Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 11.01.2007, Síða 8
Þessa dagana er verið að kynna í ráðum og nefndum bæjarins niðurstöður úr könnun sem Capacent gerði á viðhorfum bæjarbúa til ýmissa þjónustu- þátta. Þetta er stöðluð könnun sem ætlað er að gefa samanburð við önnur sveitarfélög og að gefa til kynna hvaða þjónustuþætti megi bæta. Það vekur athygli að vatnið er ekki lengur það besta í bænum því 4% svarenda voru óánægðir með gæði kalda vatnsins og 90% ánægðir en 96% svarenda voru ánægðir með þjónustu þjónustu- versins í Ráðhúsinu og enginn óánægður. Úrtak könnunarinnar var 1500 manns og var svarhlut- fall 62,8%. Er könnunin fram- hald af viðamikilli könnun sem Hafnarfjarðarbær lét gera árið 2003. 94% ánægja er með heima- þjónustu en aðeins 36% ánægja er með heimahjúkrun. 90% ánægja með bókasafnið sem fær hæstu meðaleinkunn ásamt niðurgreiðslu til tómstundastarfs barna og drykkjarvatninu en meðaleinkunnin tekur mið af því hversu hátt hlutfall svarenda eru mjög ánægðir eða óánægðir. Aðeins 56% eru ánægðir með þjónustu Tónlistarskólans og 18% óánægðir en í viðhorfi til skólans munar mestu á viðhorfi notenda og ímynd skólans eða um 34% á einkunn. Tækifæri til úrbóta Helstu þættir sem komu illa út úr könnuninni og má bæta er heimahjúkrun, þjónusta áhalda- húss, framboð útivistar- og tóm- stundasvæða innan bæjar og í nágrenni hans, félagsþjónustan, hjúkrunarheimili, félagsstarf/- félagsmiðstöðvar unglinga, íþrótta- og leikjanámskeið og grunnskólinn. Ekki er ávallt auðvelt að sjá hvað íbúar eru óánægðir með í viðkomandi þáttum en ætla má að óánægja með snjómostur hafi t.d. mótað afstöðu til Þjónustu- miðstöðvar bæjarins (áhalda- húss) og óánægja með Tónlistar- skóla endurspegli óánægju með biðlista að skólanum. Sjá nánar á fjardarposturinn.is 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. janúar 2007 Við kunnum að meta eignina þína! Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Firði • sími 555 4420 Nýtt kortatímabilÚtsalan í fullum gan gi! Fjarðarpósturinn 07 01 – © H ön nu na rh ús ið e hf . TRIBAL MAGADANS í Hafnarfirði! Við bjóðum upp á „tribal“ magadans, „tribal“ samsetningar hefðbundinna hreyfinga magadansa, nýtísku dansa og alþjóðlegra sígaunadansa. Kennt er í húsnæði Technosport, Bæjarhrauni 2 Námskeið hefst 15. janúar kl. 20.30 Stúlkur á öllum aldri hjartanlega velkomnar! Allar upplýsingar á www.tribalmagadans.com og í síma 659 4299, Tanja. F ja rð ar pó st ur in n 06 08 – © H ön nu na rh ús ið e hf . Viðhorf bæjarbúa til þjónustuþátta almennt gott Þjónustuverið skorar hæst en snjómoksturinn veldur mestri óánægju Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.