Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 1
Samkomulag hefur orðið um að Landsnet sendi 4 tillögur til Skipulagsstofnunar sem hluta af tillögu að matsáætlun vegna lagningar háspennulínu að áætl- aðri stækkun álversins í Straums- vík. Línustæðin verða tvö, annars vegar í núverandi stæði Hamra- neslínu 1 og 2 og Hnoðraholts- línu, í gegnum Hnoðraholt, Ás- flatir og að Hamranesi og hins vegar í núverandi og breytt línu- stæði Búrfellslínu 2. Hafnarfjarðarbær mælir ein- dregið með útfærslu þeirri sem sýnd er hér að neðan þar sem línur fari í jörð sunnan við Ás- fjall og að núverandi tengivirki við Hamranes. Búrféllslína 3 og Kolviðarhólslína 2 fari úr stæði Búrfellslínu suðvestan við Stór- höfða og stefni í vestur að nýju tengiverki í Hrauntungum og þaðan vestan við núverandi iðn- aðarsvæði að álverinu. Kostnaður við að leggja lín- urnar í jörð er verulegur en óstaðfestar heimildir herma að Alcan sé reiðubúið til að greiða kostnaðinn af því um 900 millj- ónir kr. skv. sömu heimildum. Þetta fékkst ekki staðfest hjá Alcan sem á í viðræðum við Landsnet. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 2. tbl. 25. árg. 2006 Fimmtudagur 11. janúar Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Niðurgreitt til 14 ára og yngri Hafnarfjarðarbær hækkaði um síðustu áramót viðmiðunar- aldur vegna niðurgreiðslna á þátttökugjöldum í íþróttum og félagsstarfi barna upp í 14 ár, unglinga fæddra 1993. Hafði áður verið greitt til 12 ára aldurs. Í fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir að þessi aukning á stuðningi við íþrótta - og æskulýðsstarf kosti sveitarfélagið 20 millj. kr. Með eða á móti Alcan birtir á næstunni niðurstöður úr skoðana- könnun Alcan lét á dögunum gera viðamikla könnun á viðhorfum Hafnfirðinga til stækkunar- áforma og barst þeim niður- staða hennar á þriðjudaginn. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan vildi engu svara um niðurstöður hennar en sagði að þær verði skoðaðar innan fyrirtækisins og svo birtar opinberlega, vonandi í næstu viku. 87,3% bæjarbúa eru hins vegar sammála því að þeir fái að kjósa um meiriháttar mál- efni í Hafnarfirði. Háspennulínur fari í jörð sunnan við Ásfjall Fjórar útfærslur í tillögu að matsáætlun Valkostur 2 sem bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vilja helst. ICETREND Verslunarmiðstöðinni Firði, 2. hæð ÚTSALA – ÚTSALA © F ja rð ar pó st ur in n/ H ön nu na rh ús ið – 0 70 1 30% 30% afsláttur á öllum vörum Valkostur 1 Valkostur 3 Valkostur 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.