FÁ-blaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 3

FÁ-blaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 3
^élagsmál Vetrarstarfið F. Á.-blaðið þakkar félagsmönnum fyrir síðast og býður þá velkomna til starfs að nýju, endurnýjaða og auðgaða af reynslu og þekkingú á sviði ljósmyndagerð- arinnar. Vetrarstarfið er áformað með svipuðum hætti og verið hefur undanfarið. Félagsfundir verða haldnir einu sinni í mánuði og á sama stað og áður, í Breið- firðingabúð, til jóla að minnsta kosti. Reynt verður eftir föngum að hafa fræðandi efni hvers konar á fund- unum. Væri mjög gagnlegt að heyra frá félagsmönn- um, ef þeir geta bent stjórninni á fundarefni eða ennþá betra, ef þeir vildu taka að sér stuttan dagskrárlið á fundi. Með því móti yrðu fundirnir fjölbreyttari og skemmtilegri. Maífundurinn Síðasti fundur var haldinn í Breiðfirðingabúð mánu- daginn 29. maí s. 1. Varaformaður, Freddy Laustsen, stjórnaði fundinum í fjarveru formanns. Tvær inntökubeiðnir voru bornar upp og samþykkt- ar. Síðan var greint frá úrslitum úr síðustu samkeppni, „Torkennilegir hlutir“. Bezt og torkennilegust í senn þótti mynd nr. 3 og hlaut hún 11 atk\. Eigandi reyndist vera Freddy Laustsen. Svavar Jóhannsson sýndi kvikmyndina Þjórsárdal- ur, sem tekin er af Ósvald Knudsen, og var gerður góður rómur að. Greidd voru atkvæði um 19 myndir, sem borizt höfðu í samkeppnina „Frjálst val“. Atkvæði voru talin. strax að lokinni atkvæðagreiðslu, þar sem þetta var síðasti fundur vetrarins. Úrslit féllu á þá leið, að mynd nr. 11 hlaut 8 atkv., eigandi Freddy Laustsen. Mynd nr. 9 hlaut 7 atkv., eigandi Jón Bergsson og í þriðja og vélar eru útbúnar með einhvers konar sveif, sem um leið og henni er snúið, færir filmuna hæfilega mikið til fyrir næstu myndatöku. Þá er þessum þætti lokið, og er þess vænzt að ein- hver sé betur undir það búinn að smella af en áður. FÁ-BLAÐIÐ er gefið út af Félagi úhugaljósmyndara, Reykjavík, pósthólf 1367. í rit- og framkvæmdanefnd eru: Arni H. Bjarnason, Otti Pétursson, Stefán Nikulásson og Ævar Jóhannesson. Blaðið er aðeins fyrir félagsmenn. l’RENTSM IÐJAN UÓI.AR H F V_________________________?_______________________) fjórða sæti voru myndir nr. 4 og 16, eigandi Jón Ein- arsson. Myndasamkeppnirnar I maíblaði F. Á. var skýrt frá myndasamkeppnum þeim, sem áformað er að hafa fyrri hluta vetrar, en rétt þykir að rifja það upp aftur. Fyrir septemberfund verður verkefnið „Kolakran- inn“, fyrir októberfund „Frjálst val“ og fyrir nóv- emberfund „Ljósastaur“. Stjórnin væntir þess, að fé- lagsmenn hafi notað sumarið til undirbúnings fyrir þessar þrjár samkeppnir, sem voru þegar kunngerðar í maímánuði s. 1., og mæti með myndir sínar á fundum. Urval litskuggamynda. Þeir félagsmenn, sem tekið hafa litskuggamyndir eru beðnir að koma með 3-5 myndir eftir eigin vali til sýningar. Það skal tekið fram, að þetta eiga að vera valdar myndir úr safni hvers eins. Myndirnar verða síðan sýndar, og er ætlazt til að eigendur svari fyrir- spurnum og aðrir áhorfendur gagnrýni. Hugmyndin er einnig að gera samanburð á filmutegundum. Gjalddagi árgjaldsins, kr. 75, var 1 .apríl. Vinsamlegast gerið skil — gjaldkeri er á íundum. Vinnustofan er á Hringbraut 26. FÁ-BLAÐIÐ 3

x

FÁ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.