Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. janúar 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.hafnarf jardark i rkja. is Þorrafróðleiksmolar á Byggðasafninu í kvöld Í ókeypis fróðleiksmolum í Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20 gefst færi á nauðsynlegum undir - bún ingi fyrir komandi þorrablót. Í framsögu sem ber yfirskriftina Þorra konungi Snæssyni fagnað mun Sigrún Ólafsdóttir þjóðfræðingur bregða upp matarlegri sýn á þorrann og velta því upp hvort samtíminn hafi fært gamlar hefðir þorrans í rangan búning. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd myndin Il ladro di bambini sem á íslensku var kölluð Stolnu börnin. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd mynd Bernardo Bertolucci frá árinu 1987, Last Emperor eða Síðasti keisarinn. Myndin er einskonar ævi - saga Pu Yi, sem þriggja ára að aldri tók við veld issprotanum sem síðasti keis arinn í Kína. Sagt er frá hátignar - legri fæðingu hans og stuttri valdatíð sem keisari í Forboðnu borginni, þar sem hann var tilbeðinn af 500 milljónum manna og síðan afsögn hans, niðurlægingu og spilltu líferni og að lokum þegar hann deyr sem garð - yrkjumaður í grasagarði Peking borgar. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Tríó Reykjavík í Hafnarborg Nýárstónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafnarborg á sunnudaginn kl. 20. Efnisskrá fyrri hluta tónleikanna verður að mestu helguð Edvard Grieg, en í ár verður öld liðin frá andláti hans. Tríóið mun leika fjöruga dansa og Elín Ósk syngja nokkur af frægustu söng - lögum hans, m.a. Söng Sólveigar. Á seinni hluta tónleikanna verður fjörið allsráðandi, dansar, polkar og glæsi - aríur úr óperettum eftir Nico Dostal, Franz Lehar, Ernesto de Curtis og Emmerich Kálmán. Einsýna list í Hafnarborg Í Hafnarborg stendur yfir mál verka - sýningin Einsýna List sem sett er upp í samvinnu við Norður landa húsið í Færeyjum, Listasafnið í Þrándheimi og Nordatlantens Brygge í Kaup manna - höfn. Þar sýna færeysku lista menn irnir Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunn arsdóttir, Torbjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni. Tónleikar í kvöld Hljómsveitirnar Ten Steps Away, Ar - tika, Ashton Cut og Civil Fool munu koma fram í Gamla bókasafninu í kvöld kl. 20. Þar mun rock & roll ráða ríkjum en allar hljómsveitir kvöldsins tileinka sér rokkið. Ekkert kostar inn en það er 16 ára aldurstakmark. Umræðan um stækkun álversins í Straumsvík er orðinn sérkennilegur farsi. Þegar umhverfis - mat vegna stækkunar var lagt fram í júní 2002 var enginn áhugi bæjarbúa á málinu, sem varð forsíðufrétt hér í Fjarðarpóstinum 27. júní 2002. Í blað inu þá voru kynnnt helstu umhverfisáhrif stækk unarinnar. Í árslok 2003 selur Hafnar fjarð - ar bær Alcan landssvæði, 52 hektara fyrir 290 millj. kr. vegna stækkunar áforma Alcan og skuld bindur sig til að útvega land undir nýtt vegastæði Reykjanesbrautar og að lagnir og línur verði færðar til á keyptu landi að kostnaðarlausu fyrir Alcan. Það er svo ekki fyrr en um mitt ár 2005 sem bæjarbúar vakna til lífsins og hafa skoðun á málinu og einn íbúi krefst kosninga um málið. Það dylst engum að 170% stækkun álversins veldur verulegri meng unaraukningu í magni og hlutfallslega um 150% miðað við núverandi mengun. Hins vegar hefur ekki mikil umræða verið um auknar mengunarvarnir t.d. bæði þurr- og vothreinsun en vot - hreinsun drægi verulega úr brennisteinsmengun. Umræðan í dag snýst meira um það hver sagði hvað og hver lofaði hverju. Hver eigi að greiða fyrir færslu á raflínum og hver eigi að greiða fyrir færslu á Reykjanesbrautinni. Lá það ekki ljóst fyrir þegar bæjarstjóri seldi og afsalaði bænum landi við verksmiðju Alcan? Hvernig gat bæjarstjóri lofað færslu Reykjanesbrautar eigi síðar en þegar hagsmunir kaupanda kröfðust þess? Að kosningu verður ekki alveg í bráð því skv. bókun sem fulltrúar D-lista lögðu fram í bæjarstjórn og aðrir tóku undir er krafist vothreinsunar eftir þurrhreinsun og að ríkið eða Alcan greiði færslur Reykjanesbrautar og að fram komi hver borgi flutning á línustæði. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 21. janúar Sunnudagaskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur 12. Stórsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar - styrkbeiðni. Lögð fram styrkbeiðni Stórsveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vegna tónleikaferðalags. Bæjarráð sam - þykkir að styrkja Stórsveitina um 300.000 kr., takist af lið 21-815. 13. Hávaðamengun frá Dverg við Brekkugötu Lagt fram bréf frá eigendum við Brekkugötu 9 vegna hávaða meng - unar. Bæjarráð samþykkir að vísa erind inu til frekari yfirferðar hjá Fast eignafélagi Hafnarfjarðar með það í huga að finnta hentugt hús - næði undir starfsemina. 21. Knattspyrnufélagið Haukar, endurskipulagning fjármála. Bæjarráð samþykkir að óska eftir skriflegri umsögn ÍBH og íþrótta full - trúa vegna erindis. 11. Styrkir Lagt fram erindi Barnaheilla, dags. 22. des. sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 600.000 fyrir árið 2007 vegna verkefnisins Stöðvum barnaklám á Netinu. Lagt fram erindi frá Parkin son - samtökunum, dags. 2. jan. sl., ósk um styrk vegna tímarits sam tak - anna, að lágmarki kr. 50.000, í formi auglýsingar. Fjölskylduráð samþykkir að veita tímariti Park - insonsamtakanna styrk að fjárhæð kr. 50.000, í formi aug lýsingar. 2. Afskriftir skulda Lögð fram tillaga að niðurfellingu skulda að fjárhæð kr. 7.145.296. Fjölskylduráð samþykkir til - löguna fyrir sitt leyti en vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs. 5. Samstarf við ÍBH Unnið er að gerð leiðbeinandi bæklings vegna barnaverndarmála og kynferðisofbeldis gegn börnum sem ÍBH og forvarnanefndar sem ætlaður er starfsfólki sem vinnur með börnum og unglingum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Drög að bæklingnum lögð fram. Fiskur veitir sálarró Sunnudaginn 21. janúar Fjölskylduhátíð kl. 11 Báðir sunnudagaskólarnir og allir leiðtogarnir taka þátt. Hljómsveitin Gleðigjafarnir leiðir söng. Sr. Þórhallur segir glærusögu og sr. Gunnþór leiðir bænir. Boðið verður upp á góðgæti í safnaðarheimilinu eftir stundina. KRAKKAR! FJÖLMENNUM MEÐ PABBA OG MÖMMU OG AFA OG ÖMMU! Ungir sjálfstæðismenn! Í kvöld, þann 18. janúar kl. 20, mun Stefnir, félag ungra sjálfstæðis - manna í Hafnarfirði halda opinn félagsfund í Sjálfstæðis húsinu í Hafnarfirði. Til umræðu m.a. kosning fulltrúa á landsþing. Það eru spennandi tímar framundan í vor. Verum virk og fjöl - mennum á fundinn!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.