Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 11. janúar 2007 Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. Vinstri grænir Þessi flokkur er einfaldlega af- sprengi gamla Komm- únistaf lokks- ins/- Sósíalistaflokksins/- Alþýðubandalagsins og áherslurnar hafa lítið breyst. Þetta er áfram njetflokkur sem finnur fátt jákvætt til að fylkja sér um í okk- ar lýðræðislega og frjálslynda þjóðfélagi og fyrir hann er sovétísland ennþá draumalandið. Flokkurinn hefur grætt á vantrú vinstrimanna á Samfylkingunni og vaxandi andúð á Framsókn- arflokknum. Hvað það dugar honum lengi veltur á frammi- stöðu þessara fyrrnefndu flokka. Það verður þó ekki af Vinstri grænum skafið að í röðum þeirra er að finna mikið af frambærilegu ágætisfólki. En hversvegna þetta frábæra fólk tekur sér stöðu í þessu í þessum úrelta flokki er jafn framandi í dag og á dögum Laxness og Þórbergs. Afstaða þessa rauða íhalds- og afturhalds- flokks mun á komandi árum ráða því hvort vinstri mönnum tekst að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokks- ins. Það er þó ekki líklegt að takist á meðan flokkurinn lýtur forustu Steingríms Sigfússonar, þessa bráðsnjalla og frábæra ræðuskör- ungs, sem hefur tekið sér stöðu yst á vinstri vængnum. Steingrími svíður enn tapið fyrir „stelpunni frá Stokkseyri“ (Margréti Frí- mannsdótturt) í formannskjöri Alþýðubandalagsins forðum og hefði hann sjálfsagt viljað ráða ferðinni í hugsanlegri sameiningu vinstri flokkanna. Flokkurinn hefur tekið fylgi af Framsókn og einnig af Samfylkingunni og á vaxandi hylli að fagna hjá náttúruverndarsinnum og and- stæðingum frekari stóriðju í landinu. En maður hefur það ein- hvernveginn á tilfinningunni að VG undir forustu Steingríms myndi frekar kjósa að starfa með Sjálfstæðisflokknum heldur en Samfylkingunni í nýrri ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. VG þarf að losa sig við gömlu sovét- draugana, eins og „systurflokkarnir“ í Austur-Evrópu eru í vaxandi mæli að gera, ef þeir ætla sér að verða alvörulokkur í framtíðinni og vinna sér traust kjósenda sem eru vinstri sinnaðir og vilja aukin jöfnuð í þjóðfélaginu. Framsóknarflokkurinn Hvorki fugl né fiskur dettur mér fyrst í hug þegar Fram- sóknarflokkinn ber á góma. Þessi fyrrum flokkur „frjálslyndis og samvinnu“ sem átti að standa vörð um bændamenningu og íslenskan landbúnað hefur dagað uppi eins og nátttröll í ljósi lausn- ar hafta og frelsis í viðskiptum, en flokkurinn þreifst á slíkum höftum og afdalamennsku. Fram- sóknarflokkurinn sem telur sig vera miðjuflokk hefur fyrst og fremst verið flokkur hafta og hentistefnu og hefur því valsað frá hægri til vinstri eftir því hvort hentaði honum betur til að komast að kjötkötlunum. Flokk- urinn naut lengi þess að kjör- dæmaskipunin hér á landi var honum hagstæð þar sem fylgi hans var mest í fámennustu kjör- dæmunum Fylgi hans hefur því farið þverrandi eftir því sem þetta misræmi hefur verið leiðrétt, en það er ennþá langt í land með að fullu jafnræði verði náð. Að því mun þó koma. Í dag er hlutverk þessa flokks fyrst og fremst hags- munagæsla fyrir erfingja gamla SÍS-veldisins sem því miður eru ekki bændur og búalið þessa lands. Í þeirra hlut (bændanna) kom að greiða skuldir Sambands- ins. Hinn geðþekki nýi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sig- urðsson, hefur reynt að bæta ímynd flokksins með djörfum yfirlýsingum en ekki er víst að hrifning þingfulltrúa flokkssþings Framsóknarmanna yfir þeim nái langt út fyrir raðir flokksins. Jón er óþekkt stærð í íslenskri pólitík. Ég held að Siv Friðleifsdóttir hefði verið líklegri til að bjarga Framsóknarflokknum ef flokks- menn hefðu borið gæfu til að kjósa hana í stað Jóns sem er jú ef grannt er skoðað fulltrúi Halldórs Ásgrímssonar og studdur til valda af hans liði. Framsóknarflokkur- inn er því einskonar tímaskekkja. Ef flokkurinn ætlar að ná fyrri áhrifum í landspólitíkinni þarf hann að hverfa af villu síns vegar og leita uppruna síns. Frjálslyndi flokkurinn Þessi flokkur sem var stofnaður vegna andstöðu við kvótakerfið, er síðastur í röð klofningsflokka úr Sjálfstæðisflokknum sem allir hafa gufað upp að lokum eða sameinast móðurflokknum að nýju. Þau munu einnig verða ör- lög þessa flokks. Flokkurinn hef- ur ekki náð að hasla sér völl á landsvísu en náð þokkalegum árangri á Vestfjörðum þar sem þeir félagar Sverrir Hermannsson og Guðjón Kristjánsson hafa haldið uppi fjörinu og í Reykja- vík, í fjölmennustu kjördæmum landsins. Flokknum hefur ekki tekist að brjótast út úr eina mark- verða málefni sínu, fiskveiði- stjórninni, og hans bíða því sömu örlög og sumra fiskstofnanna, að verða að engu. Nýlegt vaxandi fylgi flokksins með tilkomu Jóns Magnússonar og nýs afls og andstaða við óheftan innflutning erlends vinnuafls til landsins (ég er ekki þeirrar skoðunar að þetta sé „rasismi“) getur orðið skamm- góður vermir fyrir flokkinn því að þetta hefur klofið hann í tvær andstæðar fylkingar og getur þegar á hólminn er komið dregið úr fylgi flokksins. Fylgi í skoðanakönnunum skilar sér ekki alltaf í kjörkassana. Ný framboð Hugsanleg ný framboð gætu sett strik í reikninginn fyrir fjór- flokkana og ef vel tekst til með framboð eldri borgara, eins og gerst hefur t.d.í Ísrael, getur það framboð höggvið skörð í raðir allra flokka og jafnvel komið nokkrum mönnum á þing. Meiri óvissa er með framboð um- hverfisverndarsinna. Íslendingar virðast almennt láta sig lítt varða nátturu landsins enn sem komið er, og þá auðlind sem þar er að finna ef í staðinn er boðinn efna- hagslegur ávinningur þótt skammvinnur kunni að verða. Umhverfisverndarsinnum vex þó fiskur um hrygg þótt hægt gangi. Slíkur flokkur myndi þó helst höggva skörð í raðir Vinsri grænna. Ef þessir nýju flokkar ná að koma mönnum á þing gæti næsta löggjafarþing þjóðarinnar orðið ansi skrautlegt. Það verður erfiðara að mynda tveggja flokka stjórn nema með samvinnu Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna. Þetta getur því orðið mjög spenn- andi. Ég er engin sérfræðingur og að baki þessara hugleiðinga minna liggja engar vísindalegar rann- sóknir. Ég er heldur ekki að skrifa þetta til þess að efna til ritdeilna við pólitíska andstæðinga eða samherja sem eru á annari skoð- un. Þetta er sýn mín á íslenska stjórnmálaflokka í dag og ég þurfti einfaldlega að koma þessu frá mér. Eflaust hef ég reitt ein- hverja til reiði og það hlakkar í öðrum. Það verður bara að hafa það. Ég þykist viss um að margir séu mér sammála þótt þeir hafi kosið að þegja. Það er skoðun mín að ráðherrar og þingmenn hafi ekki verið að standa sig vel í landsstjórninni eða á löggjafar- samkundinni undanfarin ár. Vax- andi ójöfnuður í þjóðfélaginu ber þess glöggt vitni. Þeir flokkar sem af alvöru vilja leiðrétta rang- lætið í skattamálunum, ónýtt tryggingakerfi og lögleiddan þjófnað á áunnum lífeyrisrétt- indum munu uppskera velvild kjósenda. Hinum verður refsað. Njótið kosninganna kæru með- bræður og systur og fyrir alla muni – KJÓSIÐ RÉTT! Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. Kjósa hvað? – Hvað er í boði? Hugleiðingar um íslenska stjórnmálaflokka í tilefni komandi kosninga — Seinni hluti Hermann Þórðarson Við hjálpum þér að standa við áramótaheitið Heilsuklúbbur Rakelar og Sindra 869 7090, 861 7080 www.kolbrunrakel.is GEYMDU AUGLÝSINGUNA Körfubolti Úrvalsdeild karla: Tindastóll - Haukar: 79-75 Bikarkeppni kvenna: ÍS - Haukar: 44-79 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: FH - Akureyri: 26-19 Fram - Haukar: 26-29 Haukar - ÍBV: miðv.dag 1. deild karla: FH - Haukar 2: 23-22 Staðan Úrvalsd. karla handbolta: Haukar í 6. sæti með 11 stig Úrvalsd. kvenna, handbolta: Haukar í 4. sæti með 14 stig 1. deild karla, handbolta: FH í 2. sæti með 13 stig Haukar 2 í 7. sæti með 6 stig. Úrvalsd. karla, körfubolta: Haukar í 12. sæti með 4 stig Haukar í 1. sæti með 18 stig Næstu leikir: Körfubolti 11. jan. kl. 20, Kennarahásk. ÍS - Haukar (úrvalsdeils kvenna) 17. jan. kl. 19.15, Smárinn Breiðablik - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Handbolti 13. jan. kl. 13, Ásgarður Stjarnan - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 13. jan kl. 14, Framhús Fram - FH (úrvalsdeild kvenna) 13. jan. kl. 15, Egilsstaðir Höttur - Haukar 2 (1. deild karla) 13. jan. kl. 15, Vestmannaeyj. ÍBV - FH (1. deild karla) Íþróttir Húsnæði óskast Opal Seafood ehf. óskar eftir að leigja einstaklingsíbúð eða litla 2ja herbergja íbúð nálægt eða á Hvaleyrarholti. Öruggar greiðslur. Upplýsingar gefur Svanur í s. 893 5418 Starfsmaður í afgreiðslu Fataverslun í Firði óskar eftir starfsmanni, 20 ára eða eldri, í afgreiðslu 10-15 tíma á viku. Upplýsingar gefur Heidi í síma 897 9768 styrkir barna- og unglingastarf SH INNRITUN ER HAFIN í alla hópa 6 ára og eldri hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Innritun er alla daga í síma 555 6830 kl. 10-14, á skrifstofu SH og með t-pósti á sh@sh.is Dulræn mál- efni í Gamla bókasafninu Í kvöld kl. 20.30 verður Magn- ús Skarphéðinsson formaður Sálarrannsóknarfélagsins með fyrirlestur um dulræn mál, geim- verur, líf eftir dauðann og drauga og rannsóknir af þeim. Spiluð verður hljóðupptaka af miðils- fundi og sýndar allskonar við- eigandi myndir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.