Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 4. janúar 2007 www.fjardarposturinn.is . . . b æ j a r b l a ð H a f n f i r ð i n g a s í ð a n 1 9 8 3 Reiðkona lést Kona fannst látin við reiðveg við Kaldárselsveg um kl. sex á laugardag og er talið að hún hafi fallið af hestbaki. Hún hét Jóhanna Björnsdóttir og var til heimilis á Bergþórugötu 9 í Reykjavík. Hún var fædd 18. mars 1953 og lætur eftir sig tvær dætur. Áslandsskóli styrkti Mæðra- styrksnefnd Nemendur og starfsfólk Áslandsskóla styrkja árlega Mæðrastyrksnefnd Hafnar- fjarðar skömmu fyrir jóla- hátíðina og í ár veitti Elísabet Valgeirsdóttir frá Mæðra- styrksnefnd Hafnarfjarðar við- töku 150.000 krónum úr hendi Leifs S. Garðarssonar skóla- stjóra við lok jólskemmtunar nemenda í 6. bekk. Nemendur skólans sleppa árlega pakkaleik en veita þess í stað fjármuna til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Þetta er fjórða árið í röð sem þessi háttur er hafðu á og á þessum fjórum árum hafa nemendur og starfsfólk skólans safnað alls 559.767 krónum. Brennisteins- fjöll óröskuð Bæjarstjórn vill ekki að fjöllunum verði raskað Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar því að Hitaveita Suð- urnesja hf. hafi riðið á vaðið með yfirlýsingu um að draga til baka sameiginlega umsókn sína með Orkuveitu Reykja- víkur hf. um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum sem hafa óumdeilt náttúruverndargildi. Í samþykkt bæjarstjórnar frá 19. des. sl. segir að svæðið sem sé eina óspillta víðerni höfuð- borgarsvæðisins búi yfir mikl- um jarðfræðiminjum og lands- lagsfegurð í samspili við menningarminjar. Útivistar- gildi Brennisteinfjalla muni einungis aukast í framtíðinni, fræðslu og vísindagildi þess er ótvírætt. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur í samþykkt sinni stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar að fylgja for- dæmi Hitaveitu Suðurnesja. Með því gætu fyrirtækin sýnt samfélagslega ábyrgð sína í verki. Allir í dans Kennsla hefst laugardaginn 13. janúar • Samkvæmisdansar • Barnadansar • Hjónahópar • Freestyle • Break • Salsa • Magadans Kennsluhúsnæði: Bjarkarhúsið og Setbergsskóli Innritun 4.-12. janúar kl. 14-20 í síma 565 4027 og 861 6522 eða á www.dih.is Munið afsláttinn fyrir 12 ára og yngri Mig langar til að vekja athygli á máli sem skiptir okkur öll máli og það er skólakerfið - margt er gott en margt má betur fara. Skólastefna Hafnarfjarðar leggur línurnar um hvernig skólakerfi við viljum sjá hér í bænum. Þetta eru göfug og metnaðarfull orð að lesa en ekki öll sannleikanum samkvæm: „Allir nemendur skuli hafa aðgang að alhliða menntun við hæfi hvers og eins þar sem í boði eru fjölbreytileg viðfangsefni í samræmi við þroska og áhuga,“ segir meðal annars. Einnig er það haft að markmiði að kennsluhættir taki mið af þörfum einstaklinga og nútímalegu samfélagi og nám og kennsla verði einstaklingsmiðuð. Það er mér með öllu óskiljan- legt hvernig hægt er að setja fram svo stór orð án þess að hugsa um framkvæmd þeirra í raun og veru. Er hægt að mæta hverjum nemanda með einum kennara í stofunni? Ég held ég geti fullyrt að svarið er nei. Sonur minn hóf grunnskóla- nám í haust og þar sem hann er ofvirkur er illmögulegt að mæta honum sem skyldi vegna fjár- skorts; þrátt fyrir góðan vilja. Ég hef rætt við marga foreldra sem telja að skólinn sé að bregðast börnum þeirra. Allt eru þetta foreldrar sem eiga drengi með ofvirkni eða athyglisbrest. Í sum- um tilfellum hefur verið tekið til þess ráðs að gefa þeim lyf svo skólagangan verði þeim bærilegri. Ef til vill er skólinn sniðinn að stúlkum en ekki ungum virkum drengjum. Samfélagið okkar er breytt að því leyti að börn eru lengur dag hvern í skólanum og því er skólinn orðinn stærri þáttur í mótun einstaklingsins. Ég hef vitneskju um marga drengi sem eru orðnir andhverfir skólanum sjö ára gamlir, enda standa þeir engan veginn undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar þrátt fyrir að eiga ekki við náms- örðugleika að stríða. Það er ekki í eðli sex og sjö ára drengja að sitja kyrrir við borð nokkra klukkutíma á dag, það eru til aðrar leiðir, það er ég fullviss um. Hreyfi- og verkþörf drengja hefur lítið breyst, en tækifærum til að stunda slíkt hefur fækkað. Leikskólanum tekst miklu fremur að mæta þörfum barna en grunnskólanum því þar upplifa margir að gengið sé á vegg. Lítill er sveigjanleikinn þar sem ekki er hægt að bæta við starfsfólki til að bjóða upp á einstaklings- miðaðra nám. Í 40 mínútna tima þar sem börnin eru tuttugu eru aðeins tvær mínútur sem hvert barn getur fengið athygli. Þetta er miðað við að engin innlögn á sér stað í upphafi tímans. Það þarf að minnsta kosti tvo kennara í bekk fyrstu ár barna í grunnskóla. Ég minnist þess ekki að hafa þurft að stunda heimanám fyrsta árið í grunnskóla, nú læra börn heima vikulega. Búið er að auka námskröfur hægt og bítandi á yngstu börnin undanfarin ár og nú þarf að fylgja því eftir með aukinni þjónustu. Nýlega heyrði ég móður segja, sem er þó búsett í öðru bæjar- félagi, að hún vildi að nokkrir foreldrar tækju sig saman og stofnuðu lítinn grunnskóla þar sem börn fengju að læra og þroskast í hvetjandi umhverfi. Við þurfum að bæta hag barn- anna okkar og hugsa nýjar leiðir. Skólinn er fyrir alla, líka drengi. Ragnhildur Birna Hauksdóttir, leikskólakennari og móðir. Er grunnskólinn fyrir alla?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.