FÁ-blaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 2

FÁ-blaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 2
leyft að lýsa, hve lengi ljósopið stendur opið. Þessi tímategund fer eftir því á hvaða hraða myndavélin er stillt. Á venjulegum kassavélum er hraðinn aðeins einn (1/30 sek.), á flestum öðr- um vélum er hægt að velja á milli margra hraða. Meðalhraðinn er um 1/50 sek., en þegar tekin er mynd af hlutum, sem eru á hreyfingu, verður að hafa hraðann meiri. Eftir því sem hraðinn er meiri, þ .e. tíminn styttri, sem ljósið getur lýst inn á filmuna, eftir því kemst minni birta inn á hana. En nú þarf filman ákveðið magn af birtu, til að verða mátulega lýst, og þá er hægt að stækka ljósopið, eftir því hvað hraðinn hefur verið aukinn. Með öðrum orðum, ef mátulegt er að mynda viðfangsefni með ljósopi 8 og hraða 1/50, en ljósmyndarinn telur sig þurfa meiri hraða, t. d. i/ioo, svo að viðfangsefnið verði ekki hreyft á myndinni, þá verður hann einnig að stækka ljósopið um eitt stig, í 5.6. Og öfugt við þetta, ef ljósmyndarinn þarf minna ljósop til að fá meiri dýpt í myndina, þ. e. að fá hluti, sem nálægir eru og fjarlægir, jafn skýra, (því að stærra ljósop gefur minni dýpt, eins og áður var sagt), þá verður hann að minnka hraðann, lofa ljósinu að lýsa lengur inn á filmuna. Á þeim myndavélum, sem hafa samstillingu á ljós- opi og hraða, þarf aðeins að stilla hvort tveggja rétt í upphafi og síðan haldast þau hlutföll rétt, þó að ljós- myndarinn breyti öðru hvoru. Ef hann eykur hraðann, stækkar hann ljósopið um leið, sjálfkrafa, og eins mik- ið og nauðsynlegt er. FJARLÆGÐARSTILLING. Sumar ljósmyndavélar hafa eina ákveðna fjarlægð, og er henni þá ekki hægt að breyta. Á þeim vélum, sem útbúnar eru með mörgum fjarlægðarstillingum, verður ljósmyndarinn að æfa sig í að mæla fjarlægðina rétt og stilla hana svo inn á vélina. Aðrar myndavélar hafa innbyggðan fjar- lægðarmæli. TAKARINN er mjög einfaldur útbúnaður, og í sambandi við hann skal aðeins geta þess að honum þarf að ýta alveg í botn, svo að ljósopið á vélinni opnist og birtan komist inn á filmuna. Annars verður filman Ijós og auð og engin mynd sjáanleg. FILMUTILFÆRING: Eftir hvcrja mynd þarf að færa filmuna mátulega mikið til, svo að ekki verði tekið ofan í sömu myndina aftur. Sumar myndavélar eru þannig útbúnar, að þær lokast eftir hverja mynda- töku og opnast ekki fyrr en búið er að færa filmuna til. Er það til að fyrirbyggja ofanítöku. Aðrar mynda- Meðfylgjandi rnynd er eftir hinn heimsfncga Ijósmyndara, Philippe Halsman, og er af spœnska Surreal-málaranum, Sal- vador Dali. Gaman er að imynda sér, hvernig tnyndin er tekin. minna ljósopi, F-16, og eina með stærra ljósopi, F-8. Þegar filman hefur verið framkölluð og myndin full- gerð, er hægt að sjá, hvaða ljósop er hæfilegt og gefur beztu blægrigðin, og þá á auðvitað að lýsa næstu filmu samkvæmt því. Varðandi ísetningu filmunnar í vélina, skal ætíð farið eftir þeim leiðbeiningum, sem vélinni fylgja. LINSA. Ljósið fer í gegnum linsuna inn á filmuna, og magn ljóssins fer eftir því, hvað ljósopið er haft stórt. Á flestum myndavélum getur ljósmyndarinn valið um margar stærðir af ljósopum, en stærðin er táknuð með tölunum 1.4, 2.8, 4, 5.6, 8 o. s. frv. Eftir því sem tölurnar eru hærri, því minna er opið, og öfugt. Ef birtan er mikil (sólin er mjög sterk), er hægt að hafa ljósopið minna, því að þá fer ekki eins mikil birta inn á filmuna (eða þá að tíminn, sem ljósopið er haft opið, er hafður styttri, sjá síðar). En þess skal gætt að ljós- opið ákvarðar einnig dýpt myndarinnar, þ. e. hve djúpt eða langt skarpleiki myndarinnar nær. Eftir því sem ljósopið er minna því dýpra nær skarpleikinn, þ. e. að bæði hlutir, sem eru nálægt myndavélinni og langt frá henni, koma skarpir út. LOKARI. Áður hefur verið sagt að ljósopið tak- markar ljósmagn það, sem inn á filmuna fer, en svo er það lokarinn, sem ræður í hve langan tíma ljósinu er 2 FÁ-BLAÐIÐ

x

FÁ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.