Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 1
Í dag kynnir starfshópur Alcan og Hafnarfjarðarbæjar breyting ar á deiliskipulagi vegna fyrir - hugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Skv. heimildum Fjarðarpóstins er þar gert ráð fyrir umtalsverðri minnkun þynn - ingarsvæðisins þar sem Alcan skuldbindi sig til að hreinsa mun betur m.a. brenni steins díoxíð en fyrr með vot hreins un eða öðrum nýrri að ferðum sem kunna að finnast. Þá sé gert ráð fyrir hærri skor steinum til að tryggja betri dreif ingu. Hópurinn kynnir breytingar á fundi skipulags- og byggingar - ráðs. Forsendur kosninga Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis - flokks ins lögðu fram bókun á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem forsendur kosninga á stækkun álversins. Forsendurnar eru eftirfarandi: 1. Að formleg umsókn eigenda álversins, Alcan, til fram kvæmda og stækkunar álversins sé fram komin. 2. Að tryggt sé að ýtrustu meng - unarvarnir við álverið séu fyrir hendi og notast sé við bestu fáan legu tækni í því skyni, þ.m.t. vothreinsun eftir þurrhreinsun, þann ig að eftir stækkunina verði mengun ekki meiri en nú er, jafnvel minni. 3. Að skýrt komi fram hver beri kostnaðinn við færslu á raflínum og nýjum spennivirkjum vegna fyrirhugaðrar stækkunar og valin verði ný línustæði og staðsetning fyrir nýtt spennuvirki með það í huga að það rýri sem minnst framtíðarbyggingarland Hafnarfjarðar. 4. Að það komi skýrt fram að kostnaður vegna flutnings á Reykjanesbraut ásamt tvöföldun vegarins og mislægum gatna - mótum verði greiddur af ríkis - sjóði og/eða Alcan. 5. Að gengið hafi verið frá af hálfu ríkisins og Alcan í hvaða skatta umhverfi fyrirtækið muni starfa í eftir stækkun þess og hvaða áhrif það hefur á tekjur Hafnarfjarðarbæjar. Það vakti athygli að bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna tóku undir bókun Sjálfstæðisflokks og því ljóst að menn séu þessa dagana að snúa sér að kjarna málsins þó Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri vildi ekki samþykkja að þetta væru nein vatnaskil í málinu. Sagði hann að meirihlutinn hafi verið að vinna að þeim þáttum sem fram koma í bókun Sjálfstæðisflokksins. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 3. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 18. janúar Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 VG vill að Sól í Straumi fái 8 millj. kr. Guðrún Ágústa Guðmunds - dóttir, bæjarfulltrúi VG og áheyrn arfulltrúi í bæjarráði lagði til á fundi ráðsins sl. fimmtu dag að Hafnarfjaðarbær veiti Sól í Straumi 8 milljónir kr. til að koma til móts við kostnað vegna öflunar og úrvinnslu upp lýsinga vegna fyrir hugaðrar stækkunar ál - bræðsl unnar í Straumsvík, kostn aðar við að koma upp - lýsingum á framfæri við bæjar - búa, vegna fundarhalda og vinnslu og birtingar aug - lýsinga. Málinu var frestað á milli funda. Á fimmtudag sótti svo Sól í Straumi um 6,9 millj. kr. styrk til að standa undir kostnaði við kynningu á rökum á móti stækkun álversins í Straumsvík. Hann lét kuldann ekki á sig fá, húsbyggjandinn efst í Áslandi 3 sem nú er að byrja að byggjast upp. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Sérstæð samstaða í bæjarstjórn Fulltrúar flokkanna sammála um forsendur álkosninga Tilveran Veitingahús í hjarta Hafnarfjarðar — Linnetsstíg 1 — sími 565 5250 Humar fyrir bóndann á bóndadaginn Raflínur á Kaldárselsvegi

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.