Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 4
Félagarnir Sindir Austman Gunnarsson, 10 ára og Magni Marelsson, 8 ára, héldu tombólu á dögunum til styrktar Rauða krossinum. Söfnuðu þeir 5.375 kr. sem þeir færðu félaginu. Framlögum tombólubarna á þessu ári verður varið til að styðja við börn í Sierra Leone sem misstu mikið úr skólagöngu sinni þegar borgarastyrjöld ríkti í landi þeirra. Rauði krossinn mun styðja við fimm skóla þar sem börn að 18 ára aldri fá kennslu í almennu bóknámi og iðnnámi. Styrktu Rauða krossinn Antikbúðin hefur flutt sig um set og opnað í stórglæsilegu húsnæði að Strandgötu 24, gamla pósthúsinu við Thorsplan. Allt húsnæðið, rúmlega 300 m² verður nýtt undir búðina, enda veitir ekki af þar sem eigendurnir eru þekktir fyrir að fylla allt upp í rjáfur. Næg frí bílastæði eru bæði við Strand- götu og baka til en inngengi er frá báðum hliðum í Antikbúðina. Jónasi og Sigurlaugu, eigend- um Antikbúðarinnar segja það mikið ánægjuefni ef að gamlir og nýir viðskiptavinir sæju sér fært að heilsa upp á þau í náinni framtíð. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. janúar 2007 Kynningarfundur á tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð nr. 3 við Dalshraun verður haldinn í Hafnarborg mánudaginn 8. janúar 2007 kl. 17. Tími til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 12. janúar 2007. Jólatré fjarlægð 8. og 9. janúar Dagana 8. og 9. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Þeir bæjarbúar sem vilja nota sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk. Kynningarfundur - lóðin við Dalshraun 3 Antikbúðin í gamla pósthúsið Jónas Halldórsson í nýju búðinni að Strandgötu 24. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Sindri Austman Gunnarsson og Magni Marelsson. Fundað um fjárhagsvanda Haukanna Aukafundur var í bæjarráði um fjárhagsvanda Knattspyrnufé- lagsins Hauka en félagið sendi bæjarstjórn erindi um aðstoð vegna þess fyrir skömmu. Fund- urinn var haldinn 28. desember en engar tillögur lágu fyrir um lausn vandans en rætt hefur verið um að Hafnarfjarðarbær leysi til sín eignir. Ekkert lokauppgjör hefur farið fram vegna upp- byggingar á Ásvöllum. Takk Við á skammtímavistinni í Hnotubergi fengum óvæntan glaðning fyrir jólin. Kiwanis- klúbburinn Eldborg kallaði okk- ur til sín og biðu okkar veglegar gjafir, ferðageislaspilarar og tölva. Þetta eru hlutir sem eiga eftir að koma sér svakalega vel. Þökkum við kærlega fyrir okkur. Miðvikudaginn 20. desember brautskráði Einar Birgir Stein- þórsson skólameistari 39 stú- denta og 6 nemendur af sérsviði fjölmiðlunar á upplýsinga- og fjölmiðlabraut í nýjum sal skól- ans, Hamarssal. Einn var bæði útskrifaður sem stúdent og af fjölmiðlabraut. 22 luku stúdents- prófi á þremur og hálfu ári. Bestum árangri í heild náði Stella Sif Jónsdóttir stúdent af félagsfræðabraut sem lýkur námi á 7 önnum. Var henni veitt viður- kenning fyrir frammistöðu sína m.a. frá Rótarýklúbbi Hafnar- fjarðar fyrir frábæran náms- árangur, auk þess sem fleiri hlutu verðlaun. Guðríður Karlsdóttir, kennari við skólann var heiðruð en hún lætur nú af störfum eftir farsælan starfsferil í 34 ár. Snorri Páll Jónsson flutti ávarp nýstúdents og þótti mælast vel. Þá var Jenný Sif Steingrímsdóttur veittur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hún er í meistaranámi í Evrópufræðum við háskólann í New York og Columbi háskólann. Í ræðu sinni vék skólameistari að fjölmörgu í starfi skólans og m.a. var sagt frá gjöf frá Sparisjóði Hafnarfjarðar en það er forláta flygill sem tekinn var í notkun við athöfnina þó svo hann verði formlega afhentur við útskrift í vor. Af þessu tilefni léku þær Steinunn Birna Ragn- arsdóttir og Ástríður Alda Sig- urðardóttir fjórhent á flygilinn. 45 útskrifaðir frá Flensborg Lj ós m .: Lá ru s K ar l I ng as on Brautskráðir voru 57 nemend- ur frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 20. desember s.l. , 41 í löggiltum iðngreinum og 16 í tækniteiknun og listnámi. Í þessum hópi voru tveir nemendur sem luku námi af tveimur brautum annar í vél- virkjun og rennismíði og hinn í tækniteiknun og listnámi. Verðlaun fyrir hæstu einkunn á burtfararprófi hlaut Kristín Röver af tækniteiknarabraut og fékk hún jafnframt verðlaun frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar sem veitt hefur þessi verðlaun á hverju ári í 60 ára sögu klúbbs- ins, en þetta var í fyrsta skipti sem klúbburinn veitir viðurkenn- ingu við brautskráningu um jól. Frá Samtökum iðnaðarins hlutu tveir nemar verðlaun, Jóhann Bragi Ægisson af raf- virkjabraut og Guðrún Aðalbjörg Árnadóttir af hársnyrtibraut, Guðrún Aðalbjörg fékk einnig verðlaun fyrir árangur í íslensku og frá fyrirtækinu Árgerði ehf. sem veitir þeim nema sem bestum árangri nær af hársnyrti- braut verðlaun. Þá fékk Árný Björk Sigurðardóttir verðlaun frá Danska Sendiráðinu fyrir árangur í dönsku. Einnig fékk Kristín Erla Guðnadóttir af hár- snyrtibraut viðurkenningu fyrir 100% skólasókn en skólasóknar- reglur skólans voru hertar veru- lega á þessari önn sem varð til þess að brottfall minnkaði um rúm 4% og náðu 10 því að mæta 100% í allar kennslustundir á önninni, en Kristín Erla var eini útskriftarneminn sem náði þessum árangri. Við skólaslitin minnti skóla- meistari á húsnæðisvanda skól- ans og greindi frá fundi með menntamálaráðherra nýlega þar sem ákveðið var að setja á fót vinnuhóp til að vinna að lausn málsins. Saga Iðnskólans í Hafnarfirði kom út fyrir jólin og var kynnt við útskrftina. 57 útskrifuðust frá Iðnskólanum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.