Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. janúar 2007 Við kunnum að meta eignina þína! Leikjaskólinn hefst 13. janúar Á milli jóla og nýárs tóku drengir fæddir 1990 frá FH þátt í Norden Cup sem fram fór í Gautaborg en mótið er óopinbert Norðurlandamót sem haldið hefur verið síðan 2003. Keppt er í þremur aldursflokkum, drengja og stúlkna í a- og b-liðum. FH sigraði á mótinu en þeir lögðu Guif frá Eskilstuna í Sví- þjóð í úrslitaleik 30-22 og er þetta annað árið í röð sem FH sigrar á þessu móti í sínum ald- ursflokki, flokki 15-16 ára a- liða. Vakti sigur FH-inganna mikla athygli og á heimasíðu mótsins segir að liðið hafi sýnt getu sem hlýtur að vera með því besta í heiminum í þessum aldursflokki. Þar kemur einnig fram að bestu menn mótsins hafi verið Björn Sverrisson, leikstjórnandi, línumaðurinn Sigurður Ágústs- son og Aron Pálmarsson, skytta. Reyndar segir Leif Lindenhall í frétt á heimasíðunni að hægt hefði verið að telja upp næstum allt íslenska liðið. Hann segir einnig að utan þess að hafa öflugt lið hafi FH-ingarnir sýnt góða liðsheild og þannig viðhorf að gamall aðdáandi hópíþrótta hafi næstum tárast. FH-ingar sigruðu Norden Cup í annað sinn 1990 árgangurinn í handbolta drengja vekur mikla athygli í Svíþjóð Sigurlið FH ásamt fararstjórum og fylgdarliði Sigurreifir FH-ingar eftir frækinn sigur á Guif frá Eskilstuna Lj ós m .: M ag nú s Þ or ke ls so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.