Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 30.12.2011, Qupperneq 8
Botnsúlur í Hvalfirði er eitt þeirra 52 fjalla sem á verður gengið á árinu 2012.  Ferðalög FerðaFélag Íslands Heklu skipt út fyrir Vestmannaeyjar Verkefnið 52 fjöll eða Eitt fjall á viku á vegum Ferðafélags Íslands er nú að fara af stað í þriðja sinn. Verkefnið hefur notið mikilla vinsælda og að sögn Páls Ásgeirs Ásgeirssonar verkefnisstjóra hafa hátt í annað hundrað manns tekið þátt bæði árin. „Í öllum meginatriðum verður verkefnið með svipuðu móti og verið hefur undan- farin tvö ár. Þó eru alltaf smávægilegar breytingar milli ára sem mótast af reynsl- unni sem safnast fyrir. Þannig hefur til dæmis Hekla verið tekin af dagskránni og skemmtiferð til Vestmannaeyja sett á dag- skrá í staðinn en þar ganga þátttakendur á hæstu fjöll Heimaeyjar og kynnast menningu eyjarskeggja,“ segir Páll Ás- geir. Hann bætir því við að það hafi verið sérlega ánægjulegt að sjá hversu margir þátttakendur hafa tekið miklum fram- förum á árinu sem er að líða. „Þybbnar sófakartöflur eru orðnar að grannvöxnum og stæltum fjallagörpum með blik í auga og fjaðurmagn í spori,“ segir Páll Ásgeir. Fararstjórar 52 fjalla hópsins á nýju ári verða: Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rósa Sig- rún Jónsdóttir, Hjalti Björnsson, Brynhild- ur Ólafsdóttir, Anna Lára Friðriksdóttir og Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson. Þau eru öll þrautþjálfaðir reynsluboltar með fjölbreyttan feril að baki og ólíka þekkingu á ýmsum sviðum. -óhþ Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Dæmi um námskeið á vormisseri 2012: - Verkefnastjórnun - Inngangur að fjárhagsbókhaldi - Stefnumótun fyrirtækja - Markaðsfærsla þjónustu - Rekstrarstjórnun - Fjármálamarkaðir - Alþjóðamarkaðsfræði og markaðsáætlanir - Stjórnun og skipulagsheildir Skráðu þig á www.bsv.hi.is Náðu árangri með Fréttatímanum *Capacent nóvember 2011 **Capacent september 2011 Dreifing með Fréttatímanum er ávísun á árangur - skilaboðin rata til sinna. 92,8% íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast vita að Fréttatíminn berst á heimilið * 65% blaðalesenda á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann í viku hverri.** Þ rátt fyrir aukinn styrk og bætta heilsu eldri borgara sem lyftu lóðum á þriggja mánaða líkamsræktarnámskeiði í World Class í Hafnarfirði hætti meirihluti þeirra að lyfta þegar námskeiðinu lauk. Þeir sem stunduðu reglulega hreyfingu áður héldu frekar áfram, segir Ólöf Guðný Geirsdóttir, nær- ingarfræðingur og nýútskrifuð úr doktorsnámi. „Þeir sem höfðu lítið sem ekk- ert hreyft sig fyrir námskeiðið hættu frekar en hinir. Þeir höfðu þó aukið styrk sinn, hreyfihæfni og bætt lífsgæði sín mest og því voru það nokkur vonbrigði að þau skyldu ekki halda áfram að stunda styrktaræfingar.“ Ólöf Guðný vann rannsókn á áhrifum styrktaræfinga á færni 237 eldri borgara á þriggja ára tímabili, frá hausti 2008, í námi sínu í samvinnu við Rannsóknar- stofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala. Hún varði ritgerð sína nú rétt fyrir jólin. „Margt eldra fólk syndir og gengur sem er gott til að við- halda þreki, en nægir ekki til að viðhalda vöðvastyrk,“ segir hún. „Það er mjög mikilvægt að viðhalda vöðvastyrk, svo að fólk haldi hæfni til að hreyfa sig; geti bjargað sér og lifað eðlilegu lífi. Geri eldra fólk það þarf það ekki að biðja um hjálp og vera öðrum háð.“ Á námskeiðinu voru helstu vöðvar líkamans styrktir og passað að þátttakendur lærðu réttu handtökin í tækjasal. Ólöf hitti fólkið aftur sex til átján mán- uðum eftir þátttökuna og mældi. „Þau sem héldu áfram að lyfta og hreyfa sig héldu styrk sínum langbest,“ segir hún. „Styrkt- aræfingarnar höfðu meiri áhrif hjá konum en körlum. Þær lyfta allra síst og kjósa heldur að brenna, sem eykur ekki vöðva- massa. Fyrir erum við konur einnig með minni vöðvamassa en karlar og vöðvastyrk og þegar hann rýrnar hefur það áhrif á hreyfihæfni okkar og sjálfs- björg.“ Niðurstaða rannsóknarinnar var að þátttakendum leið al- mennt betur eftir námskeiðin en fyrir. „Þeim fannst þau vera lík- amlega betur á sig komin og al- mennt hraustari. Þau höfðu meiri orku og sögðu líka að þau væru félagslega virkari enda hittu þau marga og fannst gaman.“ Ólöf Guðný segir að þau sem hættu að hreyfa sig hafi sagt að hefðu þau haft þjálfara sem tæki á móti þeim; einhvern sem þau þekktu og þekkti til takmarkana eldra fólks hefði þau viljað halda áfram. „Niðurstaðan sýnir okkur að við þurfum að byrja að hreyfa okkur strax í leikskóla og halda því áfram í gegnum lífið,“ segir hún og spyr hvers vegna ekki megi greiða niður íþróttir eldra fólks eða koma upp námskeiðum með fagfólki sem eldra fólk geti gengið að sem vísu. Eldra fólk sé meðvitað um mikilvægi hreyf- ingar en viti sjaldan hvaða hreyf- ing skili mestum árangri. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  HreyFing yFir tvö Hundruð eldri borgarar lyFtu lóðum Í HaFnarFirði Lyftu og bættu lífsgæðin en hættu samt í ræktinni Eldri borgarar sem sóttu þriggja ára líkamsræktarnámskeið og leið betur eftir en áður hættu samt að æfa að námskeiðinu loknu. Vaninn dró þá aftur í sófann. Næringarfræðingur segir nauðsynlegt að hreyfa sig frá blautu barnsbeini, konur þurfi að stunda styrktaræfingar. Ekki nægi að synda eða ganga. Um fjórðungur eldra fólks sem tók þátt í rannsókn um áhrif styrktaræfinga borðaði of lítið að sögn dr. Ólafar Guðnýjar Geirsdóttur næringarfræðings. „Mun fleiri konur borða of lítið en karlar.“ Þessa varð Ólöf áskynja þegar hún vann rannsókn um áhrif styrktaræfinga á aukinn vöðvamassa eldra fólks. Nauðsynlegt hafi verið að auka matarskammta þessa hóps svo hann skaðaði sig ekki með því að brenna þeim litla vöðvamassa sem það hafði í stað þess að auka hann. „Eldra fólk er almennt meðvitað um að það eigi að passa mataræðið. Það veit allt um hreyfingu og hollt mataræði. Það gerist því hjá sumum að þeir minnka skammtinn um of með árunum. Þegar árin færast yfir höfum við oft minni áhuga og ánægju af mat. Einnig getur það gerst að þegar við tökum út fæðutegundir sem okkur þykja góðar vegna hjarta- og æða- sjúkdóma minnkar ánægja okkar af mat og við förum ómeðvitað að borða of lítið.“ Ólöf Guðný segir rétt að orkuþörf minnki aðeins með aldrinum en næringarþörf sé þó nánast sú sama sem þýði að sérstaklega þurfi að vanda fæðuval með árunum. „Orkuþörf minnkar vegna þess að vöðvamassi minnkar og tap á honum margfaldast eftir sextugt.“ Styrktaræfingar eru því nauðsynlegar. Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringar- fræðingur. Eldra fólkið sem tók þátt í rannsókn um áhrif hreyfingar fann ekki aðeins fyrir betri líkamlegri líðan heldur einnig andlegri. Mynd/ Ólöf Guðný 8 fréttir Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.