Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 4
Einvalalið á Reykholtshátíð Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er í sögulegu umhverfi Reykholts síðustu vikuna í júlí ár hvert. Hátíðin í ár verður haldin helgina 27.-29. júlí. Þar leiða innlendir og erlendir tónlistarmenn saman hesta sína. Í ár verða finnskir listamenn í fremstu röð gestir hátíðarinnar, meðal annars Sirkka Lampimäki sem flytur fjöl- breytta efnisskrá með sönglögum og óperuaríum ásamt píanóleikaranum Eliisu Suni. Einn fremsti fiðluleikari Finna, Réka Szilvay, leikur ásamt píanóleikaranum Heini Kärkkäinen. Vovka Ashkenazy flytur Brahms píanókvintettinn. Joseph Ognibene hornleikari verður meðal gesta. Sópran- söngkonan Þóra Einarsdóttir heldur tónleika ásamt píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og strengjum Reykholtshátíðar. Fram koma strengja- leikararnir Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. - jh Hér er ekki skóli, sam- komuhús eða kaup- félag og fá börn. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hæglátt vEðuR og sólaRlítið. smáskúRiR HéR og þaR. HöfuðboRgaRsvæðið: SkýJAð, En Að mEStu þuRRt. ágætt fRaman af, En HvEssiR og mEð Rigningu undiR kvöldið fyRst sunnanlands. HöfuðboRgaRsvæðið: SkýJAð Að mEStu og Rigning um kvöLdið RigningaRsamt um s- og v-vERt landið og nokk- uð Hvasst. styttiR upp að mEstu n- og a-til HöfuðboRgaRsvæðið: mEiRA og minnA Rigning og StREkkingSvinduR. allhvasst og rigning Skjótt skipast veður í lofti. um komandi helgi eru allar líkur á hálfgerðu leiðindaveðri frá því seinnipartinn á laugardag. Fram að því skárra, en sólarlítið. djúp lægð fyrir árstímann nálgast landið og með henni vindur og úrkoma. Einna hvassast á laugardagskvöld og sunnudagsnótt- ina. Á sunnudag er áfram búist við riningu meira og minna sunnan- og vestantil og áfram strekkingsvindur ef af líkum lætur. Rofar mikið til norðan- og austanlands. 14 15 13 15 13 12 13 15 16 12 12 12 15 15 12 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is v ið ætlum að reyna að veiða túristana,“ segir Andr-ea Vigfúsdóttir sem með manni sínum, Jóni Bjarnasyni, hef- ur ákveðið að opna aftur verslunina á Óspakseyri í Bitrufirði á Strönd- um þann 1. ágúst. Kaupfélagið þar hafði í þó nokkur ár staðið autt þeg- ar þau ákváðu að glæða það aftur lífi og opna í upprunalegu horfi. Þá vekur framtakið sérstaka athygli þar sem mesta umferðin vestur fer nú um Þröskulda og Óspakseyri því ekki lengur í alfaraleið. „Við stefnum á að leyfa fólki að bakka aftur í tímann. Hér verður hægt að fá nammi í poka, hraun, gos og lakkríslengju. Það verður boðið upp á kaffi en enga sjoppustemn- ingu. Fólk verður að fara eitthvert annað til að fá sveitta hamborgara,“ segir Andrea og hlær. Þau Jón fengu ekki að nota nafnið Kaupfélag og kalla verslunina því Kjörbúðina Óspakseyri. „En það tala allir um að kaupfélagið sé aftur að opna.“ Þau Andrea og Jón eru þó helst að hugsa um íbúana á svæðinu, sem hafa þurft að aka til Hólmavíkur, í Borgarnes eða Hvammstanga eftir vistum. „Svo vantaði samkomustað í sveitina. Hér er ekki skóli, sam- komuhús eða kaupfélag og fá börn. Við sáum þetta því sem vettvang svo við sæjum framan í sveitungana jafnvel,“ segir hún. Þá hafi heima- menn oft verið innilokaðir í sveit sinni á hörðum vetrum og gott að geta nú komist í búð. „Ég vona að þetta hleypi smá lífi í fjörðinn og sveitirnar í kring. Að hægt verði að fá sér kaffi og spá og spekúlera. Svo er hægt að hafa tónleika þarna, trúbadora eða myndlistarsýningar. Húsnæðið er skemmtilegt og býður upp á marga möguleika.“ Andrea er alin upp á Suðurlandi en kann vel við sig á Ströndum, heimaslóðum Jóns, þar sem hún hangir utan á traktornum í heyskap í stað þess að rúnta um flatlendið. „Það er ný reynsla auk þess sem ég er alin upp við kúabúskap en við erum með fjárbúskap hér.“ gunnhildur arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  verslunarrekstur Framtak ungra bænda Opna kaupfélagið í upprunalegri mynd Bændurnir Andrea og Jón söknuðu þess svo mikið að sjá ekki framan í sveitungana að þau ákváðu að opna gamla kaupfélagið á Óspakseyri að nýju. Íbúar svæðisins höfðu þurft að kaupa inn til heimilanna á Hólmavík, Hvammstanga eða í Borgarnesi. Ákvörðun þeirra er athyglisverð, þar sem Óspakseyri er ekki lengur í alfaraleið. OYSTER PERPETUAL EXPLORER II Michelsen_255x50_I_0612.indd 1 01.06.12 07:22 kaupfélagsandi mun ríkja í kjör- búðinni Óspakseyri sem opnar í byrjun ágúst. Handverk og ferskvara en engin sjoppustemning verður á boðstólum. Andrea vigfúsdóttir er nýr verslunareigandi. Minnkaðu þetta niður í 60.000 án vsk og sendu mér nýtt. Afmælistilboðum lýkur 21. júlí 5 ára Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Jóhannes opnar iceland-verslun Jóhannes Jónsson, fyrrum kaupmaður í Bónus, opnar fyrstu verslun iceland Foods í næstu viku. Samhliða því opnar hann netverslun, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Matvöruverslunin verður í Engihjalla í Kópavogi þar sem verslun 10-11 var áður. Stefnt er að því að verslanirnar verði þrjár. Samhliða þessu opnar Jóhannes netverslun sama dag. malcolm Walker, forstjóri iceland Foods og gamall viðskipta- félagi Jóhannesar, kemur, að sögn blaðsins, að opnun verslunarinnar hér. - jh tíðir smáskjálftar á kötlusvæðinu tíðni smáskjálfta á kötlusvæðinu eða í mýrdalsjökulsöskjunni hefur verið mjög mikil í ár og í fyrra, segir Haraldur sig- urðsson eldfjallafræðingur á síðu sinni. Ástandið er alls ekki venjulegt. „Eru þetta ísskjálftar, sem orsakast vegna hreyfingar og bráðnunar jökulsins, eða eru þetta skjálftar í jarðskorpunni undir, tengdir eldfjallinu sjálfu?“ Svo spyr Haraldur um leið og hann bendir á að skjálftarnir nú séu ekki tengdir árs- tíðabundinni bráðnun sem létti þunga af skorpunni og því ef til vill tengdir eldfjall- inu sjálfu. - jh 4 fréttir Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.