Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 11. janúar 2007 Ég er starfsmaður á stærsta leikskóla bæjarins, Stekkjarási. Mér finnst það alltaf jafn und- arlegt þegar fólk úti í bæ talar um leikskólann á neikvæðan hátt, að hér sé ekki gott að vinna. Ég spyr sjálfa mig hvaðan þetta komi en hef ekki enn fundið svarið. Þá velti ég því fyrir mér af hverju við séum svona fljót að trúa öllu neikvæðu án þess að það séu einhverjar staðreyndir á bak við sögurnar. Ég er mjög ánægð í minni vinnu, vinn bæði með frá- bærum börnum og vinnufélag- arnir upp til hópa fínir. Mór- allinn er mjög góður hjá okkur og höfum við haft ýmsar upp- ákomur á undanförnum vikum til að hrista hópinn enn betur saman. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir leikskólar og hjá okkur er starfsmannaekla og stundum getur það haft áhrif á starfsemi leikskólans. Hvaða vinnustaður finnur ekki fyrir því ef það vantar fók til að sinna þeim störfum sem þarf að vinna? Höfum eitt í huga, þ.e. að við starfsmenn leikskóla erum með það dýrmætasta sem foreldrar eiga, börnin þeirra, og því er mjög mikilvægt að fá gott fólk til starfa sem vill og getur unnið með börnum. Við búum í litlu samfélagi þar sem það virðist skemmtilegra að smjatta á einhverju neikvæðu en á því jákvæða og góða. Hugsum okkur aðeins um næst þegar sagt er: „Sagan segir...“ Hvaðan kemur hún og hvað er á bak við hana? Ég vinn á leikskólanum Stekkjarási. Ég veit að ég vinn á skemmtilegum vinnustað og mig langar ekki að breyta til. Ég veit að þar er fínn mórall og gott að vinna! Unnur Henrýsdóttir, deildar- stjóri á Blásteini á Stekkjarási. Hugleiðing um Gróu á Leiti Lionskonur í Kaldá færðu Fjölgreinanáminu í Lækjarskóla tvær saumavélar á dögunum, aðra tölvustýrða en hina iðnað- arsaumavél til að sauma þykkt efni. Sveinn Alfreðsson, verk- efnisstjóri, Kristín María Ind- riðadóttir og Halla Þórðardóttir, aðst. skólastj. Lækjataskóla tóku við gjöfinni. Að sögn Guðrúnar Júlíusdóttur, ritara Kaldár selja klúbbfélagar m.a. jólakort og héldu bingó til að afla fjár og klúbburinn styrkir árlega góð málefni með verulegum upp- hæðum. Í klúbbnum eru 43 konur og formaður klúbbsins er Elísabet Guðmundsdóttir. Gáfu saumavélar Lionskonur styrkja fjölgreinanámið Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Það færist í vöxt að ferðamenn heimsæki hina nýju miðstöð Goðafræða sem er að rísa í Straumi við Straumsvík. Á síðastliðnu ári heimsóttu um 2.500 erlendir ferðamenn stað- inn og nýja árið byrjaði með heimsókn eins af fyrstu ferða- mannhópunum frá Indonesíu. „Það er sammerkt með öllum þjóðum að goðafræði sameinar og vekur upp umræðu um fornar hefðir allra þjóða og þjóðarbrota. Oft má finna sameiginlega arf- leifð og er það eitt af þeim fjöl- mörgu verkefnum sem er verið að vinna í Straumi,“ segir Friðrik Brekkan leiðsögumaður. Haukur Halldórsson og Sverrir Þór Sigurjónsson eru mennirnir á bak við átakið í Straumi. Í kringum Straum eru fallegar gönguleiðir og eru menn hvattir til að banka uppá í húsakynn- unum og kynna sér það sem fram fer eftir góðan göngutúr en þar kennir ýmissa grasa. Ferðamenn streyma í Straum Nýja miðstöð goðafræða vinsæl Haukur Halldórsson Haukur Halldórsson með ferðamönnum frá Indónesíu. Lj ós m .: F rið rik B re kk an Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.