Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 4. janúar 2007 www.fjardarposturinn.is Ráðsmaður/kirkjuþjónn/meðhjálpari Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju auglýsir hér með laust til umsóknar starf ráðsmanns/kirkjuþjóns/meðhjálpara við Hafnarfjarðarkirkju. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2007. Í umsókn sinni skal umsækjandi gera grein fyrir menntun, fyrri störfum og meðmælendum. Umsóknarfrestur er til 8. janúar nk. og skal skriflegum umsóknum merktar: „Ráðsmaður/kirkjuþjónn/meðhjálpari“ skilað til sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju v. Strandgötu, pósthólf 395, 220 Hafnarfjörður. Sjálfstæðisflokkurinn Fyrstan skal fremstan telja. Sjálfstæðisflokkinn sem varð til við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins árið 1929 og hefur lengst af verið stærstur og áhrifamestur íslenskra stjórnmálaflokka allar götur síðan. Eftir að ég komst til vits og ára hef ég bundið mitt trúss við þenn flokk nú í næstum hálfa öld, þrátt fyrir kratískt upp- eldi á Ísafirði. En sá sjálfstæðisflokkur sem ég gekk í fyrir hálfri öld, flokkur Ólafs Thors og Bjarna Ben. (og auðvitað Matta Matt líka), hefur tekið miklum stakkaskiptum síð- an, eins og reyndar aðrir flokkar. Eftir daga þessara fyrnefndu heiðursmanna tóku við menn eins og Jóhann Hafstein og Geir Hallgrímsson miklir ágætismenn sem héldu í horfinu. En með tilkomu Þorsteins Pálssonar sem íllu heilli spyrnti ekki við fótum þegar hið íllræmda kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar var tekið upp, fór að halla undan fæti fyrir frjálslynda hægri menn. Kvótakerfið er í mikilli andstöðu við yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklinga til orðs og æðis og gegn hvers konar höft- um og ófrelsi í atvinnulífinu. Ekki er hægt að finna hliðstæðu við þetta kerfi fyrr en aftur í miðöldum, þ.e.s. einokunarverslunina dönsku. Þetta er einskonar nútíma lénskerfi (feudalism). Með tilkomu Davíðs Oddssonar tóku frjálshyggjumenn að láta æ meir að sér kveða og hafa reyndar ráðið ferðinni allar götur síðan. Skoðanakannanir gefa í skyn að það séu einkum miðaldra fólk og eldri borgarar sem styðja Sjálfstæðisflokkinn á meðan yngra fólk fylkir sér í auknum mæli um vinstri flokkana. Það eru því helst ég og mínir jafnaldrar sem viðhalda yfirburðafylgi Sjálfstæðisflokks- ins í dag. Þetta er fólk sem er sauðtryggt í eðli sínu og getur vart hugsað sér að kjósa aðra flokka. En þegar það hverfur af sjónarsviðinu þá er hætt við því að fylgið dvíni hratt ef ekki verð- ur horfið frá þeirri stefnu sem nú einkennir flokkinn og það hugar- far sem að baki liggur eða villta- vesturshugsunarháttinn sem tel- ur að allir sem ekki geta séð um sig sjálfir hjálparlaust megi drep- ast því þetta séu aumingjar hvort eð er. Sjálfstæðisflokkurinn er að breytast úr flokki allra stétta (í húsi mínu eru mörg híbýli) í flokk auðmanna og viðskipta- jöfra, en það fólk er varla 40% af þjóðinni eða hvað? Nei flokkur- inn er stór vegna þess að fjöldi almennra borgara sem langflestir eru launafólk hefur treyst honum til að fara með sín mál. Það traust fer nú þverrandi. Með sama áframhaldi mun Sjálfstæðisflokkurinn falla niður í flokk íhaldsflokka í Skandinav- íu og verða 20% flokkur á skömmum tíma. Flokkurinn þarf nú að taka sig á í krafti þess styrks og valds sem hann hefur í ríkismálunum og leiðrétta mis- tökin sem gerð hafa verið og það mikla ranglæti sem ríkir í líf- eyris- og tryggingamálum al- mennra launþega og öryrkja. Flokkurinn hefur alla burði til þess að kippa þessum hlutum í lag. Vilji er allt sem þarf. Samfylkingin Tilraun vinstrimanna til að sameinast í einum flokki og þar með ná að yfirbuga Sjálf- stæðisflokkinn tókst ekki nema að hálfu leiti þar sem vinstri sósíalistarnir í Alþýðubandalag- inu gátu ekki hugsað sér að starfa með krötum. Þeir sem lögðu það á sig að ganga í samfylkinguna eiga margir í erfiðleikum með samstarfið. Það vantar allt traust í þetta samstarf. Það bíður nýrra leiðtoga að bræða þetta endan- lega saman. Vegna þessarar sundrungar í röðum vinstri manna hafa margir vinstri sinnar vantrú á Samfylkingunni og hafa í vaxandi mæli fylgt sér um Vinstri græna sem leggja mikla áherslu á að hasla sér völl sem flokkur náttúruverndar og um- hverfismála og hafa því fengið fylgi frá fólki sem er þannig hugsandi en finnst að hinir flokkarnir séu ekki að standa sig í umhverfismálunum. Auk þessa á Samfylkingin í leiðtogavand- ræðum þar sem núverandi for- maður hennar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gerði afdrifarík mis- tök þegar hún sveik kjósendur sína í Reykjavík með því víkja úr borgarstjórastóli til að freista gæfunnar á Alþingi. Ingibjörg þarf að taka á honum stóra sínum og sína meiri yfirvegun þegar hún lætur í sér heyra. Átök henn- ar við Össur Skarphéðinsson hafa heldur ekki verið flokknum til framdráttar. Það er því langt að bíða þess að Samfylkingin nái að veita Sjálfstæðisflokknum verðuga samkeppni. Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. Kjósa hvað? – Hvað er í boði? Hugleiðingar um íslenska stjórnmálaflokka í tilefni komandi kosninga — Fyrri hluti Hermann Þórðarson Við hjálpum þér að standa við áramótaheitið Heilsuklúbbur Rakelar og Sindra 869 7090, 861 7080 www.kolbrunrakel.is GEYMDU AUGLÝSINGUNA Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Haukar - UMFG: 82-81 Úrvalsdeild karla: Hamar/Selfoss - Haukar: 99-86 Næstu leikir: Körfubolti 4. jan. kl. 19.15, Sauðárkrókur Tindastóll - Haukar (úrvalsdeild karla) 9. jan. kl. 19.15, Kennarahásk. ÍS - Haukar (úrvalsdeils kvenna) Handbolti 5. jan kl. 18, Kaplakriki FH - Akureyri (úrvalsdeild kvenna) 5. jan. kl. 20, Kaplakriki FH - Haukar 2 (1. deild karla) 6. jan. kl. 15, Framhús Fram - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 10. jan. kl. 19, Ásvellir Haukar - ÍBV (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Voru keypt rétt tæki til söndun- ar? Eru gangstéttar of mjóar? Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.