skammt frá Fjallinu eina var staðsett við greni en var greini- lega orðin mjög gömul. Jónifannst þetta spennandi Fjölmargar refagildrur hafa fundist víða um Reykjanesið en merki um mannvist er mjög víða þar að finna og með ólíkindum hvað fólk hefur lagt á sig við búskap fyrr á öldum. Hringtorgum fjölgar í dænum Umferð um Hjallabraut gerð öruggari Nýtt hringtorg var tekið í notkun á mótum Hjallabrautar og Skjólvangs en unnið hefur verið að því að fækka akreinum úr tveimur í eina í hvora átt ffá Breiðvangi og niður fyrir skáta- miðstöðina Hraunbyrgi. Það er ekki laust við að margir Hafnfirðingar séu famir að skammast sín fyrir öll hringtorgin í bænum en það er ekki nokkur ástæða að sögn þar sem hringtorg séu með ömgg- ustu gatnamótum sem um getur og árekstrar sem á þeim verða séu að jafnaði minniháttar. Ekki er þó ávallt nægilegt pláss fyrir gott hringtorg og því verða þau nokkuð þröng. Vegfarendi sem ljósmyndari hitti við umrætt skattpeningar í að lagfæra það og af þeim er víst ekki mikill afgangur þessa dagana. I hringtorg brosti breytt og fannst torgið með ólíkindum. Vonandi verður ánægja með torgið því annars fara enn meiri Bresk lausn Ýmislegt má gera ef rýmið er nægilegt! Þessi mynd barst Fjarðarpóst- inum frá áhugamanni um hring- torg sem sagði reyndar að nógu slœmt vœri að aka öfugu megin í Bretlandi!

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.