Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. janúar 2007 www.fjardarposturinn.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Eldsneytisverð 10. janúar 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 111,2 112,0 Atlantsolía, Suðurhö. 111,2 112,0 Esso, Rvk.vegi. 112,7 113,5 Esso, Lækjargötu 112,7 113,5 Orkan, Óseyrarbraut 111,1 111,9 ÓB, Fjarðarkaup 111,2 112,0 ÓB, Melabraut 111,2 112,0 Skeljungur, Rvk.vegi 112,7 113,5 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðu olíufélaganna. 60 m² íbúð m/ húsgögnum til leigu í 4 mánuði frá 15. janúar - 15 maí. Reglusemi og reykleysi áskilið. Verð 90 þús. á mán. Uppl. í s. 822 8444. Get tekið að mér heimilisþrif í Hafnarfirði og aðliggjandi nágrannabyggðum. Löng og farsæl starfsreynsla er fyrir hendi. Uppl. í s. 662 1572 og 553 5294. Ég er góður, traustur Herbalive dreifingaraðili í Hafnarfirði. Er með heilsuklúbb. Gerður Hannesdóttir s. 565 1045, 865 4052. Hefur þú tíma fyrir tvo strákhnoðra sem vantar góða ömmu með gott hjartalag til að passa á kvöldin og á meðan mamma er í leiðsögunámi? Uppl. í síma 864 7452. Hvít 66° N barnahúfa fannst fyrir utan Nóatún, glæný og merkt Lilju Katrínu. Upplýsingar í síma 863 4963 Við fundum kistil í garðinum okkar í Fjóluhvammi í nóvember sl. Í kistlinum eru ýmsar persónulegar upplýsingar, m.a. um Patrick og Gerard Wall frá Waterford, Írlandi sem við viljum endilega koma til eiganda síns. Upplýsingar í s. 822 1999. Nýlegir takkaskór fundust á bílastæðinu fyrir utan Dominos á milli jóla og nýárs. Upplýsingar í s. 555 3033. Giftingahringur tapaðist fyrir jól. Inn í honum stendur m.a. „Þín Ida“. Fundarlaun. Uppl. í s. 899 3337. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Tapað - Fundið „Amma“ óskast Heilsa Þrif Húsnæði í boði HEILSA Fjárfestu í líkamanum og komdu þér í gott form með Herbalife. Heilsuráðgjöf, eftirfylgni. Ingibjörg, hjúkrunarfr. 691 0938 Mig langar að nefna nokkrar ástæður þess að ég er ekki samþykk fyrirhuguðum áform- um um stækkun ál- bræðslunnar í Straums- vík úr 170 þúsund tonnum í 460 þúsund tonn. 1. Sjónmengun: Verksmiðjan er tæpur kílómetri á lengd, ef af stækkun verður, verð- ur hún jafn breið og hún er löng í dag. Frá Völlunum, Áslandi og Holtinu er mikil sjón- mengun af verksmiðjunni eins og hún er í dag. Ef verksmiðjan stækkar, verður fjórða stærsta ál- bræðsla Evrópu í bakgarði okkar Hafnfirðinga. Háspennulínur vegna stækkunarinnar í nágrenni byggðar og á útivistarsvæði Hafnarfjarðar verða óásættanlegar. 2. Loftmengun: Allur árangur í baráttu við loftmengun álbræðsl- unnar í Straumsvík síðustu 20 árin verður að engu við stækkun. Við hverfum 20 ár aftur í tímann og muna margir Hafnfirðingar hvernig mengunarástandið var þá í umhverfi verksmiðjunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum er alvarlegasta umhverfisvandamál í heiminum í dag. 3. Byggðaþróun? Mengunarsvæði? Við þurfum að spyrja okk- ur hvernig við viljum að byggðin þróist í Hafnarfirði. Innan fárra ára verður Straumsvíkursvæðið eitt það verðmætasta á höfuðborgarsvæðinu. Nálægðin við höfuð- borgina og alþjóða- flugvöllinn gerir landssvæðið eftirsóknarvert. Mengunarsvæðið sem verður 18 ferkílómetrar ef af stækkun verður útilokar alla eðlilega byggðaþróun á þessu svæði (allt byggt land í Hafnarfirði í dag er 12 ferkíló- metrar). 4. Umhverfisspjöll. Stækkun álbræðslunnar nær að sjálfsögðu út fyrir Hafnarfjörð og kallar á virkjun í neðri hluta Þjórsár sem hefur óafturkræfar afleiðingar fyrir náttúru Íslands. Höfundur íbúi á Völlum og meðlimur í Sól í Straumi. Fyrirhuguð stækkun álversins í Straumsvík: Ég er ekki samþykk Svala Heiðberg Danskt einkaleyfi tengt vetnisbílum Danski tækniháskólinn (DTU) hefur sótt fyrir hönd fjögura nemenda skólans um einkaleyfi á nýrri tækni í efna- rafölum fyrir vetnis- bíla. Tæknin leiðir til þess að vetnið nýtist betur en áður hefur þekkst. Nemendurnir fjórir hafa unnið að þessari tækni undanfarin ár og er þess skemmst að minnast að þeir settu heimsmet sl. vor í ár- legri Shell EcoMarathon keppni er þeir óku vetnisbíl sínum 25 km á 10 gr af vetni. Það sam- svarar því að venjulegur smábíll kæmist 671 km á einum lítra af bensíni. Á síðasta ári fengu vís- indamenn við skólann einkaleyfi á „vetnispillunni“. Vetnispillan er eiginlega ammoníaksaltpilla sem bindur umtalsvert magn vetnis í sig. Vetninu er síðan náð úr pillunni með efnahvörfum. Pillan er því einskonar batterí. Hún er sögð algerlega hættulaus, bruna- eða sprengihætta sé engin og hægt er að endur hlaða hana aftur og aftur. (Upplýsingar úr FÍB-blaði 2006). Háspennumastraskógur Mér komu þessi afrek Dan- anna í hug, þegar sagt var í vígsluræðu forsvarsmanns Hita- veitu Suðurnesja, að öll orka frá nýja orkuverinu færi til Grundar- tanga við Hvalfjörð. Mér var hugsað til háspennumastranna, sem þyrftu að komast yfir Hafn- arfjörð, yfir allt stór Reykjavík- ursvæðið og yfir Hvalfjörðinn. Hvar eiga þessi mannvirki að liggja? Heildarmyndin Við skulum gera okkur í hug- arlund hvernig þessi orkuþörf erlendra stórfyrirtækja ger- breytir ásýnd landsins. Háspennulínur frá Þjórsá og Hellisheiði til Straumsvíkur, frá Reykjanesvita og Hellisheiði til Grund- artanga, frá til Helguvíkur og nú hef- ur Þorlákshöfn óskað eftir orkufrekum iðnaði til sín. Ég vildi gjarnan sjá tölvumynd af þessum Háspennumastra- skógi. Ég hef heyrt því haldið fram að hægt sé að leggja þessa strengi í jörðu, en verkfræðingur sem hefur góða þekkingu á þessu sviði, tjáði á fundi þar sem ég var stödd, að það væri ekki hægt, vegna þess að það myndaðist of mikill hiti frá þessum háspennu- köplum, þannig að það væri ógerlegt. Nýtum okkur þekkinguna. Hversvegna nýtum við ekki frekar okkar orku til vetnis- framleiðslu? Hafa vetnisfram- leiðsluna við hlið orkuveranna og sleppa öllum háspennu- smastraskógi. Tilraun með vetni á bíla hefur verið í gangi hér á landi og ætti að vera ákjósan- legur kostur að nýta sér þekk- ingu Dana í þeim málum. Höfundur er innanhússarkitekt, framhaldsskólakennari og myndlistarmaður. Háspennumastraþjóð Margrét Guðmundsdóttir Kristbjörn Óli Guðmundsson, formaður Sundfélags Hafnar- fjarðar, SH, og Rúnar Gíslason, útibússtjóri Kaupþings í Hafnar- firði, skrifuðu nýlega undir sam- starfssamning SH og Kaupþings banka. Samningurinn gildir fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Samstarf SH og Kaupþings Kristbjörn Óli Guðmundsson, formaður Sundfélags Hafnarfjarðar og Rúnar Gíslason, útibússtjóri Kaupþings í Hafnarfirði. Lj ós m .: H af st ei nn I ng ól fs so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.