Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Page 2

Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Page 2
Úrval fiskrétta 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. janúar 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.hafnarf jardark i rkja. is Fróðleiksmolar á Byggðasafninu 18. janúar kl. 20. Sigrún Ólafsdóttir þjóðfræðingur flytur erindið „Þorra konungi Frostasyni fagnað“ þar sem brugðið verður upp matarlegri sýn á þorrann og því velt upp hvort samtíminn hafi fært gamlar hefðir þorrans í rangan búning. Færeyskir listmálarar í Hafnarborg Í dag kl. 17 verður opnuð í Hafnarborg málverkasýningin Einsýna List, en sýningin er sett upp í samvinnu við Norðurlandahúsið í Færeyjum, Lista- safnið í Þrándheimi og Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Verk á sýningunni eiga listamennirnir Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunnars- dóttir, Torbjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni. Færeyskir listmálarar hafa lengi sótt innblástur í stórbrotið umhverfið og hafið sem umlykur eyjarnar. Verkin á sýningunni Einsýna List sýna svo ekki verður um villst, að landslagið er enn áhrifavaldur í færeyskri myndlist þó málverkin hafi vissulega módernistískt yfirbragð og myndefnin séu fjöl- breyttari. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd myndin Au revoir enfants ('87) í leikstjórn Louis Malle. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin ítalska kvikmyndin Il ladro di bambini sem á íslensku var kölluð Stolnu börnin. Lögreglumaðurinn An- tonio á að fylgja tveimur börnum frá Mílanó á upptökuheimili á Sikiley. Í fyrstu eru samskipti hans og barn- anna harðdræg en smám saman lægir öldurnar og þau verða bestu vinir. Á leiðinni gerast ýmsir hlutir sem ekki var gert ráð fyrir í upphafi ferðarinnar og vegna vináttu og tryggðar við börnin teflir lögreglumaðurinn á tæp- asta vað. Af hverju kusum við bæjarstjórn? Jú, til að taka ákvarðanir. Af hverju á þá að fara að kjósa um eitt deiliskipulag? Af því að Samfylkingin lofaði bæjarbúum að kosið yrði um meiriháttar mál! Jæja, hver metur hvað sé meiriháttar mál? Er nýtt línustæði fyrir háspennulínur meiriháttar mál? Það getur nú aldeilis haft áhrif á framtíðar íbúðarsvæði. Kannski of langt fyrir stjórnmála menn sem hugsa í 4 ára tímabilum að hugsa svo langt fram í tímann. Er blokkarbáknið á Norður- bakkanum meiri háttar mál? Er milljónaframlag til íþrótta- og tómstundaiðkunar meiriháttar mál? Eða á kannski bara að kjósa um „neikvæð“ mál? Mér finnst þessi fyrirhugaða kosning hreinasta bull og bæjarstjórinn í Reykjanesbæ sagði réttilega að ef kjósa hefði átt um staðsetningu álvers við Helguvík hefði átt að gera það miklu fyrr. Annars finnst mér öfugsnúið þegar forstjóri Alcan á Íslandi heldur því fram að ekki verði hægt að reka álver í núverandi stærð í framtíðinni. Það gengur mjög vel nú, lágt raforkuverð og góður hagnaður. Hvað skyldi kosta móðurfélagið að leggja slíkt ver niður? Ég frábið mér svona röksemdafærslu. Auðvitað vilja fyrirtæki stækka og eflast en það eiga þau ekki að gera á kostnað samvisku bæjarbúa Hafnarfjarðar. Hins vegar finnst mér líka öfugsnúið þegar andstæðingar stækkunar stíga upp í stóra bíla sína og aka á brott spúandi mengun frá sér. Ég skil vel að menn vilji verja umhverfið en þurfum við þá ekki að taka til í eigin bakgarði? Ég hvet bæjarbúa, með eða á móti stækkun að fara út í iðnaðarsvæði í Hellnahrauni. Sjáið umgengnina þar. Er það svoleiðis iðnaðarsvæði sem við viljum fá? Horfum víðar á málið og látum svo stjórnmála- mennina gera það sem þeir eru kosnir til. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 14. janúar Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna Guðsþjónusta kl. 13.00 fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn, Garðasókn og Bessastaðasókn Prestar: Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjartar Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Kaffiveitingar og dagskrá á eftir í boði Víðistaðakirkju. Fram koma: Gaflarakórinn og Sigurður Skagfjörð einsöngvari. Boðið verður upp á rútuferð frá Hjallabraut 33 kl. 12.40 og frá Hrafnistu kl. 12.50. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur 4. Lækurinn - Gönguleið að miðbæ Lagðar fram umsagnir skipu- lags- og byggingarráðs og um- hverfisnefndar/Staðardagskrá 21 Framkvæmdaráð felur fram- kvæmdasviðinu að skoða málið nánar á milli funda. 7. Suðurbraut, umferðaröryggi við Smáralund Lagt fram erindi Foreldrafélags Smáralundar varðandi umferðar- öryggi við leikskólann. Skipulags- og byggingarráð vísar erindu til afgreiðslu framkvæmdaráðs. Framkvæmdaráð vísar málinu til framkvæmdaráætlunar 2007. 8. Víðistaðaskóli stefna Lögð fram stefna ÁF-hús vegna verksamnings. Lárus Blöndal hrl. lögmaður Hafnarfjarðarbæjar í málinu, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Einnig mætttu Indriði Þorkelsson hdl og Arnar Smári Þorvaldsson eftirlitsmaður verksins frá Verkþjónustu Kristjáns. Framkvæmdaráð þakkar kynning- una og mun fylgjast með málinu. 36. Austurgata 22, Rífa hús Lagt fram bréf dags. 26.10.´06 frá Batteríinu f.h. Austurgötu ehf., þar sem óskað er eftir að breyting verði gerð á deiliskipulagi miðbæj- ar, reit R5, samkv. meðf. upp- drætti. Lagður fram deiliskipulags- uppdráttur Batterisins dags. 26.10.06, þar sem sýnd er heimild til að rífa og fjarlægja íbúðarhúsin að Austurgötu 22 og 22b. Á fundi 29.09.06 veitti skipulags- og bygg- ingarráð umsækjanda heimild til að vinna tillögu að breytingu á deili- skipulagi. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 01.10.06 og vísað til skipulags- og byggingar- ráðs. Auglýsinga- og athuga- semdatíma lokið, engar athuga- semdir bárust. Skipulags- og bygg- ingarfulltrúi samþykkir erindið og að því verði lokið skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Fiskur veitir sálarró Sunnudaginn 14. janúar Guðþjónusta kl. 11 Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Ræðuefni: Á ég að gæta bróður míns? Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir Kór kirkjunnar leiðir söng. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili og í Hvaleyrarskóla. Opið hús Eins og undanfarin ár stendur Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar fyrir opnu húsi öll fimmtu- dagskvöld í vetur og verður fyrsta opna hús nýs árs í kvöld, fimmtudag kl. 20 í sal félagsins að Flatahrauni 29. Margt verður gert til skemmtunar í vetur, hnýtingar, kynningar, fluguhnýt- ingakeppni og svo hið rómaða lokakvöld á síðasta vetrardag. Húsið er öllum opið, jafnt félags- mönnum sem öðrum og eru allir stangaveiðimenn hvattir til að sýna sig og sjá aðra og góðar veiðisögur eru alltaf vel þegnar.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.